Ótrúlegur endir á stórkostlegum leik 3. desember 2023 18:27 Heung Min Son og Dejan Kulusevski gátu fagnað saman í dag. Sá síðarnefndi hefur skorað í öllum þremur leikjum sem hann hefur spilað á Etihad. Chris Brunskill/Fantasista/Getty Images Tottenham tryggði stig úr viðureign sinni gegn Manchester City í uppbótartíma eftir gífurlega fjörugan leik. Allt stefndi í fjórða tapleik Tottenham í röð en þeir neituðu að gefast upp og uppskáru undir lokin 3-3 jafntefli gegn Englandsmeisturunum. Upphafsmínúturnar voru ansi fjörugur, leikurinn hófst strax með látum og gestirnir tóku forystuna eftir aðeins sex mínútur með góðu marki frá Heung Min Son eftir undirbúning Dejan Kulusevski. Son breyttist þó fljótt úr hetju í skúrk, innan við þremur mínútum eftir að hafa tekið forystuna gaf Julian Alvarez fyrirgjöf sem Erling Haaland náði ekki að stýra á markið, boltinn hefði svifið aftur fyrir en Son rak fótinn út og potaði boltanum óvart í eigið net. Hans fyrsta sjálfsmark á 13 ára löngum ferli. Julian Alvarez created 6 chances in the first half against Tottenham 😲Creator 🎨 pic.twitter.com/tsdtaxlEO5— Football on TNT Sports (@footballontnt) December 3, 2023 Yfirburðir Manchester City voru áberandi eftir það og fljótt var ljóst að það væri aðeins tímaspursmál hvenær þeir tækju forystuna. Jeremy Doku lék á alls oddi og spilaði með Ben Davies sem fékk það verðuga verkefni að halda aftur af Belganum sjóðheita. Hann átti þrjú skot í fyrri hálfleiknum sem höfnuðu í tréverkinu, eitt í slá og tvívegis í stöng. Manninum á hægri vængnum gekk öllu betur að finna netið, Phil Foden skoraði annað mark Manchester City á 31. mínútu eftir góðan undirbúning Julian Alvarez. Tottenham vann sig vel inn í leikinn í seinni hálfleiknum og verðskulduðu fyllilega jöfnunarmarkið sem Giovanni Lo Celso skoraði með þrumuskoti á 69. mínútu. Allt var jafnt á nýjan leik og síðustu tuttugu mínútur leiksins voru afar viðburðaríkir og gríðarlega spennandi. Jack Grealish's yellow card means he will miss Man City's game against his former club Aston Villa ❌ pic.twitter.com/kCnXZ3WeB8— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) December 3, 2023 Erling Haaland skaut olnboga í andlit Yves Bissouma, VAR dómarar leiksins tóku sinn tíma í að skoða atvikið og að vel ígrunduðu máli var óviljaverk dæmt og Haaland fékk að halda leik áfram. Hann þakkaði fyrir sig með því að leggja mark upp á Jack Grealish, sem kom inn á sem varamaður fyrir Jeremy Doku. Fórnarlamb olnbogaskotsins, Yves Bissouma, gerði glæfraleg mistök sem leiddu til marksins. Sagan var þó ekki öll enn, Tottenham áttu eftir að jafna í uppbótartíma, Dejan Kulusevski skoraði markið beint úr skalla eftir fyrirgjöf Brennan Johnson. Jack Grealish var sloppinn einn í gegn á síðustu sekúndum þegar dómari stoppaði leikinn við litla hrifningu City manna. Simon Hooper played advantage for a foul on Erling Haaland, but blew the whistle when Jack Grealish went through on goal 😬 Man City players couldn't believe it!🤯 pic.twitter.com/FOHLf6kstH— Football on TNT Sports (@footballontnt) December 3, 2023 Ótrúlegur endir á stórkostlegum leik, átta mínútum var bætt við en fleiri urðu mörkin ekki og liðin skiljast að með eitt stig hvor eftir þessa viðureign. Enski boltinn
Tottenham tryggði stig úr viðureign sinni gegn Manchester City í uppbótartíma eftir gífurlega fjörugan leik. Allt stefndi í fjórða tapleik Tottenham í röð en þeir neituðu að gefast upp og uppskáru undir lokin 3-3 jafntefli gegn Englandsmeisturunum. Upphafsmínúturnar voru ansi fjörugur, leikurinn hófst strax með látum og gestirnir tóku forystuna eftir aðeins sex mínútur með góðu marki frá Heung Min Son eftir undirbúning Dejan Kulusevski. Son breyttist þó fljótt úr hetju í skúrk, innan við þremur mínútum eftir að hafa tekið forystuna gaf Julian Alvarez fyrirgjöf sem Erling Haaland náði ekki að stýra á markið, boltinn hefði svifið aftur fyrir en Son rak fótinn út og potaði boltanum óvart í eigið net. Hans fyrsta sjálfsmark á 13 ára löngum ferli. Julian Alvarez created 6 chances in the first half against Tottenham 😲Creator 🎨 pic.twitter.com/tsdtaxlEO5— Football on TNT Sports (@footballontnt) December 3, 2023 Yfirburðir Manchester City voru áberandi eftir það og fljótt var ljóst að það væri aðeins tímaspursmál hvenær þeir tækju forystuna. Jeremy Doku lék á alls oddi og spilaði með Ben Davies sem fékk það verðuga verkefni að halda aftur af Belganum sjóðheita. Hann átti þrjú skot í fyrri hálfleiknum sem höfnuðu í tréverkinu, eitt í slá og tvívegis í stöng. Manninum á hægri vængnum gekk öllu betur að finna netið, Phil Foden skoraði annað mark Manchester City á 31. mínútu eftir góðan undirbúning Julian Alvarez. Tottenham vann sig vel inn í leikinn í seinni hálfleiknum og verðskulduðu fyllilega jöfnunarmarkið sem Giovanni Lo Celso skoraði með þrumuskoti á 69. mínútu. Allt var jafnt á nýjan leik og síðustu tuttugu mínútur leiksins voru afar viðburðaríkir og gríðarlega spennandi. Jack Grealish's yellow card means he will miss Man City's game against his former club Aston Villa ❌ pic.twitter.com/kCnXZ3WeB8— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) December 3, 2023 Erling Haaland skaut olnboga í andlit Yves Bissouma, VAR dómarar leiksins tóku sinn tíma í að skoða atvikið og að vel ígrunduðu máli var óviljaverk dæmt og Haaland fékk að halda leik áfram. Hann þakkaði fyrir sig með því að leggja mark upp á Jack Grealish, sem kom inn á sem varamaður fyrir Jeremy Doku. Fórnarlamb olnbogaskotsins, Yves Bissouma, gerði glæfraleg mistök sem leiddu til marksins. Sagan var þó ekki öll enn, Tottenham áttu eftir að jafna í uppbótartíma, Dejan Kulusevski skoraði markið beint úr skalla eftir fyrirgjöf Brennan Johnson. Jack Grealish var sloppinn einn í gegn á síðustu sekúndum þegar dómari stoppaði leikinn við litla hrifningu City manna. Simon Hooper played advantage for a foul on Erling Haaland, but blew the whistle when Jack Grealish went through on goal 😬 Man City players couldn't believe it!🤯 pic.twitter.com/FOHLf6kstH— Football on TNT Sports (@footballontnt) December 3, 2023 Ótrúlegur endir á stórkostlegum leik, átta mínútum var bætt við en fleiri urðu mörkin ekki og liðin skiljast að með eitt stig hvor eftir þessa viðureign.
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti