Sport

Dag­skráin í dag: GameTíví, fót­bolti og körfuboltahátíð

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Snillingarnir úr Lögmáli Leiksins verða á skjánum í kvöld og fara yfir allt það helsta úr NBA deildinni
Snillingarnir úr Lögmáli Leiksins verða á skjánum í kvöld og fara yfir allt það helsta úr NBA deildinni

Það er margt gott, gagnlegt og gaman á íþróttarásum Stöðvar 2 og Vodafone þennan mánudaginn. 

Farið verður um víðan völl og allir ættu að finna sér eitthvað við hæfi. Körfuboltaunnendur landsins fá svo hátíðardagskrá í hendurnar en bæði Lögmál leiksins og Subway Körfuboltakvöld verða á skjánum í kvöld.

Stöð 2 Sport

21:10 – Körfuboltakvöld, sérfræðingar Stöðvar 2 Sports gera upp alla leikina í 11. umferð Subway deildar kvenna.

Stöð 2 Sport 2

20:00 – Lögmál leiksins: Farið yfir allt það helsta sem gerðist í NBA deildinni í liðinni viku. 

Stöð 2 Sport 3

19:35 – Torino tekur á móti Atalanta í ítölsku úrvalsdeildinni. 

Stöð 2 Sport 4

19:35 –Wimbledon og Ramsgate mætast í FA Cup, ensku bikarkeppninni.

Vodafone Sport

00:05 – Tampa Bay Lightning og Dallas Stars mætast á svellinu í NHL.

Stöð 2 eSport

20:00 –GameTíví: Óli Jóels, Kristján Einar, Tryggvi og Dói og spila heitustu tölvuleikina hverju sinni. Léttleiki og hlátur einkenna mánudagskvöld þeirra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×