,,Búinn að vera hérna nánast daglega síðan 1998” Ágúst Orri Arnarson skrifar 1. desember 2023 22:52 Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftaness, á hliðarlínunni í leik kvöldsins Vísir/Hulda Margrét ,,Það voru tilfinningar fyrir þennan leik, ég lýg því ekki,” sagði Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftaness, eftir magnaðan sigur gegn Stjörnunni í nágrannaslag í Subway-deild karla í kvöld. Kjartan Atli þekkir Stjörnuna vel eftir að hafa spilað þar lengi sem leikmaður og eftir það var hann líka þjálfari hjá félaginu. Í kvöld mætti hann sem andstæðingur og náði í flottan sigur með sitt lið. ,,Okkur fannst við pínu pressulausir eftir sigurinn gegn Val. Við komum inn í þennan leik og upplifðum ekki mikla pressu þannig. Fyrir mig persónulega, þá er ég búinn að vera hérna nánast daglega síðan 1998. Mér langaði í þennan sigur. Ég ætla ekki að ljúga því að þetta hafði ekki þýðingu. Þetta var skemmtilegur leikur og ég er ótrúlega stoltur af strákunum.” ,,Stjarnan er frábært lið. Þeir eru rosalega góðir að keyra niður tempóið og hægja á því. Þeir eru alltaf að reyna að finna glufur á vörninni og eru rosalega góðir í því. Við töluðum um það fyrir leik að fara ekki of hátt og ekki of lágt, halda okkur við leikplanið. Mér fannst strákarnir vera mjög einbeittir. Ville Tahvanainen kom svo með risaþrista. Hann skaut okkur aftur inn í leikinn.” Tahvanainen var fenginn frá Haukum í leikmannaskiptum - sem er nýjung í íslenskum körfubolta - fyrr í þessari viku og var hann að spila sinn fyrsta leik fyrir félagið. Hann átti stórleik og setti mikilvæg skot. ,,Þessi skipti gengu fullkomlega upp fyrir bæði lið í fyrstu umferð. Ville var gæinn sem okkur vantaði, sem er tilbúinn að teygja á gólfinu. Haukarnir fengu frábæran leikmann og frábæra persónu í Daniel Love. Þetta eru tveir öðlingar. Þeir eru sáttir, Haukar eru sáttir og Álftanes er sátt. Ég held að það séu allir sáttir við þetta,” sagði Kjartan Atli að lokum. ,,Þetta gerist ekki í úrslitakeppninni” Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, var skiljanlega svekktur eftir tapið gegn Álftanesi í Subway-deildinni í kvöld. Stjarnan náði tvisvar níu stiga forskoti í leiknum en missti það frá sér í bæði skiptin. ,,Fyrra forskotið, hvernig við komum út úr fyrri hálfleiknum var mjög slæmt. Hitt forskotið, í minningunni, þá fannst mér við gera ágætlega. Þeir setja erfið skot. Mér fannst við spila allt í lagi á þeim tíma en þeir mjög vel. Í fyrra áhlaupinu þá vorum við ekki að spila vel og það var erfiðara,” sagði Arnar eftir leik. Stjörnumenn gerðu heimskuleg mistök sem reyndust dýrkeypt. Þeir voru þá að setja Álftnesinga of mikið á vítalínuna. ,,Við töluðum um það núna. Antti fær tæknivillu sem er dýr og Kevin fær á sig óíþróttamannslega villu sem er dýr. Við setjum þá of mikið á vítalínuna. Þeir skjóta 20 og eitthvað vítum. Þegar við erum að spila vel varnarlega erum við að gera okkur seka um að gefa þeim vítaskot.” ,,Við erum í desember og núna lögum við þetta hjá okkur. Við lærum af þessu og þetta gerist ekki í úrslitakeppninni. Þetta er drullufúlt og við þurfum að laga þetta,” sagði Arnar og bætti við: ,,Við erum það lið í deildinni sem er að brjóta mest, við erum að gefa flest vítaskot í deildinni miðað við hlutfall sókn. Við þurfum að bæta það. Alls staðar annars staðar erum við eitt besta liðið. Um leið og við lögum þetta, þá held ég að við verðum mjög góðir.” Subway-deild karla Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Handbolti Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Fótbolti Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sport Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Fótbolti Fleiri fréttir Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Sjá meira
Kjartan Atli þekkir Stjörnuna vel eftir að hafa spilað þar lengi sem leikmaður og eftir það var hann líka þjálfari hjá félaginu. Í kvöld mætti hann sem andstæðingur og náði í flottan sigur með sitt lið. ,,Okkur fannst við pínu pressulausir eftir sigurinn gegn Val. Við komum inn í þennan leik og upplifðum ekki mikla pressu þannig. Fyrir mig persónulega, þá er ég búinn að vera hérna nánast daglega síðan 1998. Mér langaði í þennan sigur. Ég ætla ekki að ljúga því að þetta hafði ekki þýðingu. Þetta var skemmtilegur leikur og ég er ótrúlega stoltur af strákunum.” ,,Stjarnan er frábært lið. Þeir eru rosalega góðir að keyra niður tempóið og hægja á því. Þeir eru alltaf að reyna að finna glufur á vörninni og eru rosalega góðir í því. Við töluðum um það fyrir leik að fara ekki of hátt og ekki of lágt, halda okkur við leikplanið. Mér fannst strákarnir vera mjög einbeittir. Ville Tahvanainen kom svo með risaþrista. Hann skaut okkur aftur inn í leikinn.” Tahvanainen var fenginn frá Haukum í leikmannaskiptum - sem er nýjung í íslenskum körfubolta - fyrr í þessari viku og var hann að spila sinn fyrsta leik fyrir félagið. Hann átti stórleik og setti mikilvæg skot. ,,Þessi skipti gengu fullkomlega upp fyrir bæði lið í fyrstu umferð. Ville var gæinn sem okkur vantaði, sem er tilbúinn að teygja á gólfinu. Haukarnir fengu frábæran leikmann og frábæra persónu í Daniel Love. Þetta eru tveir öðlingar. Þeir eru sáttir, Haukar eru sáttir og Álftanes er sátt. Ég held að það séu allir sáttir við þetta,” sagði Kjartan Atli að lokum. ,,Þetta gerist ekki í úrslitakeppninni” Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, var skiljanlega svekktur eftir tapið gegn Álftanesi í Subway-deildinni í kvöld. Stjarnan náði tvisvar níu stiga forskoti í leiknum en missti það frá sér í bæði skiptin. ,,Fyrra forskotið, hvernig við komum út úr fyrri hálfleiknum var mjög slæmt. Hitt forskotið, í minningunni, þá fannst mér við gera ágætlega. Þeir setja erfið skot. Mér fannst við spila allt í lagi á þeim tíma en þeir mjög vel. Í fyrra áhlaupinu þá vorum við ekki að spila vel og það var erfiðara,” sagði Arnar eftir leik. Stjörnumenn gerðu heimskuleg mistök sem reyndust dýrkeypt. Þeir voru þá að setja Álftnesinga of mikið á vítalínuna. ,,Við töluðum um það núna. Antti fær tæknivillu sem er dýr og Kevin fær á sig óíþróttamannslega villu sem er dýr. Við setjum þá of mikið á vítalínuna. Þeir skjóta 20 og eitthvað vítum. Þegar við erum að spila vel varnarlega erum við að gera okkur seka um að gefa þeim vítaskot.” ,,Við erum í desember og núna lögum við þetta hjá okkur. Við lærum af þessu og þetta gerist ekki í úrslitakeppninni. Þetta er drullufúlt og við þurfum að laga þetta,” sagði Arnar og bætti við: ,,Við erum það lið í deildinni sem er að brjóta mest, við erum að gefa flest vítaskot í deildinni miðað við hlutfall sókn. Við þurfum að bæta það. Alls staðar annars staðar erum við eitt besta liðið. Um leið og við lögum þetta, þá held ég að við verðum mjög góðir.”
Subway-deild karla Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Handbolti Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Fótbolti Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sport Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Fótbolti Fleiri fréttir Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga