Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Fram 23-33 | Brekkan orðin verulega brött hjá heimamönnum Dagur Lárusson skrifar 30. nóvember 2023 22:00 Það var hart barist. Vísir/Hulda Margrét Fram gerði sér lítið fyrir og lagði Hauka örugglega í 11. umferð Olís-deildar karla í kvöld. Haukar hafa nú tapað fjórum leikjum í röð. Fyrir leikinn voru Haukar í sjötta sæti deildarinnar með tíu stig á meðan Fram var einu sæti ofar og með einu stigi meira. Haukar byrjuðu leikinn betur og voru með forystuna fyrstu og komust til að mynda í 3-1 og 6-3 forusty og Aron Rafn að verja vel í markinu. En eftir það breyttist allt. Sóknarleikur Haukar hrundi algjörlega og byrjaði liðið að tapa boltanum trekk í trekk. Leikmenn byrjuðu að gefa lélegar sendingar, beint í hendurnar á leikmönnum Fram sem voru öskurfljótir að koma sér upp völlinn og skora úr hraðaupphlaupum. Þetta gerðist mjög oft í fyrri hálfleiknum og þetta var það sem lagði grunninn að góðri forystu Fram þegar það var kominn hálfleikur en þá var staðan 11-20. Í seinni hálfleiknum var meira af því sama nema hvað að Fram jók forskot sitt enn meira. Haukar náðu sér aldrei á strik á meðan Fram skoraði hvert markið á fætur öðru og mörg mörk keimlík. Lokatölur á Ásvöllum voru 23-33 og því tíu marka sigur Fram staðreynd. Markahæstur hjá Fram var Reynir Þór með átta mörk á meðan Guðmundur Bragi var markahæstur hjá Haukum með sex mörk. Lárus Helgi varð sextán skot í marki Fram á meðan þeir Magnús Gunnar og Aron Rafn vörðu samtals fjórtán mörk í marki Hauka. Af hverju vann Fram? Varnarleikur liðsins var virkilega sterkur, sérstaklega í fyrri hálfleiknum þegar liðið náði níu marka forystu. Trekk í trekk náðu leikmenn Fram að vinna boltann og fara upp í skyndisóknir sem þeir skoruðu yfirleitt úr. Hverjir stóðu upp úr? Reynir Þór Stefánsson var virkilega öflugur hjá Fram en hann skoraði X mörk en síðan var það Lárus Helgi í markinu sem átti frábæran leik og varði X skot. Hvað fór illa? Sóknarleikur Hauka var einfaldlega í molum og þeir náðu sér aldrei á strik í leiknum. Hvað gerist næst? Næsti leikur Hauka er gegn HK á Ásvöllum 8.desember og á sama tíma fer Fram í heimsókn til Gróttu. Einar Jónsson: Erfitt að vera neikvæður eftir þetta Einar á hliðarlínunni.Vísir/Hulda Margrét „Það er rosalega erfitt að fara að vera eitthvað neikvæður eftir þetta,“ byrjaði Einar Jónsson, þjálfari Fram, að segja eftir leik. „Við spiluðum á köflum frábæran handbolta, bæði í vörn og sókn. Sóknarleikurinn hjá okkur í vetur er búinn að vera mjög góður en í dag vorum við að nýta færin okkar aðeins betur heldur en oft áður en síðan var auðvitað Lalli geggaður í markinu,“ hélt Einar áfram að segja. „Vörnin var mjög flott því við vorum að þvinga þá í erfið skot og þau skot sem komu á markið var Lalli yfirleitt að taka þá. Þess vegna þegar á heildina er litið þá spilðum við frábærlega.“ Einar vildi meina að sigur sem þessi gegn Haukum á þeirra heimavelli geri mikið fyrir móralinn í liðinu. „Haukar eru með frábært lið og er mjög vel þjálfað lið og það er alltaf erfitt að mæta á Ásvelli og þess vegna er þetta rosalega sterkt fyrir móralinn,“ endaði Einar Jónsson á að segja. Olís-deild karla Haukar Fram
Fram gerði sér lítið fyrir og lagði Hauka örugglega í 11. umferð Olís-deildar karla í kvöld. Haukar hafa nú tapað fjórum leikjum í röð. Fyrir leikinn voru Haukar í sjötta sæti deildarinnar með tíu stig á meðan Fram var einu sæti ofar og með einu stigi meira. Haukar byrjuðu leikinn betur og voru með forystuna fyrstu og komust til að mynda í 3-1 og 6-3 forusty og Aron Rafn að verja vel í markinu. En eftir það breyttist allt. Sóknarleikur Haukar hrundi algjörlega og byrjaði liðið að tapa boltanum trekk í trekk. Leikmenn byrjuðu að gefa lélegar sendingar, beint í hendurnar á leikmönnum Fram sem voru öskurfljótir að koma sér upp völlinn og skora úr hraðaupphlaupum. Þetta gerðist mjög oft í fyrri hálfleiknum og þetta var það sem lagði grunninn að góðri forystu Fram þegar það var kominn hálfleikur en þá var staðan 11-20. Í seinni hálfleiknum var meira af því sama nema hvað að Fram jók forskot sitt enn meira. Haukar náðu sér aldrei á strik á meðan Fram skoraði hvert markið á fætur öðru og mörg mörk keimlík. Lokatölur á Ásvöllum voru 23-33 og því tíu marka sigur Fram staðreynd. Markahæstur hjá Fram var Reynir Þór með átta mörk á meðan Guðmundur Bragi var markahæstur hjá Haukum með sex mörk. Lárus Helgi varð sextán skot í marki Fram á meðan þeir Magnús Gunnar og Aron Rafn vörðu samtals fjórtán mörk í marki Hauka. Af hverju vann Fram? Varnarleikur liðsins var virkilega sterkur, sérstaklega í fyrri hálfleiknum þegar liðið náði níu marka forystu. Trekk í trekk náðu leikmenn Fram að vinna boltann og fara upp í skyndisóknir sem þeir skoruðu yfirleitt úr. Hverjir stóðu upp úr? Reynir Þór Stefánsson var virkilega öflugur hjá Fram en hann skoraði X mörk en síðan var það Lárus Helgi í markinu sem átti frábæran leik og varði X skot. Hvað fór illa? Sóknarleikur Hauka var einfaldlega í molum og þeir náðu sér aldrei á strik í leiknum. Hvað gerist næst? Næsti leikur Hauka er gegn HK á Ásvöllum 8.desember og á sama tíma fer Fram í heimsókn til Gróttu. Einar Jónsson: Erfitt að vera neikvæður eftir þetta Einar á hliðarlínunni.Vísir/Hulda Margrét „Það er rosalega erfitt að fara að vera eitthvað neikvæður eftir þetta,“ byrjaði Einar Jónsson, þjálfari Fram, að segja eftir leik. „Við spiluðum á köflum frábæran handbolta, bæði í vörn og sókn. Sóknarleikurinn hjá okkur í vetur er búinn að vera mjög góður en í dag vorum við að nýta færin okkar aðeins betur heldur en oft áður en síðan var auðvitað Lalli geggaður í markinu,“ hélt Einar áfram að segja. „Vörnin var mjög flott því við vorum að þvinga þá í erfið skot og þau skot sem komu á markið var Lalli yfirleitt að taka þá. Þess vegna þegar á heildina er litið þá spilðum við frábærlega.“ Einar vildi meina að sigur sem þessi gegn Haukum á þeirra heimavelli geri mikið fyrir móralinn í liðinu. „Haukar eru með frábært lið og er mjög vel þjálfað lið og það er alltaf erfitt að mæta á Ásvelli og þess vegna er þetta rosalega sterkt fyrir móralinn,“ endaði Einar Jónsson á að segja.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti