Enski boltinn

Ten Hag: Onana er sterkur karakter

Dagur Lárusson skrifar
Erik Ten Hag.
Erik Ten Hag. Vísir/getty

Erik Ten Hag, þjálfari Manchester United, kom Andre Onana til varnar á fréttamannafundi í gær.

Onana hefur verið mikið gagnrýndur fyrir frammistöðu sína fyrir Manchester United í vetur en hann hefur gert mikið af mistökum sem hafa kostað liðið.

„Ef þú lítur á tölfræðina þá er hann annar besti markvörður deildarinnar á þessu tímabili. Hann er með næst bestu tölfræðina þegar kemur að vörðum skotum,“ byrjaði Ten Hag að segja.

„Hann er sterkur karakter og hann er að standa sig vel. Hann veit sjálfur að hann gerði nokkur mistök í Meistaradeildinni en þegar á heildina er litið og fyrstu fimm mánuðina þá er hann að standa sig mjög vel,“ hélt Ten Hag áfram að segja.

„Það er einnig hægt að líta á það hvernig hann virðist alltaf bregaðst við eftir að hafa átt slæma frammistöðu. Gegn Bayern átti hann ekki góðan leik en þremur dögum seinna gegn Burneley var hann algjörlega frábær,“ endaði Erik Ten Hag að segja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×