„Ég get ekki séð að við séum fyrir neinum“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 4. desember 2023 19:42 Ragna fagnar 85 ára afmæli á morgun og segist vonast til að ná að eyða mörgum sumrum í viðbót í húsinu sínu fallega í Heiðmörk. Vísir/Einar Orkuveita Reykjavíkur hefur höfðað útburðarmál á hendur hóps sumarhúsaeigenda í Heiðmörk. Kona sem ólst upp á svæðinu og fagnar 85 ára afmæli á morgun segist ekki munu láta húsið sitt af hendi án baráttu. Í miðri Heiðmörk, útivistarperlu Reykvíkinga, standa nokkur sumarhús sem sum voru byggð á tímum seinni heimstyrjaldarinnar. Eigendurnir eru margir á níræðis-og tíræðisaldri. Landið er í eigu Orkuveitu Reykjavíkur sem nú hefur höfðað aðfarargerð gegn eigendum átta sumarhúsa. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 hittum við Rögnu Þorsteins, eiganda eins elsta sumarhússins. Hún hefur eytt öllum sumrum frá unga aldri í sumarbústað fjölskyldunnar sem gengið hefur kynslóða á milli og lýsir lífinu í sveitinni í fréttinni. „Hingað fluttum við á vorin eftir skóla. Við fórum á vörubíl með börnin, blómin, saumavélina og sængurföt, og gömlu afasysturina sem bjó hjá okkur þangað til hún dó. Þetta voru yndisleg sumur. Svo var farið aftur í bæinn á veturna í skólann.“ Kaldar kveðjur í tilefni afmælis Ragna fagnar 85 ára afmæli á morgun og segir Orkuveituna og Reykjavíkurborg senda sér kaldar kveðjur í tilefni dagsins. „Á í alvöru að fara bera okkur út eftir allan þennan tíma með engum rökum? Mér finnst það svolítið sárt og ljótt, satt að segja.“ Ég get ekki séð að við séum fyrir neinum. „Okkar vatni stafar engin hætta af þessu fólki þarna í Heiðmörk“ Katrín Oddsdóttir er lögmaður Rögnu en hún segir í raun og veru ekkert valda því að til standi að reka fólkið í burtu. Vatnsbólum stafi ekki hætta af bústöðunum því þeir standi neðst á svæðunum og engir bústaðir séu á skilgreindum brunnsvæðum vatnsverndar. Húsið er tæplega hundrað ára gamalt og er fjölskyldunni einstaklega dýrmætt. Vísir/Einar „Aðalskipulag Reykjavíkurborgar tekur sérstaklega á því að þessi hús geti verið þarna í samræmi við vatnsverndarskipulag á svæðinu,“ segir Katrín. „Okkar vatni stafar engin hætta af þessu fólki þarna í Heiðmörk. Það er mjög óheppilegt að hvergi sé hægt að finna fundargerð um það hvers vegna þetta ofboðslega offors hefur hlaupið í Orkuveituna, og Reykjavíkurborg virðist heldur ekki geta gripið í taumana. Þetta er bara mjög undarleg staða satt að segja.“ Segja Heilbrigðiseftirlitið hafa lýst yfir áhyggjum Búseta á grannsvæðum vatnsverndar er óheimil en í tilkynningu sem Orkuveitan sendi frá sér í dag kemur fram að afstaða fyrirtækisins hafi legið fyrir í um tuttugu ár. Þegar hafi náðst samkomulag við meirihluta sumarhúseigenda í Heiðmörk um hvernig byggð þar leggist af. „Núverandi vatnsvernd höfuðborgarsvæðisins, sem var samþykkt af öllum sveitarfélögunum árið 2015, er alveg skýr um það að íbúabyggð er bönnuð innan vatnsverndarinnar. Yfirstandandi dómsmál OR er gagnvart húseigendum á svæðinu sem hafa alfarið hafnað samningum. Þau sem gengið hafa til samninga við OR halda húsum sínum til ársins 2030,“ segir í tilkynningunni. „Almenna reglan er sú að heilsársbúseta í frístundahúsum er ekki heimil og hefur til að mynda Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur lýst áhyggjum af viðvarandi búsetu innan vatnsverndarinnar.“ Katrín Oddsdóttir, lögmaður Rögnu, segir málið allt hið undarlegasta.Vísir/Vilhelm Katrín bendir á að Minjastofnum og Borgarsögusafn Reykjavíkur hafi fengið augastað á byggðinni sem menningarlegum verðmætum, en elsti bústaðurinn er frá 1908. Tvö hús hafa þegar verið friðuð og mörg önnur eru umsagnarskyld. „Það sem mér finnst svo alvarlegt í þessu er að Minjastofnun, sem er nú okkar eini aðili sem berst fyrir því að passa upp á menninguna okkar, er búin að segja að það þurfi að skoða svæðið. Og að fara þá af stað með dómsmál til að krefjast þess að þetta aldrað fólk sé borið úr húsunum sínum á sama tíma finnst mér mjög persónulega mjög forkastanlegt,“ segir Katrín. Vill að Reykjavíkurborg stígi inn í Orkuveitan er að langstærstum hluta í eigu Reykjavíkurborgar sem fer með 94% eignarhlut. Katrín kallar eftir því að borgin stígi inn i og að sest verði til samninga. „En það verður að gerast hratt, því málið verður tekið fyrir núna á miðvikudaginn. Þannig ef kjörnir fulltrúar okkar og Reykjavíkurborg ætla reyna aðhafast eitthvað í málinu eða Orkuveitan sjálf, þá er tækifærið bara núna,“ segir Katrín. Ragna ætlar ekki að gefast upp fyrr en í fulla hnefana.Vísir/Einar Sjálf ætlar Ragna ekki að gefast upp fyrr en í fulla hnefana. „Aldeilis ekki. Ég er ekki dauð ennþá.“ Reykjavík Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Fleiri fréttir Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Sjá meira
Í miðri Heiðmörk, útivistarperlu Reykvíkinga, standa nokkur sumarhús sem sum voru byggð á tímum seinni heimstyrjaldarinnar. Eigendurnir eru margir á níræðis-og tíræðisaldri. Landið er í eigu Orkuveitu Reykjavíkur sem nú hefur höfðað aðfarargerð gegn eigendum átta sumarhúsa. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 hittum við Rögnu Þorsteins, eiganda eins elsta sumarhússins. Hún hefur eytt öllum sumrum frá unga aldri í sumarbústað fjölskyldunnar sem gengið hefur kynslóða á milli og lýsir lífinu í sveitinni í fréttinni. „Hingað fluttum við á vorin eftir skóla. Við fórum á vörubíl með börnin, blómin, saumavélina og sængurföt, og gömlu afasysturina sem bjó hjá okkur þangað til hún dó. Þetta voru yndisleg sumur. Svo var farið aftur í bæinn á veturna í skólann.“ Kaldar kveðjur í tilefni afmælis Ragna fagnar 85 ára afmæli á morgun og segir Orkuveituna og Reykjavíkurborg senda sér kaldar kveðjur í tilefni dagsins. „Á í alvöru að fara bera okkur út eftir allan þennan tíma með engum rökum? Mér finnst það svolítið sárt og ljótt, satt að segja.“ Ég get ekki séð að við séum fyrir neinum. „Okkar vatni stafar engin hætta af þessu fólki þarna í Heiðmörk“ Katrín Oddsdóttir er lögmaður Rögnu en hún segir í raun og veru ekkert valda því að til standi að reka fólkið í burtu. Vatnsbólum stafi ekki hætta af bústöðunum því þeir standi neðst á svæðunum og engir bústaðir séu á skilgreindum brunnsvæðum vatnsverndar. Húsið er tæplega hundrað ára gamalt og er fjölskyldunni einstaklega dýrmætt. Vísir/Einar „Aðalskipulag Reykjavíkurborgar tekur sérstaklega á því að þessi hús geti verið þarna í samræmi við vatnsverndarskipulag á svæðinu,“ segir Katrín. „Okkar vatni stafar engin hætta af þessu fólki þarna í Heiðmörk. Það er mjög óheppilegt að hvergi sé hægt að finna fundargerð um það hvers vegna þetta ofboðslega offors hefur hlaupið í Orkuveituna, og Reykjavíkurborg virðist heldur ekki geta gripið í taumana. Þetta er bara mjög undarleg staða satt að segja.“ Segja Heilbrigðiseftirlitið hafa lýst yfir áhyggjum Búseta á grannsvæðum vatnsverndar er óheimil en í tilkynningu sem Orkuveitan sendi frá sér í dag kemur fram að afstaða fyrirtækisins hafi legið fyrir í um tuttugu ár. Þegar hafi náðst samkomulag við meirihluta sumarhúseigenda í Heiðmörk um hvernig byggð þar leggist af. „Núverandi vatnsvernd höfuðborgarsvæðisins, sem var samþykkt af öllum sveitarfélögunum árið 2015, er alveg skýr um það að íbúabyggð er bönnuð innan vatnsverndarinnar. Yfirstandandi dómsmál OR er gagnvart húseigendum á svæðinu sem hafa alfarið hafnað samningum. Þau sem gengið hafa til samninga við OR halda húsum sínum til ársins 2030,“ segir í tilkynningunni. „Almenna reglan er sú að heilsársbúseta í frístundahúsum er ekki heimil og hefur til að mynda Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur lýst áhyggjum af viðvarandi búsetu innan vatnsverndarinnar.“ Katrín Oddsdóttir, lögmaður Rögnu, segir málið allt hið undarlegasta.Vísir/Vilhelm Katrín bendir á að Minjastofnum og Borgarsögusafn Reykjavíkur hafi fengið augastað á byggðinni sem menningarlegum verðmætum, en elsti bústaðurinn er frá 1908. Tvö hús hafa þegar verið friðuð og mörg önnur eru umsagnarskyld. „Það sem mér finnst svo alvarlegt í þessu er að Minjastofnun, sem er nú okkar eini aðili sem berst fyrir því að passa upp á menninguna okkar, er búin að segja að það þurfi að skoða svæðið. Og að fara þá af stað með dómsmál til að krefjast þess að þetta aldrað fólk sé borið úr húsunum sínum á sama tíma finnst mér mjög persónulega mjög forkastanlegt,“ segir Katrín. Vill að Reykjavíkurborg stígi inn í Orkuveitan er að langstærstum hluta í eigu Reykjavíkurborgar sem fer með 94% eignarhlut. Katrín kallar eftir því að borgin stígi inn i og að sest verði til samninga. „En það verður að gerast hratt, því málið verður tekið fyrir núna á miðvikudaginn. Þannig ef kjörnir fulltrúar okkar og Reykjavíkurborg ætla reyna aðhafast eitthvað í málinu eða Orkuveitan sjálf, þá er tækifærið bara núna,“ segir Katrín. Ragna ætlar ekki að gefast upp fyrr en í fulla hnefana.Vísir/Einar Sjálf ætlar Ragna ekki að gefast upp fyrr en í fulla hnefana. „Aldeilis ekki. Ég er ekki dauð ennþá.“
Reykjavík Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Fleiri fréttir Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Sjá meira