Þarf að framreiða fimm kokteila á sjö mínútum Lovísa Arnardóttir skrifar 30. nóvember 2023 14:20 Einbeittur í keppninni. Mynd/Ómar Vilhelmsson Síðar í dag kemur í ljós hvort að Grétar Matthíasson kemst í lokaúrslit á Heimsmeistaramóti barþjóna sem nú fer fram í Róm. Grétar skráði sig til keppni með kokteil sinn Candied Lemonade. Þrír komast í lokaúrslit sem fara fram á morgun. Undanúrslit fóru fram í gær þar sem fimmtán af 67 keppendum komust áfram. „Við vorum mjög vongóð. Hann var búinn að undirbúa sig mjög vel en það var mikil gleði í gær þegar hann komst áfram,“ segir Teitur R. Schiöth, forseti barþjónaklúbbs Íslands í samtali við fréttastofu. Í dag tók svo við þríþraut sem byrjaði á þekkingarprófi og bragð- og lyktarpróf í morgun. Síðdegis í dag keppir hann svo hraðaprófi þar sem hann hefur sjö mínútur til að framreiða fimm kokteila. Grétar fagnaði því að komast áfram í gær. Með Mynd/Ómar Vilhelmsson „Það er í raun alveg nægur tími en það sem gerir það erfitt er að hann þarf að útskýra kokteilana á meðan hann býr þá til,“ segir Teitur. Prófið fer þannig fram að hann dregur fimm spjöld af hundrað mögulegum. „Hann er búinn að leggja á minnið um hundrað kokteila. Við erum bara núna að hjálpa honum að undirbúa sig. Með því að spyrja hann út úr. Við vorum búin að útbúa spjöld með öllum mögulegum kokteilum og innihaldi þeirra,“ segir Teitur. Sautján manna sendinefnd er í Róm. Teitur er fyrir miðju með fánann. Mynd/Ómar Vilhelmsson Keppninni lýkur á morgun með lokaúrslitunum en þeir þrír efstu sem keppa þar keppa í svokallaðri „mystery basket“ þar sem þeir fá körfu með ómerku innihaldi og eiga að búa til kokteil úr því á einum klukkutíma. Sá sem blandar besta kokteilinn vinnur heimsmeistaratitilinn. „Það getur verið hvað sem er í körfunni frá helstu samstarfsaðilum keppninnar. Það geta verið síróp, ávextir, kryddjurtir og margt fleira,“ segir Teitur. Hann segir velgengni í þessum flokki oft fylgja reynslu. „Þú ert kannski að vinna á barnum og það kemur fólk sem vill eitthvað sérstakt. Góður barþjónn á að geta búið eitthvað til úr því sem er fyrir framan hann. Eitthvað nýtt og þessi keppni testar það,“ segir Teitur. Það er gott að ganga vel. Mynd/Ómar Vilhelmsson Alls er sautján manna sendinefnd frá Íslandi í Róm á meðan keppninni stendur. Grétar er eins og fyrr segir fulltrúi Íslands í keppninni sem Íslandsmeistari í greininni. Hann hefur unnið í „bransanum“ frá 2005 og er bæði með menntun sem kokkur og þjónn. Grétar skráði sig til keppni með kokteilinn sinn Candied Lemonade. Candied Lemonade inniheldur: Luxardo Limoncello Grand marnier Ferskan sítrónusafa Heimagert síróp úr Xanté Alls er keppt í sex flokkum í keppninni en sá flokkur sem Grétar keppir í er After dinner coctails eða Kokteilar eftir kvöldmat. Aðrir flokkar eru Before dinner cocktails, Sparkling cocktails, Long drink cocktails og Low abv (kokteilar sem innihalda lágt innihald vínanda en samt sem áður ekki óáfengir) Framsetning skiptir miklu máli í keppninni. Á myndinni er kokteill Grétars, Candied Lemonade. Mynd/Ómar Vilhelmsson Hér að neðan má sjá skreytingu tilbúna á glasi. Grétar leikur sér með blóm í framsetningu. Hann fær fimmtán mínútur til að gera skreytingu og geymir hana svo á einu glasinu. Mynd/Ómar Vilhelmsson Hægt verður að fylgjast með keppninni á eftir á Instagram Barþjónaklúbbs Íslands á Instagram. Keppnin á að byrja klukkan 15 að íslenskum tíma. View this post on Instagram A post shared by Bartender's Club of Iceland (@bartendericeland) Matur Drykkir Íslendingar erlendis Mest lesið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
Undanúrslit fóru fram í gær þar sem fimmtán af 67 keppendum komust áfram. „Við vorum mjög vongóð. Hann var búinn að undirbúa sig mjög vel en það var mikil gleði í gær þegar hann komst áfram,“ segir Teitur R. Schiöth, forseti barþjónaklúbbs Íslands í samtali við fréttastofu. Í dag tók svo við þríþraut sem byrjaði á þekkingarprófi og bragð- og lyktarpróf í morgun. Síðdegis í dag keppir hann svo hraðaprófi þar sem hann hefur sjö mínútur til að framreiða fimm kokteila. Grétar fagnaði því að komast áfram í gær. Með Mynd/Ómar Vilhelmsson „Það er í raun alveg nægur tími en það sem gerir það erfitt er að hann þarf að útskýra kokteilana á meðan hann býr þá til,“ segir Teitur. Prófið fer þannig fram að hann dregur fimm spjöld af hundrað mögulegum. „Hann er búinn að leggja á minnið um hundrað kokteila. Við erum bara núna að hjálpa honum að undirbúa sig. Með því að spyrja hann út úr. Við vorum búin að útbúa spjöld með öllum mögulegum kokteilum og innihaldi þeirra,“ segir Teitur. Sautján manna sendinefnd er í Róm. Teitur er fyrir miðju með fánann. Mynd/Ómar Vilhelmsson Keppninni lýkur á morgun með lokaúrslitunum en þeir þrír efstu sem keppa þar keppa í svokallaðri „mystery basket“ þar sem þeir fá körfu með ómerku innihaldi og eiga að búa til kokteil úr því á einum klukkutíma. Sá sem blandar besta kokteilinn vinnur heimsmeistaratitilinn. „Það getur verið hvað sem er í körfunni frá helstu samstarfsaðilum keppninnar. Það geta verið síróp, ávextir, kryddjurtir og margt fleira,“ segir Teitur. Hann segir velgengni í þessum flokki oft fylgja reynslu. „Þú ert kannski að vinna á barnum og það kemur fólk sem vill eitthvað sérstakt. Góður barþjónn á að geta búið eitthvað til úr því sem er fyrir framan hann. Eitthvað nýtt og þessi keppni testar það,“ segir Teitur. Það er gott að ganga vel. Mynd/Ómar Vilhelmsson Alls er sautján manna sendinefnd frá Íslandi í Róm á meðan keppninni stendur. Grétar er eins og fyrr segir fulltrúi Íslands í keppninni sem Íslandsmeistari í greininni. Hann hefur unnið í „bransanum“ frá 2005 og er bæði með menntun sem kokkur og þjónn. Grétar skráði sig til keppni með kokteilinn sinn Candied Lemonade. Candied Lemonade inniheldur: Luxardo Limoncello Grand marnier Ferskan sítrónusafa Heimagert síróp úr Xanté Alls er keppt í sex flokkum í keppninni en sá flokkur sem Grétar keppir í er After dinner coctails eða Kokteilar eftir kvöldmat. Aðrir flokkar eru Before dinner cocktails, Sparkling cocktails, Long drink cocktails og Low abv (kokteilar sem innihalda lágt innihald vínanda en samt sem áður ekki óáfengir) Framsetning skiptir miklu máli í keppninni. Á myndinni er kokteill Grétars, Candied Lemonade. Mynd/Ómar Vilhelmsson Hér að neðan má sjá skreytingu tilbúna á glasi. Grétar leikur sér með blóm í framsetningu. Hann fær fimmtán mínútur til að gera skreytingu og geymir hana svo á einu glasinu. Mynd/Ómar Vilhelmsson Hægt verður að fylgjast með keppninni á eftir á Instagram Barþjónaklúbbs Íslands á Instagram. Keppnin á að byrja klukkan 15 að íslenskum tíma. View this post on Instagram A post shared by Bartender's Club of Iceland (@bartendericeland)
Matur Drykkir Íslendingar erlendis Mest lesið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira