Enski boltinn

Segir Rodgers ömur­lega mann­eskju og versta stjóra sem hann hefur haft

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Brendan Rodgers og Mario Balotelli er ekki vel til vina.
Brendan Rodgers og Mario Balotelli er ekki vel til vina. getty/Gonzalo Arroyo Moreno

Ítalski fótboltamaðurinn Mario Balotelli skaut föstum skotum að Brendan Rodgers í sjónvarpsviðtali og sparaði ekki stóru orðin.

Rodgers var knattspyrnustjóri Liverpool þegar félagið keypti Balotelli frá AC Milan 2014. Hann náði sér ekki á strik hjá Liverpool og skoraði aðeins fjögur mörk í 28 leikjum áður en hann var lánaður aftur til Milan.

Síðan þá hafa Balotelli og Rodgers deilt opinberlega. Balotelli fór meðal annars ófögrum orðum um Rodgers í nýlegu viðtali.

„Brendan Rodgers er versti þjálfari sem ég hef nokkru sinni haft,“ sagði Balotelli.

„Hann er númer eitt þegar kemur að æfingum, að halda boltanum og spila á litlum völlum. En hann er ömurleg manneskja,“ bætti Balotelli við.

Hann leikur nú með Adana Demirspor í Tyrklandi. Rodgers er aftur á móti stjóri Celtic í Skotlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×