Handbolti

ÍBV úr leik eftir jafn­tefli í seinni leiknum

Dagur Lárusson skrifar
Sigtryggur Daði skoraði sjö mörk í dag.
Sigtryggur Daði skoraði sjö mörk í dag. Vísir/Hulda Margrét

ÍBV er úr leik í Evrópubikar karla í handbolta eftir jafntefli gegn Krems frá Austurríki í seinni leik liðanna í dag.

Fyrri leikurinn síðustu helgi endaði 30-28 fyrir Krems og því þurfti ÍBV að vinna leikinn í dag með þriggja marka mun til þess að komast áfram í 16-liða úrslitin.

Leikurinn var virkilega sveiflukenndur og skiptust liðin á að vera með forystuna, sérstaklega í seinni hálfleiknum.

Kremst var sterkari aðilinn í fyrri hálfleiknum og var staðan 13-19 fyrir Krems í leikhléi og því á brattan að sækja fyrir ÍBV í seinni.

Leikmenn ÍBV mættu þó tvíefldir til leiks í seinni og unnu upp forystu Krems og náðu forystunni í stöðunni 21-19. Ótrúlegar upphafs mínútur ÍBV þar sem liðið skoraði átta mörk gegn engu frá Krems.

En það var eftir þessar flottu upphafs mínútur ÍBV þar sem leikmenn Krems tóku aftur við sér og leikurinn varð virkilega spennandi og það var á þessum kafla þar sem liðin skiptust á að vera með forystuna.

ÍBV komst til dæmis í 23-22 en síðan var Krems komið í 24-25 og þannig spilaðist leikurinn allt til enda þar til liðin skildu jöfn. Lokatölur 32-32.

Markahæstir hjá ÍBV voru Sigtryggur Daði Rúnarsson og Daniel Vieira með sjö mörk en markahæstur hjá Krems var Marko Simek með ellefu mörk.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×