Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Sindri Sverrisson skrifar 21. janúar 2025 08:00 Brottrekstur Ives Serneels virðist hafa komið eins og þruma úr heiðskíru lofti en Elísabet Gunnarsdóttir er tekin við af honum og mun stýra Belgum næstu árin. Samsett/Getty/RBFA Ives Serneels, forveri Elísabetar Gunnarsdóttur í starfi landsliðsþjálfara Belgíu í fótbolta, hafði verið í fjórtán ár í starfi þegar honum var óvænt sagt upp með myndsímtali á föstudaginn. Belgíski miðillinn Het Laatste Nieuws greinir frá þessu og virðist uppsögn Serneels hafa verið afar óvænt. Ljóst er að forráðamenn belgíska knattspyrnusambandsins hafa verið komnir með Elísabetu í sigtið því hún var svo formlega tilkynnt sem nýr þjálfari kvennalandsliðs Belgíu í gær. Elísabet kvaðst í samtali við Vísi ekki vilja ræða brotthvarf Serneels en viðtal við hana birtist í Sportpakkanum á Stöð 2 í kvöld. Var að fylgjast með landsliðskonum í Mílanó Serneels var staddur í Mílanó þegar hann var rekinn, og hafði kvöldið áður fylgst með fimm belgískum landsliðskonum spila í bikarleik Inter og Sassuolo. HLN segir að Serneels hafi verið í óða önn við að undirbúa belgíska liðið sem best fyrir Evrópumótið í Sviss í sumar, eftir að hafa stýrt því til sigurs gegn Úkraínu í umspili í byrjun desember. Eins og fyrr segir hafði Serneels verið lengi þjálfari belgíska liðsins og komið því inn á fyrstu stórmót þess; EM 2017 í Hollandi og EM 2022 í Englandi, þar sem liðið var einmitt í riðli með Íslandi og komst áfram í 8-liða úrslitin en féll svo úr leik. Elísabet heldur Onzia í teyminu HLN segir að vídjósímtalið við Serneels hafi verið stutt og honum einfaldlega tjáð að hans krafta væri ekki lengur óskað. Í kjölfarið var svo fleirum úr starfsliðinu í kringum belgíska landsliðið sagt upp, þar á meðal aðstoðarþjálfaranum Kris Van Der Haegen, þar sem það var þegar ljóst að nýr, erlendur þjálfari, sem nú er ljóst að er Elísabet, kæmi með sinn eigin aðstoðarþjálfara. Sá er sænskur og heitir Magnus Palsson. Fyrrverandi landsliðskona Belgíu, Lenie Onzia, heldur hins vegar sæti sínu í þjálfarateyminu. Belgía og Ísland gerðu 1-1 jafntefli á síðasta EM, en Belgar komust áfram í 8-liða úrslitin, undir stjórn Ives Serneels sem nú hefur verið rekinn.Getty Á föstudaginn var einnig tilkynnt að þjálfari karlalandsliðs Belgíu, Domenico Tedesco, hefði verið rekinn. HLN bendir á það að í þeirri tilkynningu hafi birst ummæli frá Tedesco þar sem hann sagði meðal annars að „fallegri sögu væri því miður núna lokið“, en að í tilkynningunni um brotthvarf Serneels væru engin ummæli frá honum. Gæti mætt Íslandi á EM Elísabetu er ætlað að koma belgíska kvennalandsliðinu, sem er í 19. sæti heimslistans, upp á næsta stig. Hún á krefjandi verkefni fyrir höndum á EM í Sviss í sumar þar sem Belgía er í riðli með heimsmeisturum Spánar, Ítalíu og Portúgal. Sá möguleiki er fyrir hendi að Elísabet stýri svo Belgum gegn Íslandi í 8-liða úrslitum, ef bæði lið komast upp úr sínum riðli. Belgíski boltinn Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Fram - FH | Fyrsti heimaleikur Fram í efstu deild í 37 ár Í beinni: Stjarnan - Víkingur | Bæði lið fengu skell síðast Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Blikar virka ógnvekjandi Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Sjá meira
Belgíski miðillinn Het Laatste Nieuws greinir frá þessu og virðist uppsögn Serneels hafa verið afar óvænt. Ljóst er að forráðamenn belgíska knattspyrnusambandsins hafa verið komnir með Elísabetu í sigtið því hún var svo formlega tilkynnt sem nýr þjálfari kvennalandsliðs Belgíu í gær. Elísabet kvaðst í samtali við Vísi ekki vilja ræða brotthvarf Serneels en viðtal við hana birtist í Sportpakkanum á Stöð 2 í kvöld. Var að fylgjast með landsliðskonum í Mílanó Serneels var staddur í Mílanó þegar hann var rekinn, og hafði kvöldið áður fylgst með fimm belgískum landsliðskonum spila í bikarleik Inter og Sassuolo. HLN segir að Serneels hafi verið í óða önn við að undirbúa belgíska liðið sem best fyrir Evrópumótið í Sviss í sumar, eftir að hafa stýrt því til sigurs gegn Úkraínu í umspili í byrjun desember. Eins og fyrr segir hafði Serneels verið lengi þjálfari belgíska liðsins og komið því inn á fyrstu stórmót þess; EM 2017 í Hollandi og EM 2022 í Englandi, þar sem liðið var einmitt í riðli með Íslandi og komst áfram í 8-liða úrslitin en féll svo úr leik. Elísabet heldur Onzia í teyminu HLN segir að vídjósímtalið við Serneels hafi verið stutt og honum einfaldlega tjáð að hans krafta væri ekki lengur óskað. Í kjölfarið var svo fleirum úr starfsliðinu í kringum belgíska landsliðið sagt upp, þar á meðal aðstoðarþjálfaranum Kris Van Der Haegen, þar sem það var þegar ljóst að nýr, erlendur þjálfari, sem nú er ljóst að er Elísabet, kæmi með sinn eigin aðstoðarþjálfara. Sá er sænskur og heitir Magnus Palsson. Fyrrverandi landsliðskona Belgíu, Lenie Onzia, heldur hins vegar sæti sínu í þjálfarateyminu. Belgía og Ísland gerðu 1-1 jafntefli á síðasta EM, en Belgar komust áfram í 8-liða úrslitin, undir stjórn Ives Serneels sem nú hefur verið rekinn.Getty Á föstudaginn var einnig tilkynnt að þjálfari karlalandsliðs Belgíu, Domenico Tedesco, hefði verið rekinn. HLN bendir á það að í þeirri tilkynningu hafi birst ummæli frá Tedesco þar sem hann sagði meðal annars að „fallegri sögu væri því miður núna lokið“, en að í tilkynningunni um brotthvarf Serneels væru engin ummæli frá honum. Gæti mætt Íslandi á EM Elísabetu er ætlað að koma belgíska kvennalandsliðinu, sem er í 19. sæti heimslistans, upp á næsta stig. Hún á krefjandi verkefni fyrir höndum á EM í Sviss í sumar þar sem Belgía er í riðli með heimsmeisturum Spánar, Ítalíu og Portúgal. Sá möguleiki er fyrir hendi að Elísabet stýri svo Belgum gegn Íslandi í 8-liða úrslitum, ef bæði lið komast upp úr sínum riðli.
Belgíski boltinn Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Fram - FH | Fyrsti heimaleikur Fram í efstu deild í 37 ár Í beinni: Stjarnan - Víkingur | Bæði lið fengu skell síðast Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Blikar virka ógnvekjandi Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Sjá meira