Cybertruck þeysist um Ísland í kynningarmyndbandi Árni Sæberg skrifar 1. desember 2023 14:15 Trukknum var ekið víða um land, meðal annars um Öldufellsleið. Tesla Cybertruck, nýjasta afurð bandaríska bílaframleiðandans Tesla, var formlega settur á sölu í gær. Trukkurinn var kynntur með myndskeiði sem tekið var upp hér á landi. Trukkurinn, sem hefur verið lengi í þróun og vakið mikla athygli fyrir nýstárlegt útlit og digurbarklegar yfirlýsingar Elons Musk, forstjóra Tesla, um ágæti hans. Í ágúst var greint frá því að sést hefði til trukksins hér á landi. Þá var nokkuð ljóst að auglýsing væri í framleiðslu og nú hefur afurðin verið birt. Auglýsinguna má sjá í spilaranum hér að neðan: Samhliða auglýsingunni var verð trukksins tilkynnt í fyrsta skipti. Grunnútgáfa Cybertruck kostar 61 þúsund dali, eða um 8,5 milljónir króna, í Bandaríkjunum. Dýrasta útgáfan, sem kölluð er Cyberbeast, kostar hundrað þúsund dali, um 14 milljónir króna. Til samanburðar kostar dýrasta útgáfa af Tesla Model X 95 þúsund dali ytra og 14,4 milljónir króna, án virðisaukaskatts, hér á landi. Tesla Bílar Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Tesla Cybertruck á Íslandi Það sást til Cybertruck, óútkomins pallbíls frá Tesla, á Langjökli í gær. Á myndbandi frá jöklinum virðist sem verið sé að taka upp auglýsingu fyrir bílinn sem á að koma út á seinni hluta ársins. 20. ágúst 2023 23:08 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent
Trukkurinn, sem hefur verið lengi í þróun og vakið mikla athygli fyrir nýstárlegt útlit og digurbarklegar yfirlýsingar Elons Musk, forstjóra Tesla, um ágæti hans. Í ágúst var greint frá því að sést hefði til trukksins hér á landi. Þá var nokkuð ljóst að auglýsing væri í framleiðslu og nú hefur afurðin verið birt. Auglýsinguna má sjá í spilaranum hér að neðan: Samhliða auglýsingunni var verð trukksins tilkynnt í fyrsta skipti. Grunnútgáfa Cybertruck kostar 61 þúsund dali, eða um 8,5 milljónir króna, í Bandaríkjunum. Dýrasta útgáfan, sem kölluð er Cyberbeast, kostar hundrað þúsund dali, um 14 milljónir króna. Til samanburðar kostar dýrasta útgáfa af Tesla Model X 95 þúsund dali ytra og 14,4 milljónir króna, án virðisaukaskatts, hér á landi.
Tesla Bílar Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Tesla Cybertruck á Íslandi Það sást til Cybertruck, óútkomins pallbíls frá Tesla, á Langjökli í gær. Á myndbandi frá jöklinum virðist sem verið sé að taka upp auglýsingu fyrir bílinn sem á að koma út á seinni hluta ársins. 20. ágúst 2023 23:08 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent
Tesla Cybertruck á Íslandi Það sást til Cybertruck, óútkomins pallbíls frá Tesla, á Langjökli í gær. Á myndbandi frá jöklinum virðist sem verið sé að taka upp auglýsingu fyrir bílinn sem á að koma út á seinni hluta ársins. 20. ágúst 2023 23:08