Durant þurfti 17 stig í leik Phoenix Suns gegn Denver Nuggets í nótt til að koma sér í tíunda sæti yfir stigahæstu leikmenn deildarinnar frá upphafi. Hann gerði mun betur en það og skilaði 30 stigum fyrir lið sitt.
Þrátt fyrir stigin 30 frá Durant mátti Phoenix Suns þola átta stiga tap gegn Nuggets, 119-111.
Kevin Durant hefur nú skorað 27.450 stig í NBA-deildinni, rétt rúmlega 800 stigum minna en Carmelo Anthony sem situr í níunda sæti listans. LeBron James er stigahæsti leikmaður deildarinnar frá upphafi með 39.140 stig og verður að teljast ólíklegt að met hans verði bætt í bráð.
Now 10th on the all-time scoring list: Kevin Durant 🔥 pic.twitter.com/ykEk7JUObn
— NBA (@NBA) December 2, 2023