,,Búinn að vera hérna nánast daglega síðan 1998” Ágúst Orri Arnarson skrifar 1. desember 2023 22:52 Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftaness, á hliðarlínunni í leik kvöldsins Vísir/Hulda Margrét ,,Það voru tilfinningar fyrir þennan leik, ég lýg því ekki,” sagði Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftaness, eftir magnaðan sigur gegn Stjörnunni í nágrannaslag í Subway-deild karla í kvöld. Kjartan Atli þekkir Stjörnuna vel eftir að hafa spilað þar lengi sem leikmaður og eftir það var hann líka þjálfari hjá félaginu. Í kvöld mætti hann sem andstæðingur og náði í flottan sigur með sitt lið. ,,Okkur fannst við pínu pressulausir eftir sigurinn gegn Val. Við komum inn í þennan leik og upplifðum ekki mikla pressu þannig. Fyrir mig persónulega, þá er ég búinn að vera hérna nánast daglega síðan 1998. Mér langaði í þennan sigur. Ég ætla ekki að ljúga því að þetta hafði ekki þýðingu. Þetta var skemmtilegur leikur og ég er ótrúlega stoltur af strákunum.” ,,Stjarnan er frábært lið. Þeir eru rosalega góðir að keyra niður tempóið og hægja á því. Þeir eru alltaf að reyna að finna glufur á vörninni og eru rosalega góðir í því. Við töluðum um það fyrir leik að fara ekki of hátt og ekki of lágt, halda okkur við leikplanið. Mér fannst strákarnir vera mjög einbeittir. Ville Tahvanainen kom svo með risaþrista. Hann skaut okkur aftur inn í leikinn.” Tahvanainen var fenginn frá Haukum í leikmannaskiptum - sem er nýjung í íslenskum körfubolta - fyrr í þessari viku og var hann að spila sinn fyrsta leik fyrir félagið. Hann átti stórleik og setti mikilvæg skot. ,,Þessi skipti gengu fullkomlega upp fyrir bæði lið í fyrstu umferð. Ville var gæinn sem okkur vantaði, sem er tilbúinn að teygja á gólfinu. Haukarnir fengu frábæran leikmann og frábæra persónu í Daniel Love. Þetta eru tveir öðlingar. Þeir eru sáttir, Haukar eru sáttir og Álftanes er sátt. Ég held að það séu allir sáttir við þetta,” sagði Kjartan Atli að lokum. ,,Þetta gerist ekki í úrslitakeppninni” Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, var skiljanlega svekktur eftir tapið gegn Álftanesi í Subway-deildinni í kvöld. Stjarnan náði tvisvar níu stiga forskoti í leiknum en missti það frá sér í bæði skiptin. ,,Fyrra forskotið, hvernig við komum út úr fyrri hálfleiknum var mjög slæmt. Hitt forskotið, í minningunni, þá fannst mér við gera ágætlega. Þeir setja erfið skot. Mér fannst við spila allt í lagi á þeim tíma en þeir mjög vel. Í fyrra áhlaupinu þá vorum við ekki að spila vel og það var erfiðara,” sagði Arnar eftir leik. Stjörnumenn gerðu heimskuleg mistök sem reyndust dýrkeypt. Þeir voru þá að setja Álftnesinga of mikið á vítalínuna. ,,Við töluðum um það núna. Antti fær tæknivillu sem er dýr og Kevin fær á sig óíþróttamannslega villu sem er dýr. Við setjum þá of mikið á vítalínuna. Þeir skjóta 20 og eitthvað vítum. Þegar við erum að spila vel varnarlega erum við að gera okkur seka um að gefa þeim vítaskot.” ,,Við erum í desember og núna lögum við þetta hjá okkur. Við lærum af þessu og þetta gerist ekki í úrslitakeppninni. Þetta er drullufúlt og við þurfum að laga þetta,” sagði Arnar og bætti við: ,,Við erum það lið í deildinni sem er að brjóta mest, við erum að gefa flest vítaskot í deildinni miðað við hlutfall sókn. Við þurfum að bæta það. Alls staðar annars staðar erum við eitt besta liðið. Um leið og við lögum þetta, þá held ég að við verðum mjög góðir.” Subway-deild karla Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Fleiri fréttir Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Sjá meira
Kjartan Atli þekkir Stjörnuna vel eftir að hafa spilað þar lengi sem leikmaður og eftir það var hann líka þjálfari hjá félaginu. Í kvöld mætti hann sem andstæðingur og náði í flottan sigur með sitt lið. ,,Okkur fannst við pínu pressulausir eftir sigurinn gegn Val. Við komum inn í þennan leik og upplifðum ekki mikla pressu þannig. Fyrir mig persónulega, þá er ég búinn að vera hérna nánast daglega síðan 1998. Mér langaði í þennan sigur. Ég ætla ekki að ljúga því að þetta hafði ekki þýðingu. Þetta var skemmtilegur leikur og ég er ótrúlega stoltur af strákunum.” ,,Stjarnan er frábært lið. Þeir eru rosalega góðir að keyra niður tempóið og hægja á því. Þeir eru alltaf að reyna að finna glufur á vörninni og eru rosalega góðir í því. Við töluðum um það fyrir leik að fara ekki of hátt og ekki of lágt, halda okkur við leikplanið. Mér fannst strákarnir vera mjög einbeittir. Ville Tahvanainen kom svo með risaþrista. Hann skaut okkur aftur inn í leikinn.” Tahvanainen var fenginn frá Haukum í leikmannaskiptum - sem er nýjung í íslenskum körfubolta - fyrr í þessari viku og var hann að spila sinn fyrsta leik fyrir félagið. Hann átti stórleik og setti mikilvæg skot. ,,Þessi skipti gengu fullkomlega upp fyrir bæði lið í fyrstu umferð. Ville var gæinn sem okkur vantaði, sem er tilbúinn að teygja á gólfinu. Haukarnir fengu frábæran leikmann og frábæra persónu í Daniel Love. Þetta eru tveir öðlingar. Þeir eru sáttir, Haukar eru sáttir og Álftanes er sátt. Ég held að það séu allir sáttir við þetta,” sagði Kjartan Atli að lokum. ,,Þetta gerist ekki í úrslitakeppninni” Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, var skiljanlega svekktur eftir tapið gegn Álftanesi í Subway-deildinni í kvöld. Stjarnan náði tvisvar níu stiga forskoti í leiknum en missti það frá sér í bæði skiptin. ,,Fyrra forskotið, hvernig við komum út úr fyrri hálfleiknum var mjög slæmt. Hitt forskotið, í minningunni, þá fannst mér við gera ágætlega. Þeir setja erfið skot. Mér fannst við spila allt í lagi á þeim tíma en þeir mjög vel. Í fyrra áhlaupinu þá vorum við ekki að spila vel og það var erfiðara,” sagði Arnar eftir leik. Stjörnumenn gerðu heimskuleg mistök sem reyndust dýrkeypt. Þeir voru þá að setja Álftnesinga of mikið á vítalínuna. ,,Við töluðum um það núna. Antti fær tæknivillu sem er dýr og Kevin fær á sig óíþróttamannslega villu sem er dýr. Við setjum þá of mikið á vítalínuna. Þeir skjóta 20 og eitthvað vítum. Þegar við erum að spila vel varnarlega erum við að gera okkur seka um að gefa þeim vítaskot.” ,,Við erum í desember og núna lögum við þetta hjá okkur. Við lærum af þessu og þetta gerist ekki í úrslitakeppninni. Þetta er drullufúlt og við þurfum að laga þetta,” sagði Arnar og bætti við: ,,Við erum það lið í deildinni sem er að brjóta mest, við erum að gefa flest vítaskot í deildinni miðað við hlutfall sókn. Við þurfum að bæta það. Alls staðar annars staðar erum við eitt besta liðið. Um leið og við lögum þetta, þá held ég að við verðum mjög góðir.”
Subway-deild karla Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Fleiri fréttir Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Sjá meira