Réttindi sjóðfélaga óljós í bili Árni Sæberg skrifar 30. nóvember 2023 23:08 Lífeyrissjóður verslunarmanna er til húsa í Húsi Verslunarinnar. Vísir/Vilhelm Stjórn Lífeyrissjóð verslunarmanna segir viðbúið að dómi héraðsdóms um ólögmæti eignafærslu milli kynslóða, með mismikilli lækkun mánaðarlegra greiðslna eftir aldri, verði áfrýjað. Í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur, sem kveðinn var upp í dag var fallist á kröfur stefnanda sem er sjóðfélagi í sameignardeild Lífeyrissjóðs verslunarmanna, LV, þar sem krafist var ógildingar á tilteknu ákvæði samþykktabreytinga sem tóku gildi um síðastliðin áramót. Breytingarnar fólu í sér að áunnin réttindi sjóðfélaga í sameignardeild voru umreiknuð þannig að mánaðarlegar greiðslur lækkuðu mismikið eftir aldri. Innherji fjallaði ítarlega um niðurstöðu héraðsdóms í dag. Í tilkynningu á vef sjóðsins segir að markmiðið með breytingunum hafi verið að mæta hækkandi lífaldri sjóðfélaga, þar sem spáð sé að ævi yngri sjóðfélaga lengist meira en þeirra sem eldri eru. Þessi spá byggi á lífslíkutöflum sem gefnar eru út af Félagi íslenskra tryggingastærðfræðinga og staðfestar af fjármála- og efnahagsráðherra. Breytingarnar vandlega undirbúnar Samþykktabreytingarnar hafi verið vandlega undirbúnar af stjórnendum og stjórn LV í samráði við tryggingastærðfræðing sjóðsins og lögmannsstofur, sem og með samtali við stjórnvöld. Breytingarnar hafi verið samþykktar af stjórn og í framhaldi af því af fulltrúaráði LV á ársfundi í mars árið 2022 og svo hlotið samþykki fjármála- og efnahagsráðherra í framhaldi af því. Fleiri sjóðir fóru sömu leið Stjórn LV muni nú yfirfara dóminn og taka ákvörðun um næstu skref. Í ljósi rýni sjóðsins með fjölda ráðgjafa sem og staðfestingar ráðuneytisins á samþykktabreytingunum sé viðbúið að horft verði til þess að áfrýja dómnum og óska eftir flýtimeðferð. Fyrir liggi að meirihluti lífeyrissjóðakerfisins hafi farið áþekka leið varðandi aldursháða lækkun áunninna réttinda vegna hækkandi lífaldurs. „Því er mikilvægt fyrir alla sjóðfélaga og lífeyriskerfið í heild sinni að lyktir þess byggi á traustum grunni.“ Bein áhrif dómsins á réttindi og lífeyrisgreiðslur til sjóðfélaga muni ráðast af endanlegri niðurstöðu dómstóla. Lífeyrissjóðurinn muni innan tíðar veita nánari upplýsingar um næstu skref. Lífeyrissjóðir Dómsmál Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur, sem kveðinn var upp í dag var fallist á kröfur stefnanda sem er sjóðfélagi í sameignardeild Lífeyrissjóðs verslunarmanna, LV, þar sem krafist var ógildingar á tilteknu ákvæði samþykktabreytinga sem tóku gildi um síðastliðin áramót. Breytingarnar fólu í sér að áunnin réttindi sjóðfélaga í sameignardeild voru umreiknuð þannig að mánaðarlegar greiðslur lækkuðu mismikið eftir aldri. Innherji fjallaði ítarlega um niðurstöðu héraðsdóms í dag. Í tilkynningu á vef sjóðsins segir að markmiðið með breytingunum hafi verið að mæta hækkandi lífaldri sjóðfélaga, þar sem spáð sé að ævi yngri sjóðfélaga lengist meira en þeirra sem eldri eru. Þessi spá byggi á lífslíkutöflum sem gefnar eru út af Félagi íslenskra tryggingastærðfræðinga og staðfestar af fjármála- og efnahagsráðherra. Breytingarnar vandlega undirbúnar Samþykktabreytingarnar hafi verið vandlega undirbúnar af stjórnendum og stjórn LV í samráði við tryggingastærðfræðing sjóðsins og lögmannsstofur, sem og með samtali við stjórnvöld. Breytingarnar hafi verið samþykktar af stjórn og í framhaldi af því af fulltrúaráði LV á ársfundi í mars árið 2022 og svo hlotið samþykki fjármála- og efnahagsráðherra í framhaldi af því. Fleiri sjóðir fóru sömu leið Stjórn LV muni nú yfirfara dóminn og taka ákvörðun um næstu skref. Í ljósi rýni sjóðsins með fjölda ráðgjafa sem og staðfestingar ráðuneytisins á samþykktabreytingunum sé viðbúið að horft verði til þess að áfrýja dómnum og óska eftir flýtimeðferð. Fyrir liggi að meirihluti lífeyrissjóðakerfisins hafi farið áþekka leið varðandi aldursháða lækkun áunninna réttinda vegna hækkandi lífaldurs. „Því er mikilvægt fyrir alla sjóðfélaga og lífeyriskerfið í heild sinni að lyktir þess byggi á traustum grunni.“ Bein áhrif dómsins á réttindi og lífeyrisgreiðslur til sjóðfélaga muni ráðast af endanlegri niðurstöðu dómstóla. Lífeyrissjóðurinn muni innan tíðar veita nánari upplýsingar um næstu skref.
Lífeyrissjóðir Dómsmál Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira