Lygna þingmanninum sparkað af þingi Samúel Karl Ólason skrifar 1. desember 2023 16:33 George Santos á leið úr þinghúsi Bandaríkjanna, mögulega í síðasta sinn, seinni partinn í dag. AP/Stephanie Scarbrough Bandarískir þingmenn hafa samþykkt að víkja Repúblikananum George Santos, sem gjarnan er kallaður „lygni þingmaðurinn“ af þingi. Hann hefur verið ákærður fyrir fjársvik og fyrir að ljúga að þinginu. Santos var kjörinn á þing fyrir rúmu ári en honum tókst að snúa kjördæmi í New York sem hafði um árabil verið í höndum Demókrata. Skömmu eftir að hann vann fóru fregnir af lygum hans og ósannleika að berast. Former Rep. George Santos departs the U.S. Capitol following his expulsion. pic.twitter.com/XZrvGdtyaU— CSPAN (@cspan) December 1, 2023 Meðal annars hafði hann sagt ósatt um að hann væri af gyðingaættum, um menntun sína og um meintan starfsferil sinn hjá fjárfestingafélögum á Wall Street. Hann laug einnig um feril sinn í blaki og um að hann hefði rekið neyðarskýli fyrir hunda og ketti, svo eitthvað sé nefnt. Sjá einnig: Ferilskrá verðandi þingmanns talin vera uppspuni Þetta var í annað sinn sem þingmenn greiddu atkvæði um að vísa Santos af þingi en hann stóð þá fyrri af sér en tvo þriðju þingmanna þarf til að vísa þingmanni af þingi. Fulltrúadeildin skiptis 222-213 milli flokka með Repúblikana í meirihluta. Miðað við mætingu þurftu 282 þingmenn að greiða atkvæði með því að vísa honum af þingi. Að þessu sinni greiddu 311 þingmenn atkvæði með því að vísa Santos af þingi. 114 sögðu nei og tveir sátu hjá. Santos varð þar með einungis sjötti þingmaðurinn í sögu Bandaríkjanna sem vísað er af þingi. Speaker Johnson announces that Santos has been expelled pic.twitter.com/6ou2ckLLPt— Aaron Rupar (@atrupar) December 1, 2023 Atkvæðagreiðslan var haldin í kjölfar þess að siðferðisnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings birti harðorða skýrslu um Santos, þar sem hann var sakaður um að nota hvert tækifæri til að hagnast persónulega. Nefndin sagði Santos hafa vísvitandi sent rangar upplýsingar til kosningastjórnar Bandaríkjanna, notað kosningasjóði sína í einkaþágu og brotið siðferðisreglur þingsins varðandi hagsmunaskrá. Í skýrslu nefndarinnar segir að gögn hafi verið send til saksóknara sem ákærður Santos fyrr á árinu fyrir fjársvik. Hann var upprunalega ákærður í þrettán liðum. Sjö ákæruliðir snúa að fjársvikum, þrír af fjárþvætti, einn af stuldi úr opinberum sjóðum og tveir að lygum að þinginu. Ákæruliðunum var svo fjölgað seinna. Í grófum dráttum er hann sakaður um að svíkja fé frá bakhjörlum sínum, nota það fé í einkaþágu, fengið atvinnuleysisbætur á sama tíma og hann vann hjá fjárfestingafélagi með 120 þúsund dali í laun á ári (um sautján milljónir króna) og fyrir að hafa logið að þinginu varðandi fjármál hans og kosningasjóði. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Mál George Santos Tengdar fréttir Aðstoðarmaður lygna þingmannsins ákærður fyrir svik og pretti Fyrrverandi aðstoðarmaður George Santos, alræmds fulltrúadeildarþingmanns Repúblikanaflokksins, var ákærður fyrir að þykjast vera háttsettur aðstoðarmaður eins leiðtoga flokksins þegar hann safnaði fé fyrir Santos í gær. Þingmaðurinn er sjálfur ákærður fyrir fjársvik og fleiri glæpi. 17. ágúst 2023 08:43 Neitar sök og ætlar ekki að segja af sér George Santos, fulltrúadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins, neitaði sök þegar hann kom fyrir alríkisdómara í dag. Þrátt fyrir að þingmaðurinn sé ákærður fyrir fjársvik og peningaþvætti ætlar hann ekki að segja af sér embætti. 10. maí 2023 21:53 George Santos: „Ég hef verið hræðilegur lygari“ Þingmaður Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum viðurkenndi í gær að hafa logið til um margt sem tengist fortíð hans. Aðspurður hvers vegna hann hafi logið sagðist hann hafa gert það áður og komist upp með það þá. 21. febrúar 2023 10:32 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Sjá meira
Santos var kjörinn á þing fyrir rúmu ári en honum tókst að snúa kjördæmi í New York sem hafði um árabil verið í höndum Demókrata. Skömmu eftir að hann vann fóru fregnir af lygum hans og ósannleika að berast. Former Rep. George Santos departs the U.S. Capitol following his expulsion. pic.twitter.com/XZrvGdtyaU— CSPAN (@cspan) December 1, 2023 Meðal annars hafði hann sagt ósatt um að hann væri af gyðingaættum, um menntun sína og um meintan starfsferil sinn hjá fjárfestingafélögum á Wall Street. Hann laug einnig um feril sinn í blaki og um að hann hefði rekið neyðarskýli fyrir hunda og ketti, svo eitthvað sé nefnt. Sjá einnig: Ferilskrá verðandi þingmanns talin vera uppspuni Þetta var í annað sinn sem þingmenn greiddu atkvæði um að vísa Santos af þingi en hann stóð þá fyrri af sér en tvo þriðju þingmanna þarf til að vísa þingmanni af þingi. Fulltrúadeildin skiptis 222-213 milli flokka með Repúblikana í meirihluta. Miðað við mætingu þurftu 282 þingmenn að greiða atkvæði með því að vísa honum af þingi. Að þessu sinni greiddu 311 þingmenn atkvæði með því að vísa Santos af þingi. 114 sögðu nei og tveir sátu hjá. Santos varð þar með einungis sjötti þingmaðurinn í sögu Bandaríkjanna sem vísað er af þingi. Speaker Johnson announces that Santos has been expelled pic.twitter.com/6ou2ckLLPt— Aaron Rupar (@atrupar) December 1, 2023 Atkvæðagreiðslan var haldin í kjölfar þess að siðferðisnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings birti harðorða skýrslu um Santos, þar sem hann var sakaður um að nota hvert tækifæri til að hagnast persónulega. Nefndin sagði Santos hafa vísvitandi sent rangar upplýsingar til kosningastjórnar Bandaríkjanna, notað kosningasjóði sína í einkaþágu og brotið siðferðisreglur þingsins varðandi hagsmunaskrá. Í skýrslu nefndarinnar segir að gögn hafi verið send til saksóknara sem ákærður Santos fyrr á árinu fyrir fjársvik. Hann var upprunalega ákærður í þrettán liðum. Sjö ákæruliðir snúa að fjársvikum, þrír af fjárþvætti, einn af stuldi úr opinberum sjóðum og tveir að lygum að þinginu. Ákæruliðunum var svo fjölgað seinna. Í grófum dráttum er hann sakaður um að svíkja fé frá bakhjörlum sínum, nota það fé í einkaþágu, fengið atvinnuleysisbætur á sama tíma og hann vann hjá fjárfestingafélagi með 120 þúsund dali í laun á ári (um sautján milljónir króna) og fyrir að hafa logið að þinginu varðandi fjármál hans og kosningasjóði.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Mál George Santos Tengdar fréttir Aðstoðarmaður lygna þingmannsins ákærður fyrir svik og pretti Fyrrverandi aðstoðarmaður George Santos, alræmds fulltrúadeildarþingmanns Repúblikanaflokksins, var ákærður fyrir að þykjast vera háttsettur aðstoðarmaður eins leiðtoga flokksins þegar hann safnaði fé fyrir Santos í gær. Þingmaðurinn er sjálfur ákærður fyrir fjársvik og fleiri glæpi. 17. ágúst 2023 08:43 Neitar sök og ætlar ekki að segja af sér George Santos, fulltrúadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins, neitaði sök þegar hann kom fyrir alríkisdómara í dag. Þrátt fyrir að þingmaðurinn sé ákærður fyrir fjársvik og peningaþvætti ætlar hann ekki að segja af sér embætti. 10. maí 2023 21:53 George Santos: „Ég hef verið hræðilegur lygari“ Þingmaður Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum viðurkenndi í gær að hafa logið til um margt sem tengist fortíð hans. Aðspurður hvers vegna hann hafi logið sagðist hann hafa gert það áður og komist upp með það þá. 21. febrúar 2023 10:32 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Sjá meira
Aðstoðarmaður lygna þingmannsins ákærður fyrir svik og pretti Fyrrverandi aðstoðarmaður George Santos, alræmds fulltrúadeildarþingmanns Repúblikanaflokksins, var ákærður fyrir að þykjast vera háttsettur aðstoðarmaður eins leiðtoga flokksins þegar hann safnaði fé fyrir Santos í gær. Þingmaðurinn er sjálfur ákærður fyrir fjársvik og fleiri glæpi. 17. ágúst 2023 08:43
Neitar sök og ætlar ekki að segja af sér George Santos, fulltrúadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins, neitaði sök þegar hann kom fyrir alríkisdómara í dag. Þrátt fyrir að þingmaðurinn sé ákærður fyrir fjársvik og peningaþvætti ætlar hann ekki að segja af sér embætti. 10. maí 2023 21:53
George Santos: „Ég hef verið hræðilegur lygari“ Þingmaður Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum viðurkenndi í gær að hafa logið til um margt sem tengist fortíð hans. Aðspurður hvers vegna hann hafi logið sagðist hann hafa gert það áður og komist upp með það þá. 21. febrúar 2023 10:32