Enski boltinn

Denis Law látinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Denis Law, Bobby Charlton og George Best mynduðu svakalegt þríeyki hjá Manchester United en nú hafa þeir allir kvatt þennan heim.
Denis Law, Bobby Charlton og George Best mynduðu svakalegt þríeyki hjá Manchester United en nú hafa þeir allir kvatt þennan heim. Getty/Phil Cole

Manchester United goðsögnin Denis Law lést í dag en hann varð 84 ára gamall.

Fjölskylda Law greindi frá andláti hans og bæði fyrrum félög og aðrir hafa minnst þessa mikla meistara sem setti mikinn svip á fótboltann á sínum tíma.

Law hefur glímt við elliglöp síðustu ár en veikindi hans voru gerð opinber í ágúst 2021.

Law fæddist Aberdeen í Skotlandi en er einn mesti markaskorarinn í sögu Manchester United.

Law skoraði als 237 mörk í 404 leikjum fyrir Manchester United frá 1962 til 1973.

Law spilaði einnig fyrir Huddersfield Town, Manchester City og ítalska félagið Torino á ferli sínum.

United gerði hann að dýrasta breska fótboltamanninum árið 1962 þegar félagið keypti hann frá Torino.

Hann skoraði 30 mörk í 55 landsleikjum fyrir Skotland.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×