Sport

Nick Pope lík­lega úr axlar­lið og lengi frá

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Nick Pope fór meiddur af velli í leik Newcastle í gærkvöldi
Nick Pope fór meiddur af velli í leik Newcastle í gærkvöldi Laurence Griffiths/Getty Images

Eddie Howe, þjálfari Newcastle, tjáði sig um meiðsli sem Nick Pope, markvörður liðsins, varð fyrir í 1-0 sigri gegn Manchester United í gærkvöldi.

Pope skutlaði sér eftir skoti Sergio Reguilon undir lok seinni hálfleiks og kallaði strax í kjölfarið eftir aðstoð sjúkrateymis. Hann fór svo af velli á 86. mínútu fyrir varamarkvörðinn Martin Dubravka. 

Eddie Howe sagði markvörðinn líklega hafa farið úr axlarlið og gat ekki leynt vonbrigðum sínum. Hann sagði félagið þurfa að leita ráða hjá sérfræðingum, Pope muni gangast undir frekari rannsóknir á mánudag en útlit væri fyrir að hann verði lengi frá. 

Fari allt á versta veg bætist Pope við á meiðslalista Newcastle sem er þegar orðinn ansi langur. Sven Botman, Callum Wilson, Joe Willock og Sean Longstaff eru allir frá keppni til lengri tíma. 

Martin Dubravka er varamarkvörður Newcastle og mun væntanlega leysa Pope af í næstu leikjum. Aðdáendur Newcastle geta glaðst yfir því að reynsluboltinn sem spilað hefur til úrslita í bæði FA bikar og Meistaradeild, Loris Karius, er einnig á leikmanna skrá liðsins og verður klár í slaginn ef kallið kemur. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×