„Ég hef aldrei verið föst í því að vorkenna mér. Ég lifði af“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 4. desember 2023 09:03 Í gegnum tíðina hefur Þóra Valný reglulega hugsað til vinar síns sem lést í kjölfar bílslyssins, aðeins sautján ára gamall. Vísir/Vilhelm Þóra Valný Yngvadóttir var 15 ára gömul þegar hún lenti ásamt fjórum öðrum í alvarlegu umferðarslysi á Sæbraut. Ungur vinur hennar lét lífið í slysinu. Atburðurinn átti eftir að hafa margvísleg áhrif á líf hennar, bæði leynt og ljóst. Í dag starfar hún sem fyrirlesari, ráðgjafi og markþjálfi og gerir einstaklingum kleift að finna eldmóðinn til að ná hámarksárangri í lífi og starfi. Örlagaríkur bíltúr Þann 25. nóvember árið 1981 birtist frétt aftan á Dagblaðinu undir fyrirsögninni: „Einn nær dauða en lífi“. Fram kom að tæplega tvítugur piltur lægi nær dauða en lífi á gjörgæsludeild Borgarspítalans. Hann lenti ásamt fjórum öðrum í alvarlegu slysi á Elliðavogi kl. 2 , aðfaranótt sl.laugardags. Orsök slyssins er talin vera of mikill ökuhraði og einnig er ökumaður grunaður um ölvun. Bíllinn lenti fyrst af heljarafli á staur. Sviptist af honum frambretti og kastaðist bíllinn siðan á annan staur, þar sem framrúða brotnaði og yfirbygging lagðist saman. Eftir það valt bíllinn. Ökumaður og sá er frammí sat köstuðust út úr bílnum. Ökumaður slapp lítt skaddaður en framsætisfarþegi skarst nokkuð. Þrír farþegar í aftursæti voru fastir í flakinu og varð að saga flakið sundur til að ná þeim út. Farþegarnir voru meira og minna meiddir og einn l í fshættulega, sem fyrr segir .“ Einn af farþegunum þremur sem sátu í aftursæti bílsins var Þóra Valný. Hinir farþegarnir tveir voru vinkona Þóru Valnýjar og ungur piltur, vinur þeirra beggja. Skjáskot/Tímarit.is Á þessum tíma var það vinsæl iðja hjá ungmennum að rúnta um á kvöldin. Kíkja á Hallærisplanið og sýna sig og sjá aðra. Fyrr um kvöldið höfðu Þóra Valný og vinkona hennar slegist í för með þremur kunningjum sínum. Eins og venjan var þá var farið á rúntinn og fararskjótinn var ekki af verri endanum: amerískur kaggi. Eigandi bílsins var búin að fá sér í glas en einn af ungmennunum var nýkomin með bílpróf, var edrú og var bílstjórinn þetta kvöld. Enginn var í belti, enda tíðkaðist slíkt ekki í bílferðum unglinga í upphafi níunda áratugarins. „Við vorum á leiðinni niður í bæ úr Garðabænum og komum við í Breiðholti þar sem bílstjórinn og eigandi bílsins fóru inn í heimahús, á meðan við þrjú biðum í aftursæti bílsins. Þegar þeir komu aftur út í bílinn þá ákvað eigandinn að keyra niður í bæ, þrátt fyrir að hann væri búinn að drekka. Við mótmæltum eitthvað, en þetta var svo stutt leið. Þegar við vorum komin á Sæbrautina, hjá Kleppsvegi, lenti bílinn á hálkubletti. Bílstjórinn missti stjórn á bílnum, bílinn kastast upp og fer í kollhnís,“ rifjar Þóra Valný upp. Eins og kom fram í frétt Dagblaðsins á sínum tíma sluppu bílstjórinn og pilturinn frammí nokkuð vel en Þóra Valný og hin ungmennin tvö sem sátu aftur í voru föst í bílhrakinu. Það þurfti að skrúfa þau út. Pilturinn sem sat aftur í með stúlkunum tveimur fékk bílþakið í höfuðið. Það næsta sem Þóra Valný man eftir er þegar hún vaknaði upp á spítalanum. Hún var höfuðkúbubrotin, með gifs á báðum höndum og algjörlega ósjálfsbjarga. Hún þurfti að dvelja á sjúkrahúsinu í marga daga á eftir, og vinkona hennar sömuleiðis. Þegar þær spurðu lækna, hjúkrunarfólk og aðra um afdrif vinar síns sem sat með þeim í aftursætinu var hins vegar lítið um svör, og fólk fór undan í flæmingi. „Það var síðan einn daginn að ég náði að kippa í einn lækni, sem var líklegast einhver kandíat, og spurði hann hvort hann vissi hver staðan væri á vini mínum. „Já hann, heyrðu hann er ennþá í dái,“ svaraði hann. Það var eins og það væri hellt yfir mig úr kaldri fötu, þetta er svo mikið sjokk.“ Engin sáluhjálp í boði Vinur Þóru Valnýjar lést af áverkum sínum þann 1.desember árið 1981. „Hann hafði hlotið varanlegan heilaskaða. Ef hann hefði lifað þá hefði hann aldrei átt möguleika á því að lifa eðlilegu lífi.“ Á þessum tíma var ekki neitt sem hét áfallahjálp. Þóra Valný og hin ungmennin þrjú sem lifðu slysið af þurftu að kljást við andlegar afleiðingar þess á eigin spýtur. „Foreldrar okkur töluðu jú alveg við okkur, en það var ekkert mikið. Það var ekkert verið að fara djúpt ofan í hlutina. Þetta hefði sjálfsagt verið öðruvísi í dag. Það hefði meira verið hlúð að okkur.“ Þóra Valný var orðin fullorðin þegar hún heyrði minnst á hugtakið „survivors guilt" og hún tengir við það.Vísir/Vilhelm Á þessum tíma var Þóra Valný nemandi í Héraðskólanum á Laugarvatni og bjó á heimavist. Hún segist hafa verið heppin að því leyti að þegar hún sneri loks til baka í skólann gat hún reitt sig á stuðning samnemenda sinna. „Stelpurnar á heimavistinni voru tilbúnar að hlusta. Ég mætti mikilli vináttu og hlýju hjá þeim. Ég gat talað við þær um þetta og þarna gat ég fengið smá útrás fyrir tilfinningarnar.“ Þóra Valný er hins vegar ekki viss um að piltarnir tveir sem lifðu af í slysinu, ökumaðurinn og pilturinn í framþegasætinu hafi náð að vinna úr áfallinu með þessum hætti. „Ég veit að þeir höfðu mjög þunga byrði að bera alla tíð,“ segir hún. Hin stúlkan sem var um borð í bílnum þessa nótt var sem fyrr segir vinkonu Þóru Valnýjar úr barnaskóla. Vinskapur þeirra tveggja hefur haldist í gegnum tíðina og er sterk taug á milli þeirra, þó þær hittist ekki oft. Hún hefur haft minni samskipti við piltana tvo. Pilturinn sem ók bílnum er fallinn frá. Mörgum árum seinna heyrði Þóra Vaný fyrst minnst á hugtakið „survivors guilt“. Það er notað yfir einstaklinga sem verða fyrir alvarlegum áföllum eins og slysum og lifa af á meðan aðrir deyja. Einstaklingar upplifa óneitanlega samviskubit og skömm yfir að hafa fengið að halda lífinu. „Ég hef aldrei verið föst í því að vorkenna mér, sem er kannski hluti af þessu „survivors guilt.“ Ég lifði af. En í dag, þegar ég les fréttir um umferðarslys þá kemst ég oft ekki hjá því að finna til með þeim sem lenda í slysunum, þó að meiðsli þeirra séu sögð vera ekki alvarlega. Ég hugsa um allar endalausu spítala og læknisheimsóknirnar sem það fólk á framundan." Upp á aðra komin að öllu leyti Fyrir utan bílslysið örlagaríka hefur Þóra Valný einu sinni síðar á lífinu upplifað það að verða algjörlega ósjálfbjarga og upp á aðra komin. Það reyndist lærdómsríkt, eins og hún lýsir. „Ég man þegar ég lenti í bílslysinu á sínum tíma og var svo ótrúlega heppin að eiga vinkonu sem kom á hverjum degi og hjálpaði mér með allar athafnir eins og að borða og fara á klósettið. Maður verður svo auðmjúkur í þessum aðstæðum og ég hét sjálfri mér því að ef að allt myndi verða í lagi, ef ég myndi bara fá kraftinn aftur, þá ætlaði ég sko aldrei að biðja um neitt annað framar. En svo leið tíminn og áður en maður veit af er maður aftur farin að p pirra sig á þessum litlu daglegu hlutum, eins og að vera fastur á rauðu ljósi eða eitthvað þvíumlíkt. Svo lenti ég í því árið 2018 að ég fótbrotnaði mjög illa, var um tíma í hjólastól og svo á hækjum og var mjög ósjálfbjarga.. Svo gat ég gengið aftur og fann þá hvað er magnað, bara það að geta sett annan fótleggin fram yfir hinn, og finna styrk í líkamanum. Við þessar aðstæður þá er ekki hægt að komast hjá því að uppgötva hvað heilsan er dýrmæt. En maður þarf stöðugt að vera að minna sig á það.“ Í gegnum tíðina hefur Þóra Valný reglulega hugsað til vinar síns sem lést í kjölfar bílslyssins, aðeins sautján ára gamall. Hann var tveimur árum eldri en hún og var nemandi í Verslunarskólanum. Sjarmerandi og töff piltur sem átti mótorhjól. Þeir sem hafa upplifað sorg vita að sorgin getur bankað upp á og minnt á sig þegar maður á síst von á., 19.nóvember er minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa sem er einmitt á þeim tíma sem slysið varð en það var 21. nóvember. „Hann hefði orðið sextugur á næsta ári. Ég hugsa oft til hans í kringum dánardaginn hans, hvernig hann væri í dag ef hann væri á lífi og slysið hefði ekki orðið. Þegar ég þekkti hann var svo hress og fyndinn. Hann var vinsæll og vinamargur og var allstaðar hrókur alls fagnaðar. Ég sé fyrir mér hvernig hann hefði orðið á eldri árunum; skemmtilegur og hress náungi.“ Slysið örlagaríka ýtti Þóru Valnýju út í það að velja sér starf þar sem hún hjálpað öðrum og gert fólki kleift að nýta styrleika sína. Vísir/Vilhelm Vildi hjálpa öðru fólki Slysið og afleiðingar þess áttu eftir að hafa áhrif á val Þóru Valnýjar á framtíðarstarfi. „Ég vildi vinna við að hjálpa fólki, en þar sem ég er viðkvæm þegar kemur að blóði og þess háttar þá kom eiginlega ekki til að greina að starfa í heilbrigðisgeiranum.“ Þóra Valný lauk stúdentsprófi frá Verslunarskólanum og svo lá leiðin út fyrir landsteinana. Næstu tvö árin var hún á flakki um heimsins höf. Þetta var fyrir tími internetsins og farsímanna og skiljanlega voru foreldrar Þóru Valnýjar ekki alltaf örugg um dóttur sína, sem lét vita af sér í gegnum póstkort og bréfaskrif. „Ég var með rosalega mikla útþrá sem ég veit ekkert hvaðan kom. Ég fór til Svíþjóðar að vinna og fór svo til Ísrael og var sjálfboðaliði á samyrkjubúi. Þetta var mikið ævintýri.“ Þóra Valný lauk háskólanámi í viðskiptafræði frá Oxford Brookes University í Englandi, og seinna meir átti hún eftir að finna vettvang sem hentaði henni fullkomlega. „Eftir útskrift fékk ég starf sem fjármálaráðgjafi hjá stóru og virtu fyrirtæki ytra. Þar fékk ég tækifæri til að vinna með og hjálpa fólki.“ Þóra Valný sneri seinna aftur heim til Íslands til að stýra söludeild Kaupþings. Í gegnum tíðina hefur hún unnið mikið við lífeyrismál, hannað og þróað lífeyrisþjónustur, þjálfað ráðgjafa/þjónustufulltrúa í lífeyris- og fjármálaráðgjöf í Kaupþingi og Landsbankanum. Hún var verkefnastjóri í Landsbankanum í fjölda ára og hefur haldið námskeið í Opna háskólanum og víðar í atvinnulífinu í verkefnastjórnun, tímastjórnun og persónulegri stefnumótun. Árið 2014 tók Þóra Valný réttindi í markþjálfun frá Háskólanum í Reykjavík og hefur síðan þá bætt við sig frekara námi á því sviði. Undafarin ár hún notað markþjálfun og tímastjórnun til þjálfunar á námskeiðum og í einstaklingsviðtölum og haldið fjölda námskeiða fyrir fyrirtæki víðsvegar í atvinnulífinu. Hún hefur einnig hannað, innleitt og haldið námskeið í fjármálum einstaklinga. „Ég varð fljótlega vör við að það lá vel fyrir mér að halda námskeið og þjálfa starfsfólk. Mér líður vel í því hlutverki, finn fyrir eldmóði og móttökur hafa verið frábærar. Þess vegna ákvað ég að leggja kraftana þar sem styrkleikarnir eru mestir,“ segir Þóra. Í kjölfarið stofnaði hún Val og virði, sem býður fyrirtækjum og einstaklingum upp á virðisaukandi þjónustu af ýmsu tagi. Og það er ástæða fyrir því að heimasíðan hennar heitir þessu nafni. „Valið er mikilvægasta verkfæri okkar og því mikilvægt að velja það sem færir hverjum og einum hámarksvirði til að lifa og njóta sín til fulls. Ástríða hennar er að leiða hópa og einstaklinga að markmiðum sínum til að blómstra.“ Hún nýtur þess að hjálpa einstaklingum að nýta sína eigin styrkleika til að ná fram eftirsóttum breytingum. „Það sem mér finnst svo fallegt við markþjálfun er þessi fullkomna virðing fyrir því að þú ert eina manneskjan sem veist hvað er best fyrir þig. Þess vegna er líka mikilvægt að hafa í huga að markþjálfun er ekki ráðgjöf heldur snýst þetta um að hjálpa viðkomandi að varða leiðina. Enginn veit betur en þú hvað er þér fyrir bestu.“ Þakklát fyrir að fá að eldast Fyrir rúmlega þremur vikum fagnaði Þóra Valný 57 ára afmælisdeginum sínum, umvafin vinum og vandamönnum. Eftir að hafa lent í lífshættu á táningsaldri segist Þóra Valný bera endalausa virðingu fyrir lífinu, og hún veit hversu hverfult það getur verið. Þar af leiðandi óttast hún það ekki að eldast, heldur fagnar hverju ári til viðbótar. Hún birti eftirfarandi færslu á facebooksíðu sinni í tilefni dagsins: „Ég þakka öllum fallegar afmæliskveðjur á afmælinu mínu í síðustu viku, 7. nóvember. Ég átti frábæran dag, fór tvisvar út að borða og fékk fallegar gjafir á hægri/vinstri. Ég elska að eiga afmæli. Eitt af því, er að ég hef aldrei getað tengt við það þegar fólk vill ekki segja aldur sinn, það er eitthvað feimnismál eða fólk skammast sín fyrir aldur sinn. Ég aftur á móti segi öllum, alltaf, á afmælisdaginn minn hvað ég er gömul. Þegar þjónustustúlkan spurði hver ætti afmæli þegar við vorum út að borða, gólaði ég hátt og hvellt, "Ég! Ég er 57 ára!“, eins og ég hefði unnið í happdrætti! Og mér finnst að það megi til sanns vegar færa að í raun, vann ég í happdrætti, í raun vinnum við hvert og eitt í happdrætti lífsins, þegar við fáum enn eitt ár í vinning. Eftir því sem ég eldist þá fjölgar líka, þeim sem hafa ekki unnið í þessu happdrætti og verða aldrei 57 ára. Þannig að já, það er yndislegt að eldast og ég er þakklát fyrir hvert ár.“ Þóra Valný er þakklát fyrir lífið og segir það forréttindi að fá að eldast.Vísir/Vilhelm „Þegar þú ert 15 ára gamall og lendir í svona löguðu þá setur það að sjálfsögðu mark sitt á lífið þitt það sem eftir er. Og það er mismunandi hvernig það kemur fram hjá hverjum og einum. En þessi „markering“ þarf ekki endilega að vera slæm. Ekki ef unnið er úr áfallinu þannig að skaðinn verði ekki varanlegur. Ég hef alla tíð verið mjög meðvituð um hvað lífið er hverfult. Og lífsgleðin sömuleiðis; þegar það koma stundið þar sem þér líður virkilega vel og allt er gott, þá er svo mikilvægt að halda í þær því þær eru svo dýrmætar. Þetta er partur af því að lifa í núinu,“ segir Þóra Valný að lokum. Umferðaröryggi Samgönguslys Geðheilbrigði Heilsa Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Sjá meira
Í dag starfar hún sem fyrirlesari, ráðgjafi og markþjálfi og gerir einstaklingum kleift að finna eldmóðinn til að ná hámarksárangri í lífi og starfi. Örlagaríkur bíltúr Þann 25. nóvember árið 1981 birtist frétt aftan á Dagblaðinu undir fyrirsögninni: „Einn nær dauða en lífi“. Fram kom að tæplega tvítugur piltur lægi nær dauða en lífi á gjörgæsludeild Borgarspítalans. Hann lenti ásamt fjórum öðrum í alvarlegu slysi á Elliðavogi kl. 2 , aðfaranótt sl.laugardags. Orsök slyssins er talin vera of mikill ökuhraði og einnig er ökumaður grunaður um ölvun. Bíllinn lenti fyrst af heljarafli á staur. Sviptist af honum frambretti og kastaðist bíllinn siðan á annan staur, þar sem framrúða brotnaði og yfirbygging lagðist saman. Eftir það valt bíllinn. Ökumaður og sá er frammí sat köstuðust út úr bílnum. Ökumaður slapp lítt skaddaður en framsætisfarþegi skarst nokkuð. Þrír farþegar í aftursæti voru fastir í flakinu og varð að saga flakið sundur til að ná þeim út. Farþegarnir voru meira og minna meiddir og einn l í fshættulega, sem fyrr segir .“ Einn af farþegunum þremur sem sátu í aftursæti bílsins var Þóra Valný. Hinir farþegarnir tveir voru vinkona Þóru Valnýjar og ungur piltur, vinur þeirra beggja. Skjáskot/Tímarit.is Á þessum tíma var það vinsæl iðja hjá ungmennum að rúnta um á kvöldin. Kíkja á Hallærisplanið og sýna sig og sjá aðra. Fyrr um kvöldið höfðu Þóra Valný og vinkona hennar slegist í för með þremur kunningjum sínum. Eins og venjan var þá var farið á rúntinn og fararskjótinn var ekki af verri endanum: amerískur kaggi. Eigandi bílsins var búin að fá sér í glas en einn af ungmennunum var nýkomin með bílpróf, var edrú og var bílstjórinn þetta kvöld. Enginn var í belti, enda tíðkaðist slíkt ekki í bílferðum unglinga í upphafi níunda áratugarins. „Við vorum á leiðinni niður í bæ úr Garðabænum og komum við í Breiðholti þar sem bílstjórinn og eigandi bílsins fóru inn í heimahús, á meðan við þrjú biðum í aftursæti bílsins. Þegar þeir komu aftur út í bílinn þá ákvað eigandinn að keyra niður í bæ, þrátt fyrir að hann væri búinn að drekka. Við mótmæltum eitthvað, en þetta var svo stutt leið. Þegar við vorum komin á Sæbrautina, hjá Kleppsvegi, lenti bílinn á hálkubletti. Bílstjórinn missti stjórn á bílnum, bílinn kastast upp og fer í kollhnís,“ rifjar Þóra Valný upp. Eins og kom fram í frétt Dagblaðsins á sínum tíma sluppu bílstjórinn og pilturinn frammí nokkuð vel en Þóra Valný og hin ungmennin tvö sem sátu aftur í voru föst í bílhrakinu. Það þurfti að skrúfa þau út. Pilturinn sem sat aftur í með stúlkunum tveimur fékk bílþakið í höfuðið. Það næsta sem Þóra Valný man eftir er þegar hún vaknaði upp á spítalanum. Hún var höfuðkúbubrotin, með gifs á báðum höndum og algjörlega ósjálfsbjarga. Hún þurfti að dvelja á sjúkrahúsinu í marga daga á eftir, og vinkona hennar sömuleiðis. Þegar þær spurðu lækna, hjúkrunarfólk og aðra um afdrif vinar síns sem sat með þeim í aftursætinu var hins vegar lítið um svör, og fólk fór undan í flæmingi. „Það var síðan einn daginn að ég náði að kippa í einn lækni, sem var líklegast einhver kandíat, og spurði hann hvort hann vissi hver staðan væri á vini mínum. „Já hann, heyrðu hann er ennþá í dái,“ svaraði hann. Það var eins og það væri hellt yfir mig úr kaldri fötu, þetta er svo mikið sjokk.“ Engin sáluhjálp í boði Vinur Þóru Valnýjar lést af áverkum sínum þann 1.desember árið 1981. „Hann hafði hlotið varanlegan heilaskaða. Ef hann hefði lifað þá hefði hann aldrei átt möguleika á því að lifa eðlilegu lífi.“ Á þessum tíma var ekki neitt sem hét áfallahjálp. Þóra Valný og hin ungmennin þrjú sem lifðu slysið af þurftu að kljást við andlegar afleiðingar þess á eigin spýtur. „Foreldrar okkur töluðu jú alveg við okkur, en það var ekkert mikið. Það var ekkert verið að fara djúpt ofan í hlutina. Þetta hefði sjálfsagt verið öðruvísi í dag. Það hefði meira verið hlúð að okkur.“ Þóra Valný var orðin fullorðin þegar hún heyrði minnst á hugtakið „survivors guilt" og hún tengir við það.Vísir/Vilhelm Á þessum tíma var Þóra Valný nemandi í Héraðskólanum á Laugarvatni og bjó á heimavist. Hún segist hafa verið heppin að því leyti að þegar hún sneri loks til baka í skólann gat hún reitt sig á stuðning samnemenda sinna. „Stelpurnar á heimavistinni voru tilbúnar að hlusta. Ég mætti mikilli vináttu og hlýju hjá þeim. Ég gat talað við þær um þetta og þarna gat ég fengið smá útrás fyrir tilfinningarnar.“ Þóra Valný er hins vegar ekki viss um að piltarnir tveir sem lifðu af í slysinu, ökumaðurinn og pilturinn í framþegasætinu hafi náð að vinna úr áfallinu með þessum hætti. „Ég veit að þeir höfðu mjög þunga byrði að bera alla tíð,“ segir hún. Hin stúlkan sem var um borð í bílnum þessa nótt var sem fyrr segir vinkonu Þóru Valnýjar úr barnaskóla. Vinskapur þeirra tveggja hefur haldist í gegnum tíðina og er sterk taug á milli þeirra, þó þær hittist ekki oft. Hún hefur haft minni samskipti við piltana tvo. Pilturinn sem ók bílnum er fallinn frá. Mörgum árum seinna heyrði Þóra Vaný fyrst minnst á hugtakið „survivors guilt“. Það er notað yfir einstaklinga sem verða fyrir alvarlegum áföllum eins og slysum og lifa af á meðan aðrir deyja. Einstaklingar upplifa óneitanlega samviskubit og skömm yfir að hafa fengið að halda lífinu. „Ég hef aldrei verið föst í því að vorkenna mér, sem er kannski hluti af þessu „survivors guilt.“ Ég lifði af. En í dag, þegar ég les fréttir um umferðarslys þá kemst ég oft ekki hjá því að finna til með þeim sem lenda í slysunum, þó að meiðsli þeirra séu sögð vera ekki alvarlega. Ég hugsa um allar endalausu spítala og læknisheimsóknirnar sem það fólk á framundan." Upp á aðra komin að öllu leyti Fyrir utan bílslysið örlagaríka hefur Þóra Valný einu sinni síðar á lífinu upplifað það að verða algjörlega ósjálfbjarga og upp á aðra komin. Það reyndist lærdómsríkt, eins og hún lýsir. „Ég man þegar ég lenti í bílslysinu á sínum tíma og var svo ótrúlega heppin að eiga vinkonu sem kom á hverjum degi og hjálpaði mér með allar athafnir eins og að borða og fara á klósettið. Maður verður svo auðmjúkur í þessum aðstæðum og ég hét sjálfri mér því að ef að allt myndi verða í lagi, ef ég myndi bara fá kraftinn aftur, þá ætlaði ég sko aldrei að biðja um neitt annað framar. En svo leið tíminn og áður en maður veit af er maður aftur farin að p pirra sig á þessum litlu daglegu hlutum, eins og að vera fastur á rauðu ljósi eða eitthvað þvíumlíkt. Svo lenti ég í því árið 2018 að ég fótbrotnaði mjög illa, var um tíma í hjólastól og svo á hækjum og var mjög ósjálfbjarga.. Svo gat ég gengið aftur og fann þá hvað er magnað, bara það að geta sett annan fótleggin fram yfir hinn, og finna styrk í líkamanum. Við þessar aðstæður þá er ekki hægt að komast hjá því að uppgötva hvað heilsan er dýrmæt. En maður þarf stöðugt að vera að minna sig á það.“ Í gegnum tíðina hefur Þóra Valný reglulega hugsað til vinar síns sem lést í kjölfar bílslyssins, aðeins sautján ára gamall. Hann var tveimur árum eldri en hún og var nemandi í Verslunarskólanum. Sjarmerandi og töff piltur sem átti mótorhjól. Þeir sem hafa upplifað sorg vita að sorgin getur bankað upp á og minnt á sig þegar maður á síst von á., 19.nóvember er minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa sem er einmitt á þeim tíma sem slysið varð en það var 21. nóvember. „Hann hefði orðið sextugur á næsta ári. Ég hugsa oft til hans í kringum dánardaginn hans, hvernig hann væri í dag ef hann væri á lífi og slysið hefði ekki orðið. Þegar ég þekkti hann var svo hress og fyndinn. Hann var vinsæll og vinamargur og var allstaðar hrókur alls fagnaðar. Ég sé fyrir mér hvernig hann hefði orðið á eldri árunum; skemmtilegur og hress náungi.“ Slysið örlagaríka ýtti Þóru Valnýju út í það að velja sér starf þar sem hún hjálpað öðrum og gert fólki kleift að nýta styrleika sína. Vísir/Vilhelm Vildi hjálpa öðru fólki Slysið og afleiðingar þess áttu eftir að hafa áhrif á val Þóru Valnýjar á framtíðarstarfi. „Ég vildi vinna við að hjálpa fólki, en þar sem ég er viðkvæm þegar kemur að blóði og þess háttar þá kom eiginlega ekki til að greina að starfa í heilbrigðisgeiranum.“ Þóra Valný lauk stúdentsprófi frá Verslunarskólanum og svo lá leiðin út fyrir landsteinana. Næstu tvö árin var hún á flakki um heimsins höf. Þetta var fyrir tími internetsins og farsímanna og skiljanlega voru foreldrar Þóru Valnýjar ekki alltaf örugg um dóttur sína, sem lét vita af sér í gegnum póstkort og bréfaskrif. „Ég var með rosalega mikla útþrá sem ég veit ekkert hvaðan kom. Ég fór til Svíþjóðar að vinna og fór svo til Ísrael og var sjálfboðaliði á samyrkjubúi. Þetta var mikið ævintýri.“ Þóra Valný lauk háskólanámi í viðskiptafræði frá Oxford Brookes University í Englandi, og seinna meir átti hún eftir að finna vettvang sem hentaði henni fullkomlega. „Eftir útskrift fékk ég starf sem fjármálaráðgjafi hjá stóru og virtu fyrirtæki ytra. Þar fékk ég tækifæri til að vinna með og hjálpa fólki.“ Þóra Valný sneri seinna aftur heim til Íslands til að stýra söludeild Kaupþings. Í gegnum tíðina hefur hún unnið mikið við lífeyrismál, hannað og þróað lífeyrisþjónustur, þjálfað ráðgjafa/þjónustufulltrúa í lífeyris- og fjármálaráðgjöf í Kaupþingi og Landsbankanum. Hún var verkefnastjóri í Landsbankanum í fjölda ára og hefur haldið námskeið í Opna háskólanum og víðar í atvinnulífinu í verkefnastjórnun, tímastjórnun og persónulegri stefnumótun. Árið 2014 tók Þóra Valný réttindi í markþjálfun frá Háskólanum í Reykjavík og hefur síðan þá bætt við sig frekara námi á því sviði. Undafarin ár hún notað markþjálfun og tímastjórnun til þjálfunar á námskeiðum og í einstaklingsviðtölum og haldið fjölda námskeiða fyrir fyrirtæki víðsvegar í atvinnulífinu. Hún hefur einnig hannað, innleitt og haldið námskeið í fjármálum einstaklinga. „Ég varð fljótlega vör við að það lá vel fyrir mér að halda námskeið og þjálfa starfsfólk. Mér líður vel í því hlutverki, finn fyrir eldmóði og móttökur hafa verið frábærar. Þess vegna ákvað ég að leggja kraftana þar sem styrkleikarnir eru mestir,“ segir Þóra. Í kjölfarið stofnaði hún Val og virði, sem býður fyrirtækjum og einstaklingum upp á virðisaukandi þjónustu af ýmsu tagi. Og það er ástæða fyrir því að heimasíðan hennar heitir þessu nafni. „Valið er mikilvægasta verkfæri okkar og því mikilvægt að velja það sem færir hverjum og einum hámarksvirði til að lifa og njóta sín til fulls. Ástríða hennar er að leiða hópa og einstaklinga að markmiðum sínum til að blómstra.“ Hún nýtur þess að hjálpa einstaklingum að nýta sína eigin styrkleika til að ná fram eftirsóttum breytingum. „Það sem mér finnst svo fallegt við markþjálfun er þessi fullkomna virðing fyrir því að þú ert eina manneskjan sem veist hvað er best fyrir þig. Þess vegna er líka mikilvægt að hafa í huga að markþjálfun er ekki ráðgjöf heldur snýst þetta um að hjálpa viðkomandi að varða leiðina. Enginn veit betur en þú hvað er þér fyrir bestu.“ Þakklát fyrir að fá að eldast Fyrir rúmlega þremur vikum fagnaði Þóra Valný 57 ára afmælisdeginum sínum, umvafin vinum og vandamönnum. Eftir að hafa lent í lífshættu á táningsaldri segist Þóra Valný bera endalausa virðingu fyrir lífinu, og hún veit hversu hverfult það getur verið. Þar af leiðandi óttast hún það ekki að eldast, heldur fagnar hverju ári til viðbótar. Hún birti eftirfarandi færslu á facebooksíðu sinni í tilefni dagsins: „Ég þakka öllum fallegar afmæliskveðjur á afmælinu mínu í síðustu viku, 7. nóvember. Ég átti frábæran dag, fór tvisvar út að borða og fékk fallegar gjafir á hægri/vinstri. Ég elska að eiga afmæli. Eitt af því, er að ég hef aldrei getað tengt við það þegar fólk vill ekki segja aldur sinn, það er eitthvað feimnismál eða fólk skammast sín fyrir aldur sinn. Ég aftur á móti segi öllum, alltaf, á afmælisdaginn minn hvað ég er gömul. Þegar þjónustustúlkan spurði hver ætti afmæli þegar við vorum út að borða, gólaði ég hátt og hvellt, "Ég! Ég er 57 ára!“, eins og ég hefði unnið í happdrætti! Og mér finnst að það megi til sanns vegar færa að í raun, vann ég í happdrætti, í raun vinnum við hvert og eitt í happdrætti lífsins, þegar við fáum enn eitt ár í vinning. Eftir því sem ég eldist þá fjölgar líka, þeim sem hafa ekki unnið í þessu happdrætti og verða aldrei 57 ára. Þannig að já, það er yndislegt að eldast og ég er þakklát fyrir hvert ár.“ Þóra Valný er þakklát fyrir lífið og segir það forréttindi að fá að eldast.Vísir/Vilhelm „Þegar þú ert 15 ára gamall og lendir í svona löguðu þá setur það að sjálfsögðu mark sitt á lífið þitt það sem eftir er. Og það er mismunandi hvernig það kemur fram hjá hverjum og einum. En þessi „markering“ þarf ekki endilega að vera slæm. Ekki ef unnið er úr áfallinu þannig að skaðinn verði ekki varanlegur. Ég hef alla tíð verið mjög meðvituð um hvað lífið er hverfult. Og lífsgleðin sömuleiðis; þegar það koma stundið þar sem þér líður virkilega vel og allt er gott, þá er svo mikilvægt að halda í þær því þær eru svo dýrmætar. Þetta er partur af því að lifa í núinu,“ segir Þóra Valný að lokum.
Umferðaröryggi Samgönguslys Geðheilbrigði Heilsa Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Sjá meira