Enski boltinn

Ange: Stóru liðin víkja ekki frá sínu plani

Dagur Lárusson skrifar
Ange Postecoglou.
Ange Postecoglou. vísir/getty

Ange Postecoglou, þjálfari Tottenham, segist vera spenntur fyrir viðureign síns liðs gegn Manchester City á Ethiad vellinum á morgun.

Tottenham hefur gengið hrikalega síðustu vikur í ensku úrvalsdeildinni en liðið hefur tapað þremur leikjum í röð og hefur misst lykilmenn líkt og James Maddison og Micky Van de Ven í löng meiðsli.

„Ég vona að þetta verði frábær leikur. Við vorum virkilega vonsviknir eftir leikinn gegn Villa því við spiluðum vel þar og við hefðum getað skorað fimm til sex mörk,“ byrjaði Ange að segja.

„Manchester City mögulega besta lið í heimi og ég er alltaf spenntur fyrir svona leikjum. Þú vilt prófa sjálfan þig gegn stóru liðunum, þú munt kannski ekki vinna leikinn en þú munt gefa þig allan í verkefnið og spila á þá vegu sem við viljum,“ hélt Ange áfram.

„Það er létt að prófa sjálfan sig og sitt lið þegar gengur vel, en það er mikilvægara að prófa sjálfan sig þegar það gengur illa.“

„Þegar ég horfi á toppliðin spila þá eiga þau öll eitthvað eitt sameiginlegt, þau eru með plan og þau halda sér við það. Þau víkja ekki frá planinu sama hver mótherjinn er og þannig viljum við vera,“ endaði Ange Postecoglou á að segja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×