Kláði, verkir, bólgur og sýkingar algeng vegna myglunnar á Reykjalundi Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 1. desember 2023 18:30 Þær Árdís Björk Almarsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga, Halldóra Árnadóttir gjaldkeri, María Finnsdóttir félagsráðgjafi, Halldóra Árnadóttir, gjaldkeri, María Finnsdóttir ritari og Ásgerður hjúkrunarfræðingur stóðu allar í flutningum á Reykjalundi í dag vegna myglu. Vísir/Einar Tugir starfsmanna Reykjalundar þurftu að rýma húsnæði sitt í dag vegna myglu og lélegra loftgæða. Talið er að hluti þess sé ónýtt. Starfsfólk og sjúklingar hafa þurft frá að hverfa til skemmri og lengri tíma vegna veikinda. Starfsfólk á Reykjalundi brást hratt við tíðindum frá í gær um að stór hluti húsnæðisins væri myglað. Í dag stóðu yfir flutningar úr fimm sýktum álmum Reykjalundar og smáhýsum á lóð endurhæfingarmiðstöðvarinnar. Óvíst er hvort og hvenær starfsfólk getur flutt aftur í tvær álmur þar sem þær eru taldar svo heilsuspillandi. „Mikið sjokk“ Árdís Björk Almarsdóttir framkvæmdastjóri lækninga á Reykjalundi var í óðaönn að flytja frá C-álmu sem er er afar illa farið í annað húsnæði á endurhæfingarmiðstöðinni. „Það er auðvitað mikið sjokk þegar verið að loka svona stórum hluta húsnæðisins en fólk bjóst við þessu að hluta. Það er töluverður fjöldi starfsmanna sem hefur þurft að vera frá til lengri eða skemmri tíma. Einkennin eru allt frá höfuðverk, kláða, öndunarfærasýkingum og ennisholubólgum. Þá hafa sumir sjúklingar sem hafa búið í smáhýsunum sem eru sýkt þurft að hætta meðferð vegna slíkra einkenna,“ segir Árdís. Halldóra Árnadóttir gjaldkeri hefur starfað á Reykjalundi í 40 ár. Hún segist ekki sjálf hafa fundið fyrir einkennum en sumir hafi þolað ástandið afar illa. „Stúlkan sem hefur verið hérna við hliðina á mér hefur unnið heima síðustu tvo mánuði, hún þolir ekki við. Hún hefur reynt að koma aftur á skrifstofuna en það gengur ekki hún fær alltaf aftur slæm einkenni. Fólk kvartar yfir kláða, höfuðverk og ertingu í öndunarvegi. Þetta er alls konar,“ segir Halldóra sem bætir við að hún muni þó sakna plássins sem sé bæði rúmt og útsýnið gott. Gæti haft áhrif á starfsemina Næstum tuttugu starfsmenn C-álmunnar fluttu í annað húsnæði á vegum Reykjalundar í dag. Þar voru margir sem höfðu fundið fyrir einkennum vegna myglunnar. „Það voru flestir búnir að finna einhver einkenni, kinnholubólgur, hæsi, hálsærindi, höfuðverki, kláði. Það er ýmislegt sem við höfum fundið síðustu misseri sögðu þær Ásgerður og Yrja Dögg sem voru að flytja sig um set frá C-álmu. Þær sögðu að nú þyrfti teymið á deildinni að flytja sig hingað og þangað og það gæti óneitanlega haft áhrif á starfsemina. María Finnsdóttir félagsráðgjafi á C-deild sagði marga hafa fundið fyrir einkennum vegna myglunnar. „Ég er sjálf búin að vera með kinnholusýkingu í sjö vikur og er búin með tvo sýklalyfjakúra. Ég veit ekki hvort það tengist þessari myglu en það er ekki ólíklegt,“ sagði María. Alls missa 32 af 180 starfsmönnum með þessu starfsaðstöðu sína auk þess sem hluta þess gistirýmis sem nýst hefur fólki af landsbyggðinni þarf að loka alfarið. Forstjóri Reykjalundar sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að stjórnvöld verða að stíga inn í og greiða fyrir viðhald á húsnæði stofnunarinnar. Enn hafa ekki komið viðbrögð þaðan samkvæmt upplýsingum fréttastofu í dag. Mygla Heilsa Heilbrigðismál Mosfellsbær Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Sjá meira
Starfsfólk á Reykjalundi brást hratt við tíðindum frá í gær um að stór hluti húsnæðisins væri myglað. Í dag stóðu yfir flutningar úr fimm sýktum álmum Reykjalundar og smáhýsum á lóð endurhæfingarmiðstöðvarinnar. Óvíst er hvort og hvenær starfsfólk getur flutt aftur í tvær álmur þar sem þær eru taldar svo heilsuspillandi. „Mikið sjokk“ Árdís Björk Almarsdóttir framkvæmdastjóri lækninga á Reykjalundi var í óðaönn að flytja frá C-álmu sem er er afar illa farið í annað húsnæði á endurhæfingarmiðstöðinni. „Það er auðvitað mikið sjokk þegar verið að loka svona stórum hluta húsnæðisins en fólk bjóst við þessu að hluta. Það er töluverður fjöldi starfsmanna sem hefur þurft að vera frá til lengri eða skemmri tíma. Einkennin eru allt frá höfuðverk, kláða, öndunarfærasýkingum og ennisholubólgum. Þá hafa sumir sjúklingar sem hafa búið í smáhýsunum sem eru sýkt þurft að hætta meðferð vegna slíkra einkenna,“ segir Árdís. Halldóra Árnadóttir gjaldkeri hefur starfað á Reykjalundi í 40 ár. Hún segist ekki sjálf hafa fundið fyrir einkennum en sumir hafi þolað ástandið afar illa. „Stúlkan sem hefur verið hérna við hliðina á mér hefur unnið heima síðustu tvo mánuði, hún þolir ekki við. Hún hefur reynt að koma aftur á skrifstofuna en það gengur ekki hún fær alltaf aftur slæm einkenni. Fólk kvartar yfir kláða, höfuðverk og ertingu í öndunarvegi. Þetta er alls konar,“ segir Halldóra sem bætir við að hún muni þó sakna plássins sem sé bæði rúmt og útsýnið gott. Gæti haft áhrif á starfsemina Næstum tuttugu starfsmenn C-álmunnar fluttu í annað húsnæði á vegum Reykjalundar í dag. Þar voru margir sem höfðu fundið fyrir einkennum vegna myglunnar. „Það voru flestir búnir að finna einhver einkenni, kinnholubólgur, hæsi, hálsærindi, höfuðverki, kláði. Það er ýmislegt sem við höfum fundið síðustu misseri sögðu þær Ásgerður og Yrja Dögg sem voru að flytja sig um set frá C-álmu. Þær sögðu að nú þyrfti teymið á deildinni að flytja sig hingað og þangað og það gæti óneitanlega haft áhrif á starfsemina. María Finnsdóttir félagsráðgjafi á C-deild sagði marga hafa fundið fyrir einkennum vegna myglunnar. „Ég er sjálf búin að vera með kinnholusýkingu í sjö vikur og er búin með tvo sýklalyfjakúra. Ég veit ekki hvort það tengist þessari myglu en það er ekki ólíklegt,“ sagði María. Alls missa 32 af 180 starfsmönnum með þessu starfsaðstöðu sína auk þess sem hluta þess gistirýmis sem nýst hefur fólki af landsbyggðinni þarf að loka alfarið. Forstjóri Reykjalundar sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að stjórnvöld verða að stíga inn í og greiða fyrir viðhald á húsnæði stofnunarinnar. Enn hafa ekki komið viðbrögð þaðan samkvæmt upplýsingum fréttastofu í dag.
Mygla Heilsa Heilbrigðismál Mosfellsbær Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Sjá meira