Ólympíudraumurinn úti þrátt fyrir sex marka risasigur Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 5. desember 2023 22:32 Draumur Englendinga um sæti á Ólympíuleikunum er úti. Ian MacNicol - The FA/The FA via Getty Images Þrátt fyrir 6-0 útisigur gegn Skotum í A-deild Þjóðadeildarinnar misstu Evrópumeistarar Englands af möguleika á sæti á Ólympíuleikunum sem fram fara í París á næsta ári. Englendingar þurftu að vinna stórsigur gegn Skotum til að halda vonum sínum um efsta sæti riðilsins á lífi og vona að sigurinn yrði að minnsta kosti þremur mörkum stærri en sigur Hollendinga gegn Belgíu. Raunar gerðu margir ráð fyrir því að Skotar gætu gert nágrönnum sínum í suðri greiða þar sem enska liðið keppir undir hatti Bretlands á Ólympíuleikunum og þess vegna gæti stórt tap verið leið fyrir einhverja leikmenn skoska liðsins inn á leikana. Leikmenn liðsins þvertóku þó fyrir slíkt og sögðu það algjört hneyksli að draga heilindi þeirra í efa. Í fyrri hálfleik leit þó út fyrir að skoska liðið hefði lítinn áhuga á því að vinna leikinn og Englendingar fóru inn í hálfleikinn með 4-0 forystu eftir mörk frá Alex Greenwood, Beth Mead og tvö frá Lauren James. Fran Kirby og Lucia Bronze bættu svo sínu markinu hvor við í síðari hálfleik og niðurstaðan varð því 6-0 sigur Englands. Englendingar þurftu því að treysta á það að Hollendingar myndu ekki vinna Belga stærra en 3-0 til að enska liðið myndi tryggja sér efsta sæti riðilsins. Lineth Beerensteyn skoraði eina mark fyrri hálfleiksins fyrir Hollendinga og staðan því aðeins 1-0 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Beerensteyn tvöfaldaði svo forystu Hollands snemma í seinni hálfleik og ljóst að möguleikinn var til staðar fyrir liðið. Vonarneistinn virtist þó vera að slokkna þegar venjulegum leiktíma lauk og hollenska liðið hafði ekki bætt þriðja, og hvað þá fjórða, markinu við. Damaris Berta Egurrola Wienke tók þá til sinna mála. Hún skoraði þriðja mark hollenska liðsins á fyrstu mínútu uppbótartíma og það fjórða fjórum mínútum síðar. Með mörkunum tveimur tryggði hún Hollendingum 4-0 sigur og um leið sæti í undanúrslitum Þjóðadeildarinnar og möguleika á sæti á Ólympíuleikunum. Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Sport Fleiri fréttir Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Sjá meira
Englendingar þurftu að vinna stórsigur gegn Skotum til að halda vonum sínum um efsta sæti riðilsins á lífi og vona að sigurinn yrði að minnsta kosti þremur mörkum stærri en sigur Hollendinga gegn Belgíu. Raunar gerðu margir ráð fyrir því að Skotar gætu gert nágrönnum sínum í suðri greiða þar sem enska liðið keppir undir hatti Bretlands á Ólympíuleikunum og þess vegna gæti stórt tap verið leið fyrir einhverja leikmenn skoska liðsins inn á leikana. Leikmenn liðsins þvertóku þó fyrir slíkt og sögðu það algjört hneyksli að draga heilindi þeirra í efa. Í fyrri hálfleik leit þó út fyrir að skoska liðið hefði lítinn áhuga á því að vinna leikinn og Englendingar fóru inn í hálfleikinn með 4-0 forystu eftir mörk frá Alex Greenwood, Beth Mead og tvö frá Lauren James. Fran Kirby og Lucia Bronze bættu svo sínu markinu hvor við í síðari hálfleik og niðurstaðan varð því 6-0 sigur Englands. Englendingar þurftu því að treysta á það að Hollendingar myndu ekki vinna Belga stærra en 3-0 til að enska liðið myndi tryggja sér efsta sæti riðilsins. Lineth Beerensteyn skoraði eina mark fyrri hálfleiksins fyrir Hollendinga og staðan því aðeins 1-0 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Beerensteyn tvöfaldaði svo forystu Hollands snemma í seinni hálfleik og ljóst að möguleikinn var til staðar fyrir liðið. Vonarneistinn virtist þó vera að slokkna þegar venjulegum leiktíma lauk og hollenska liðið hafði ekki bætt þriðja, og hvað þá fjórða, markinu við. Damaris Berta Egurrola Wienke tók þá til sinna mála. Hún skoraði þriðja mark hollenska liðsins á fyrstu mínútu uppbótartíma og það fjórða fjórum mínútum síðar. Með mörkunum tveimur tryggði hún Hollendingum 4-0 sigur og um leið sæti í undanúrslitum Þjóðadeildarinnar og möguleika á sæti á Ólympíuleikunum.
Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Sport Fleiri fréttir Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Sjá meira