Everton áfrýjaði þyngsta dómnum Sindri Sverrisson skrifar 1. desember 2023 16:00 Stuðningsmenn Everton mótmæltu sumir dómnum fyrir leikinn við Manchester United um síðustu helgi, og telja hann til marks um spillingu. EPA-EFE/ADAM VAUGHAN Enska knattspyrnufélagið Everton hefur áfrýjað dómnum sem fól í sér að liðið missti tíu stig á yfirstandandi leiktíð í ensku úrvalsdeildinni. Everton hlaut tíu stiga refsingu, þyngsta dóm í sögu ensku úrvalsdeildarinnar, vegna brota á reglum um fjárhagslegt aðhald. Everton tapaði 124,5 milljónum punda á þriggja ára tímabili en félög mega ekki tapa meira en 105 milljónum punda. Félagið viðurkenndi brot sín en sagði ákvörðun óháðu nefndarinnar um svo þunga refsingu algjört áfall og vonbrigði. Samkvæmt frétt BBC er ljóst að áfrýjunin verður tekin fyrir áður en að þessu keppnistímabili lýkur. Vegna dómsins féll liðið niður úr 14. sæti í það nítjánda og situr því í fallsæti, fimm stigum frá næsta örugga sæti. Everton listaði upp sex hluti sem hluta af vörn sinni áður en dómurinn var kveðinn, og benti meðal annars á mál landsliðsmannsins Gylfa Þórs Sigurðssonar sem var leikmaður félagsins þegar hann var handtekinn grunaður um kynferðisbrot gegn ólögráða einstaklingi. Aðeins tvisvar áður hafa stig verið dregin af liði í ensku úrvalsdeildinni, frá stofnun hennar árið 1992. Þrjú stig voru dregin af Middlesbrough fyrir að mæta ekki til leiks gegn Blackburn Rovers tímabilið 1996-97 og níu stig voru dregin af Portsmouth eftir að félagið fór í greiðslustöðvun 2009-10. Enski boltinn Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Fleiri fréttir Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Sjá meira
Everton hlaut tíu stiga refsingu, þyngsta dóm í sögu ensku úrvalsdeildarinnar, vegna brota á reglum um fjárhagslegt aðhald. Everton tapaði 124,5 milljónum punda á þriggja ára tímabili en félög mega ekki tapa meira en 105 milljónum punda. Félagið viðurkenndi brot sín en sagði ákvörðun óháðu nefndarinnar um svo þunga refsingu algjört áfall og vonbrigði. Samkvæmt frétt BBC er ljóst að áfrýjunin verður tekin fyrir áður en að þessu keppnistímabili lýkur. Vegna dómsins féll liðið niður úr 14. sæti í það nítjánda og situr því í fallsæti, fimm stigum frá næsta örugga sæti. Everton listaði upp sex hluti sem hluta af vörn sinni áður en dómurinn var kveðinn, og benti meðal annars á mál landsliðsmannsins Gylfa Þórs Sigurðssonar sem var leikmaður félagsins þegar hann var handtekinn grunaður um kynferðisbrot gegn ólögráða einstaklingi. Aðeins tvisvar áður hafa stig verið dregin af liði í ensku úrvalsdeildinni, frá stofnun hennar árið 1992. Þrjú stig voru dregin af Middlesbrough fyrir að mæta ekki til leiks gegn Blackburn Rovers tímabilið 1996-97 og níu stig voru dregin af Portsmouth eftir að félagið fór í greiðslustöðvun 2009-10.
Enski boltinn Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Fleiri fréttir Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Sjá meira