Hvers vegna erum við ófær um að læra af sögunni? Bergljót Davíðsdóttir skrifar 1. desember 2023 13:30 Hvað skilur á milli okkar og annarra Norðurlanda þar sem ríkir stöðugleiki Manneskjan virðist vera ófær um að læra af sögunni. Þrátt fyrir miklar breytingar og neysluvenjur okkar séu gjörólíkar nú og upp úr miðri síðustu öld, er samt hægt að skoða hvernig stjórnvöld réðust á vandann og leystu hann. Nefni því kjarasamninga sem gerðir voru í kringum 1970 og gengu undir nafninu Lofleiðasamningarnir, vegna þess að þar bjuggu samningsaðilar meira eða minna á meðan samið var. Samningarnir gengu út á bæta kjör vinnandi stétta án beinna launahækkana, eða hógværari öllu heldur. En hæst bar að ríkið kom að samningunum og lofaði að lána 80% byggingarkostnaðar til þeirra sem voru undir ákveðnum tekjumörkum. Það var nákvæmlega það sem verkafólk, já ekki bara verkafólk heldur nutu allir góðs af samningum og uppbyggingu innviða í kjölfarið. Það hefur sýnt ekki bara sinni, heldur alltaf að beinar launahækkanir fara beint út í verðlagið. Bein launahækkun veldur verðbólgu. Það hefur sagan kennt okkur án þess að við horfumst í augu við afleiðingarnar. Þegar fólk fær í fyrsta sinn greidd laun samkvæmt nýjum samningum, er öll hækkun fuðruð upp í hækkun vöruverðs. Og verðbólgan æðir af stað. Skömmu fyrir fyrrnefnda samningalotu 1970 hafði verið gerður samningur við ríkið um uppbyggingu Breiðholtsins og Framkvæmdanefnd byggingaáætlana sett á laggirnar, sem byggði fleiri þúsund íbúðir allt til ársins 1985. Á hinn bóginn varð verðbólgan yfirgengileg á þessum árum. En ástæðan var ekki þessi áætlun eða samningarnir út af fyrir sig heldur var ýmislegt annað, sem menn sáu ekki fyrir. sem olli því. Ég ætla ekki að fara út í þá sálma að útskýra. En breytir ekki því sem gerðist í kjölfarið, getum við lært Hvers vegna rauk verðbólgan af stað þá og hvaða lærdóm getum við dregið af því? Ég velti einnig fyrir mér hvað það sé hér á landi sem veldur því að við erum alltaf að berjast við verðbólgu, en á hinum Norðurlöndunum búa menn við meiri stöðugleika. Hvers vegna getum við ekki sótt þekkingu frá grönnum okkar og spurt hvað er það sem við gerum rangt en þau rétt? Jú við vitum að í þeim löndum byggir allt stjórnarfar á gömlum merg og viðhorf önnur, En samt vaknar upp í mér sú spurning hvort stjórnskipunin hér eigi eitthvað sammerkt með stjórnvöldum S-Ameríku og ríkjum Afríku. Hvernig væri að skoða þá staðreynd betur og spyrja hvað getum við lært eða hvað er það sem sameinar okkur og terkið síðan á þeim vanköntum?Við vitum að þau ríki eiga ekki langa sögu, sem byggir á föstum merg og menning ólík, en lýðræði er ungt, ef lýðræði mætti kalla. Bananalýðveldi, köllum við þau með fyrirlitningu og teljum okkur langt yfir þau hafin. En höfum við efni á því, er það ekki einmitt mergurinn málsins að við erum ung sjálfstæð þjóð, rétt eins og mörg þeirra og kann vandinn að vera sprottinn að einhverju leyti út frá því? ÉG ER EKKI AÐ SEGJA AÐ ÞAÐ LEYSI ALLAN VANDA, EN ÞAÐ HLÝTUR AÐ VERA OKKUR ÖLLUM HOLT AÐ SKOÐA AFTUR FYRIR OKKUR. Þannig sjáum við hvað fór úrskeiðis og hvaða lærdóm má draga af því. Það er nauðsynlegt að læra af öðrum ríkjum sem njóta farsældar og stöðugleika. Og ekki síst af sögunni og okkar stuttu reynslu og reka sig ekki aftur og aftur á sama vegginn. Höfundur er blaðamaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Hvað skilur á milli okkar og annarra Norðurlanda þar sem ríkir stöðugleiki Manneskjan virðist vera ófær um að læra af sögunni. Þrátt fyrir miklar breytingar og neysluvenjur okkar séu gjörólíkar nú og upp úr miðri síðustu öld, er samt hægt að skoða hvernig stjórnvöld réðust á vandann og leystu hann. Nefni því kjarasamninga sem gerðir voru í kringum 1970 og gengu undir nafninu Lofleiðasamningarnir, vegna þess að þar bjuggu samningsaðilar meira eða minna á meðan samið var. Samningarnir gengu út á bæta kjör vinnandi stétta án beinna launahækkana, eða hógværari öllu heldur. En hæst bar að ríkið kom að samningunum og lofaði að lána 80% byggingarkostnaðar til þeirra sem voru undir ákveðnum tekjumörkum. Það var nákvæmlega það sem verkafólk, já ekki bara verkafólk heldur nutu allir góðs af samningum og uppbyggingu innviða í kjölfarið. Það hefur sýnt ekki bara sinni, heldur alltaf að beinar launahækkanir fara beint út í verðlagið. Bein launahækkun veldur verðbólgu. Það hefur sagan kennt okkur án þess að við horfumst í augu við afleiðingarnar. Þegar fólk fær í fyrsta sinn greidd laun samkvæmt nýjum samningum, er öll hækkun fuðruð upp í hækkun vöruverðs. Og verðbólgan æðir af stað. Skömmu fyrir fyrrnefnda samningalotu 1970 hafði verið gerður samningur við ríkið um uppbyggingu Breiðholtsins og Framkvæmdanefnd byggingaáætlana sett á laggirnar, sem byggði fleiri þúsund íbúðir allt til ársins 1985. Á hinn bóginn varð verðbólgan yfirgengileg á þessum árum. En ástæðan var ekki þessi áætlun eða samningarnir út af fyrir sig heldur var ýmislegt annað, sem menn sáu ekki fyrir. sem olli því. Ég ætla ekki að fara út í þá sálma að útskýra. En breytir ekki því sem gerðist í kjölfarið, getum við lært Hvers vegna rauk verðbólgan af stað þá og hvaða lærdóm getum við dregið af því? Ég velti einnig fyrir mér hvað það sé hér á landi sem veldur því að við erum alltaf að berjast við verðbólgu, en á hinum Norðurlöndunum búa menn við meiri stöðugleika. Hvers vegna getum við ekki sótt þekkingu frá grönnum okkar og spurt hvað er það sem við gerum rangt en þau rétt? Jú við vitum að í þeim löndum byggir allt stjórnarfar á gömlum merg og viðhorf önnur, En samt vaknar upp í mér sú spurning hvort stjórnskipunin hér eigi eitthvað sammerkt með stjórnvöldum S-Ameríku og ríkjum Afríku. Hvernig væri að skoða þá staðreynd betur og spyrja hvað getum við lært eða hvað er það sem sameinar okkur og terkið síðan á þeim vanköntum?Við vitum að þau ríki eiga ekki langa sögu, sem byggir á föstum merg og menning ólík, en lýðræði er ungt, ef lýðræði mætti kalla. Bananalýðveldi, köllum við þau með fyrirlitningu og teljum okkur langt yfir þau hafin. En höfum við efni á því, er það ekki einmitt mergurinn málsins að við erum ung sjálfstæð þjóð, rétt eins og mörg þeirra og kann vandinn að vera sprottinn að einhverju leyti út frá því? ÉG ER EKKI AÐ SEGJA AÐ ÞAÐ LEYSI ALLAN VANDA, EN ÞAÐ HLÝTUR AÐ VERA OKKUR ÖLLUM HOLT AÐ SKOÐA AFTUR FYRIR OKKUR. Þannig sjáum við hvað fór úrskeiðis og hvaða lærdóm má draga af því. Það er nauðsynlegt að læra af öðrum ríkjum sem njóta farsældar og stöðugleika. Og ekki síst af sögunni og okkar stuttu reynslu og reka sig ekki aftur og aftur á sama vegginn. Höfundur er blaðamaður.
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar