Endurkoma Tiger Woods kom honum sjálfum „skemmtilega á óvart“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 3. desember 2023 12:46 Tiger Woods er mættur aftur á golfvöllinn. David Cannon/Getty Images Tiger Woods, einn besti kylfingur allra tíma, segir að endurkoma sín á golfvöllinn eftir meiðsli hafi komið honum sjálfum „skemmtilega á óvart.“ Woods leikur um þessar mundir á Hero World Challenge mótinu á Bahamaeyjum, en aðeins tuttugu kylfingar fá boð um að taka þátt í mótinu. Hann lék þriðja hring mótsins í gær á 71 höggi, eða einu höggi undir pari vallarins. „Það hefur komið skemmtilega á óvart hversu mikið ég hef náð að jafna mig á hverjum degi,“ sagði hinn 47 ára gamli Woods eftir hring gærdagsins. „Ég er enn með leikinn í mér, en þetta snýst bara um hvort líkaminn þoli þetta.“ Hero World Challenge Round 3 #tigerwoods #nike #golf pic.twitter.com/16ppsRLFWz— Ideal Golf (@idealgolfgame) December 3, 2023 Woods er að leika á sínu fyrsta móti síðan hann þurfti að draga sig úr keppni á Masters-mótinu sem fram fór í apríl á þessu ári. Hann situr í 16. sæti á Hero World Challenge fyrir lokadaginn og hefur leikið hringina þrjá samanlagt á pari. Scottie Scheffler trónir á toppnum fyrir lokahringinn á 16 höggum undir pari. Golf Mest lesið Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Hef klárlega áhuga á að stýra liðinu áfram“ Sport „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ Enski boltinn Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Enski boltinn Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Körfubolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Woods leikur um þessar mundir á Hero World Challenge mótinu á Bahamaeyjum, en aðeins tuttugu kylfingar fá boð um að taka þátt í mótinu. Hann lék þriðja hring mótsins í gær á 71 höggi, eða einu höggi undir pari vallarins. „Það hefur komið skemmtilega á óvart hversu mikið ég hef náð að jafna mig á hverjum degi,“ sagði hinn 47 ára gamli Woods eftir hring gærdagsins. „Ég er enn með leikinn í mér, en þetta snýst bara um hvort líkaminn þoli þetta.“ Hero World Challenge Round 3 #tigerwoods #nike #golf pic.twitter.com/16ppsRLFWz— Ideal Golf (@idealgolfgame) December 3, 2023 Woods er að leika á sínu fyrsta móti síðan hann þurfti að draga sig úr keppni á Masters-mótinu sem fram fór í apríl á þessu ári. Hann situr í 16. sæti á Hero World Challenge fyrir lokadaginn og hefur leikið hringina þrjá samanlagt á pari. Scottie Scheffler trónir á toppnum fyrir lokahringinn á 16 höggum undir pari.
Golf Mest lesið Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Hef klárlega áhuga á að stýra liðinu áfram“ Sport „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ Enski boltinn Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Enski boltinn Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Körfubolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti