Allt að sex ára fangelsisdómar í stóra skútumálinu Jón Þór Stefánsson og Árni Sæberg skrifa 4. desember 2023 14:59 Poul, Jonaz og Henry sögðust ekki hafa vitað af hassinu. Vísir/Vilhelm Þrír danskir ríkisborgarar voru sakfelldir í Héraðsdómi Reykjaness í dag fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot, með því að standa að innflutningi á 157 kílóum af hassi. Þeir sigldu frá Danmörku að Íslandi, þar sem fíkniefnin fundust, en þeir höfðu ætlað sér með þau til Grænlands. Tveir mannanna, sem báðir eru af grænlenskum uppruna, voru í skútunni. Það eru Poul Frederik Olsen 54 ára, sem hlaut sex ára fangelsisdóm, og Henry Fleischer 34 ára, sem hlaut fimm ára dóm. Þriðji maðurinn, hinn 21 árs gamli Jonaz Rud Vodder, var dæmdur í átján mánaða fangelsi, en hann kom til Íslands til að aðstoða hina tvo. Dómarnir þrír eru allir óskilorðsbundnir. Til frádráttar fangelsisvistinni kemur óslitið gæsluvarðhald sem mennirnir hafa sætt frá 24. júní síðastliðnum. Þeir voru dæmdir til að greiða á bilinu þrjár til fimm milljónir króna í málskostnað sem og óskipt fjórar milljónir króna í annan sakarkostnað. Þá var fallist á upptökukröfu eins og hún var sett fram í ákæru. Í aðalmeðferð málsins viðurkenndu mennirnir að miklu leyti sinn þátt í smyglinu, en vildu þó meina að þeir hefðu ekki verið meðvitaðir um fíkniefnin í skútunni. Eitthvað illt um borð í skútunni Poul hélt því fram að hann hefði verið ómeðvitaður um efnin. Leynihólf hefði verið útbúið í skútunni þegar hann hafi verið fjarverandi. Hólfið hafi vakið athygli hans og hann reynt að skoða það, en ekki tekist það almennilega. Efnin fundust í umræddu leynihólfi. Hann viðurkenndi að í sjóferðinni hefði hann verið taugaveiklaður vegna hólfsins. Honum hafi liðið eins og það væri eitthvað illt innan í því. Honum hefði þó ekki órað fyrir því að um borð væru fíkniefni. Líklegra væri að sælgæti, tóbak eða áfengi væru þar. Fyrir dómi sýndi saksóknari Henry Fleischer mynd sem fannst í síma hans. Myndin var óskýr, en sýndi eitthvað sem svipaði til pakkninganna sem hassið fannst í. Pakkningarnar á myndinni voru svartar, hver og ein með eins konar merkimiða límdan eða festan á sig. Þessir miðar á pakkningunum voru margir og ólíkir. Erfitt var að greina hvað væri á þeim. Henry sagðist hafa fengið ljósmyndina, sem virtist sýna pakkningarnar, senda í gegnum Messenger og sagðist ekki vita hvers vegna. Þá gat hann ekki sagt hvað var á henni. Sagði Íslandsförina leggja líf sitt í rúst Jonaz viðurkenndi í aðalmeðferð málsins að það hafi verið heimskulegt af hans hálfu að fara til Íslands. Hann vildi þó meina að hann hefði ekki farið hefði hann vitað af fíkniefnunum. „Þetta hefur kostað mig íbúð, bíl, vináttu og eiginlega allt sem ég átti heima, líka vinnuna,“ sagði hann og bætti við að samband hans við kærustu sína væri í lausu lofti. Aðspurður um hvers vegna hann hafi farið í ferðina sagðist Jonaz hafa vonast eftir því að fá eitthvað fyrir sinn þátt. Hann sagði sig og kærustu sína hafa lent í útistöðum við óprúttna aðila, vegna þess að hann hafi „tekið“ kærustuna af einum þeirra. Svo virðist sem Jonaz hafi staðið í þeirri trú um að hann myndi leysa þessar deilur með Íslandsförinni. Samskipti milli hans og kærustunnar voru reifuð fyrir dómi. „Þú gerir bara það sem þú þarft að gera, ástin mín,“ voru á meðal skilaboð hennar til hans. Dómsmál Skútumálið 2023 Fíkniefnabrot Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Þeir sigldu frá Danmörku að Íslandi, þar sem fíkniefnin fundust, en þeir höfðu ætlað sér með þau til Grænlands. Tveir mannanna, sem báðir eru af grænlenskum uppruna, voru í skútunni. Það eru Poul Frederik Olsen 54 ára, sem hlaut sex ára fangelsisdóm, og Henry Fleischer 34 ára, sem hlaut fimm ára dóm. Þriðji maðurinn, hinn 21 árs gamli Jonaz Rud Vodder, var dæmdur í átján mánaða fangelsi, en hann kom til Íslands til að aðstoða hina tvo. Dómarnir þrír eru allir óskilorðsbundnir. Til frádráttar fangelsisvistinni kemur óslitið gæsluvarðhald sem mennirnir hafa sætt frá 24. júní síðastliðnum. Þeir voru dæmdir til að greiða á bilinu þrjár til fimm milljónir króna í málskostnað sem og óskipt fjórar milljónir króna í annan sakarkostnað. Þá var fallist á upptökukröfu eins og hún var sett fram í ákæru. Í aðalmeðferð málsins viðurkenndu mennirnir að miklu leyti sinn þátt í smyglinu, en vildu þó meina að þeir hefðu ekki verið meðvitaðir um fíkniefnin í skútunni. Eitthvað illt um borð í skútunni Poul hélt því fram að hann hefði verið ómeðvitaður um efnin. Leynihólf hefði verið útbúið í skútunni þegar hann hafi verið fjarverandi. Hólfið hafi vakið athygli hans og hann reynt að skoða það, en ekki tekist það almennilega. Efnin fundust í umræddu leynihólfi. Hann viðurkenndi að í sjóferðinni hefði hann verið taugaveiklaður vegna hólfsins. Honum hafi liðið eins og það væri eitthvað illt innan í því. Honum hefði þó ekki órað fyrir því að um borð væru fíkniefni. Líklegra væri að sælgæti, tóbak eða áfengi væru þar. Fyrir dómi sýndi saksóknari Henry Fleischer mynd sem fannst í síma hans. Myndin var óskýr, en sýndi eitthvað sem svipaði til pakkninganna sem hassið fannst í. Pakkningarnar á myndinni voru svartar, hver og ein með eins konar merkimiða límdan eða festan á sig. Þessir miðar á pakkningunum voru margir og ólíkir. Erfitt var að greina hvað væri á þeim. Henry sagðist hafa fengið ljósmyndina, sem virtist sýna pakkningarnar, senda í gegnum Messenger og sagðist ekki vita hvers vegna. Þá gat hann ekki sagt hvað var á henni. Sagði Íslandsförina leggja líf sitt í rúst Jonaz viðurkenndi í aðalmeðferð málsins að það hafi verið heimskulegt af hans hálfu að fara til Íslands. Hann vildi þó meina að hann hefði ekki farið hefði hann vitað af fíkniefnunum. „Þetta hefur kostað mig íbúð, bíl, vináttu og eiginlega allt sem ég átti heima, líka vinnuna,“ sagði hann og bætti við að samband hans við kærustu sína væri í lausu lofti. Aðspurður um hvers vegna hann hafi farið í ferðina sagðist Jonaz hafa vonast eftir því að fá eitthvað fyrir sinn þátt. Hann sagði sig og kærustu sína hafa lent í útistöðum við óprúttna aðila, vegna þess að hann hafi „tekið“ kærustuna af einum þeirra. Svo virðist sem Jonaz hafi staðið í þeirri trú um að hann myndi leysa þessar deilur með Íslandsförinni. Samskipti milli hans og kærustunnar voru reifuð fyrir dómi. „Þú gerir bara það sem þú þarft að gera, ástin mín,“ voru á meðal skilaboð hennar til hans.
Dómsmál Skútumálið 2023 Fíkniefnabrot Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira