Sport

Nadal: Sjáumst í janúar

Dagur Lárusson skrifar
Rafael Nadal.
Rafael Nadal. Vísir/getty

Rafael Nadal, spænski tennisleikarinn, hefur tilkynnt það að hann mun mæta aftur á völlinn í janúar.

Nadal hefur verið frá keppni í rúmt ár vegna meiðsla en hann stefnir nú á að mæta til leiks aftur á á Opna ástralska mótinu í Brisbane í janúar.

„Eftir ár frá keppni þá er tími til þess að koma til baka. Ég mun vera í Brisbane fyrstu vikuna í janúar, sjáumst þar,“ sagði Rafael Nadal í stuttu myndbandi á X reikningi sínum í gær en myndbandið má sjá hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×