Skýrsla Vals: HM er okkar heimavöllur Valur Páll Eiríksson skrifar 30. nóvember 2023 22:30 Íslenska liðið má vera stolt af sinni frammistöðu í kvöld. EPA-EFE/Beate Oma Stelpurnar okkar sýndu frábæra frammistöðu í rúmar 45 mínútur gegn sterku liði Slóveníu í dag. Eftir upphafskaflann hefði mér ekki dottið í hug að hugsunin „djöfull hefðum við getað unnið þennan leik“ væri efst í huga eftir leik. Efasemdirnar um íslenska liðið voru einhverjar fyrir mót. Liðið hefur ekki farið á stórmót í háa herrans tíð, fékk svo hálfgerðan boðsmiða á heilt heimsmeistaramót og tapaði öllum þremur undirbúningsleikjum sínum í aðdragandanum. Byrjun leiksins á móti Slóveníu í dag dró ekki úr þeim efasemdum. Arnar Pétursson var að stýra liði í fyrsta sinn á stórmóti.EPA-EFE/Beate Oma Ég var sokkinn heldur djúpt ofan í sætið þegar Slóvenía var komin 11-4 yfir eftir tæpar þrettán mínútur í dag. Stelpurnar okkar voru stífar sóknarlega og tóku ótímabær skot sem fæst hittu einu sinni markrammann. Hinum megin á vellinum var staðan eiginlega verri og það var síst Hafdísi Renötudóttur að kenna að hún varði ekki skot á upphafskaflanum. Galopin lína og horn, auðveld seinnibylgju- og hraðaupphlaupsmörk. Slóvenía var að leika sér. Svo hvarf bara taugaskjálftinn. Hann bara fór. Veit ekki hvert. Thea negldi einum í skeytin, við unnum boltann strax og Perla skoraði úr hraðaupphlaupi. Þá stóð ég upp úr sætinu sem ég var kominn svo djúpt í. Ég settist ekki aftur. Stemningin var geggjuð í íslenska hluta stúkunnar.EPA-EFE/Beate Oma Eftir að hafa fengið á sig ellefu mörk á upphafskaflanum myndaðist baráttuandi og stemning í vörninni. Slóvenía skoraði bara fimm mörk það sem eftir lifði hálfleiks og munurinn þrjú mörk í hléi. Við vorum nálægt því fyrir hlé en það náðist loksins í seinni að minnka niður í tvö mörk. Svo eitt. En þá vantaði gamla góða herslumuninn. Við misstum Slóvenana aftur frá okkur og sex marka tap gefur tæplega rétta mynd af leiknum. Enda unnum við 21-20 eftir upphafskaflann. Stelpurnar voru geggjaðar og það segir sitt þegar maður er öskrandi við hvert mark og hvern tapaðan bolta. Flestir leikmenn liðsins voru að spila á þessu risasviði í fyrsta sinn. Allir tapaðir boltar, öll færaklúður og allar brottvísanir eru þetta mikið dýrari á stóra sviðinu. Slóvenía hefur reynsluna fram yfir íslenska liðið og það sýndi sig. Við sáum frábæra frammistöðu frá leikmönnum sem eru á sínu fyrsta stórmóti og sérstaklega vil ég nefna Elínu Rósu Magnúsdóttur. Við tökum margt jákvætt úr þessu er klisjan. Hún á við ef skrekkurinn er horfinn. Leikmennirnir lærðu. Eins og landsliðsþjálfarinn segir: „Við erum á vegferðinni“. Lærdómskúrfan beinir okkur á tind og í dag var brattur kafli í henni. Frammistaðan í brekkunni var að stórum hluta góð en heilt yfir á litið var tapið líklega sanngjarnt. En stelpurnar sýndu eitt: Þær eiga heima á þessu sviði. HM er okkar heimavöllur. Kvennalandsliðið syngur með þjóðsögnum. Flestar hverjar í fyrsta sinn á stórmóti.EPA-EFE/Beate Oma HM kvenna í handbolta 2023 Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Sjá meira
Efasemdirnar um íslenska liðið voru einhverjar fyrir mót. Liðið hefur ekki farið á stórmót í háa herrans tíð, fékk svo hálfgerðan boðsmiða á heilt heimsmeistaramót og tapaði öllum þremur undirbúningsleikjum sínum í aðdragandanum. Byrjun leiksins á móti Slóveníu í dag dró ekki úr þeim efasemdum. Arnar Pétursson var að stýra liði í fyrsta sinn á stórmóti.EPA-EFE/Beate Oma Ég var sokkinn heldur djúpt ofan í sætið þegar Slóvenía var komin 11-4 yfir eftir tæpar þrettán mínútur í dag. Stelpurnar okkar voru stífar sóknarlega og tóku ótímabær skot sem fæst hittu einu sinni markrammann. Hinum megin á vellinum var staðan eiginlega verri og það var síst Hafdísi Renötudóttur að kenna að hún varði ekki skot á upphafskaflanum. Galopin lína og horn, auðveld seinnibylgju- og hraðaupphlaupsmörk. Slóvenía var að leika sér. Svo hvarf bara taugaskjálftinn. Hann bara fór. Veit ekki hvert. Thea negldi einum í skeytin, við unnum boltann strax og Perla skoraði úr hraðaupphlaupi. Þá stóð ég upp úr sætinu sem ég var kominn svo djúpt í. Ég settist ekki aftur. Stemningin var geggjuð í íslenska hluta stúkunnar.EPA-EFE/Beate Oma Eftir að hafa fengið á sig ellefu mörk á upphafskaflanum myndaðist baráttuandi og stemning í vörninni. Slóvenía skoraði bara fimm mörk það sem eftir lifði hálfleiks og munurinn þrjú mörk í hléi. Við vorum nálægt því fyrir hlé en það náðist loksins í seinni að minnka niður í tvö mörk. Svo eitt. En þá vantaði gamla góða herslumuninn. Við misstum Slóvenana aftur frá okkur og sex marka tap gefur tæplega rétta mynd af leiknum. Enda unnum við 21-20 eftir upphafskaflann. Stelpurnar voru geggjaðar og það segir sitt þegar maður er öskrandi við hvert mark og hvern tapaðan bolta. Flestir leikmenn liðsins voru að spila á þessu risasviði í fyrsta sinn. Allir tapaðir boltar, öll færaklúður og allar brottvísanir eru þetta mikið dýrari á stóra sviðinu. Slóvenía hefur reynsluna fram yfir íslenska liðið og það sýndi sig. Við sáum frábæra frammistöðu frá leikmönnum sem eru á sínu fyrsta stórmóti og sérstaklega vil ég nefna Elínu Rósu Magnúsdóttur. Við tökum margt jákvætt úr þessu er klisjan. Hún á við ef skrekkurinn er horfinn. Leikmennirnir lærðu. Eins og landsliðsþjálfarinn segir: „Við erum á vegferðinni“. Lærdómskúrfan beinir okkur á tind og í dag var brattur kafli í henni. Frammistaðan í brekkunni var að stórum hluta góð en heilt yfir á litið var tapið líklega sanngjarnt. En stelpurnar sýndu eitt: Þær eiga heima á þessu sviði. HM er okkar heimavöllur. Kvennalandsliðið syngur með þjóðsögnum. Flestar hverjar í fyrsta sinn á stórmóti.EPA-EFE/Beate Oma
HM kvenna í handbolta 2023 Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Sjá meira