Erlent

Lög­regla ruddist inn á hin­segin skemmti­staði í Moskvu

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Ofsóknir stjórnvalda í Rússlandi á hendur hinsegin fólki hafa stigmagnast.
Ofsóknir stjórnvalda í Rússlandi á hendur hinsegin fólki hafa stigmagnast. AP

Lögreglan í Moskvu gerði húsleitir í fjölda hinsegin skemmtistaða í borginni í gær eftir að hæstiréttur þar í landi bannaði „alþjóðlegu LGBT-hreyfinguna“ í fyrradag.

Réttindi hinsegin fólks í Rússlandi hafa verið takmörkuð mikið undanfarin ár og ofsóknir stjórnvalda á hendur þeirra farið sívaxandi.

Samkvæmt BBC hélt lögregla gestum á staðnum á meðan það tók ljósmyndir skilríkjum þeirra. Einn gestanna sagði í viðtali við rússneska miðla að hann hafi óttast langa fangelsisvist.

Lögreglan sagði í tilkynningu að þeir væru að leita af eiturlyfjum en stjórnendur hafa ekki tjáð sig um málið.

„Í miðju fjörinu var skrúfað fyrir tónlistina og lögreglan streymdi inn,“ sagði einn gestanna og sagði að mikið af útlendingum hefði einnig verið á staðnum.

Samkvæmt BBC var gerð húsleit í að minnsta kosti þremur skemmtistöðum í borginni í gærkvöldi og myndefni frá vettvangi sýni lögreglubíl lagðan fyrir utan einn umræddra skemmtistaða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×