Neituðu að sleppa Whelan og Gershkovich fyrir njósnara Samúel Karl Ólason skrifar 5. desember 2023 23:52 Evan Gershkovich og Paul Whelan. AP Ráðamenn í Rússlandi höfnuðu nýlegu tilboði Bandaríkjamanna um frelsun Paul Whelan og Evan Gershkovich. Talsmaður utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna segir tilboðið hafa verið umfangsmikið en sagði ekki af hverju því hefði verið hafnað. Gershkovich er blaðamaður Wall Street Journal sem sakaður var um njósnir og handtekinn í mars. Hann hefur setið í fangelsi síðan þá en yfirvöld í Rússlandi hafa ekkert sagt um nákvæmlega hvað hann er sakaður um. Forsvarsmenn Wall Street Journal segja hann hafa verið við fréttastörf í borginni Yekaterinburg þegar hann var handtekinn. Whelan hefur setið í fangelsi í Rússlandi í rétt rúm fimm ár og var hann einnig sakaður um njósnir. Rússar segja að leynilegur nafnalisti hafi fundist á USB-drifi í fórum hans þegar hann var handtekinn í byrjun desember 2018. Hann var síðar dæmdur í sextán ára fangelsi. Yfirvöld Í Bandaríkjunum segja Rússa hafa handtekið Whelan og Gershkovich að ósekju og hafa krafist þess að þeim verði sleppt úr fangelsi. „Þeir hefðu aldrei átt að vera handteknir,“ sagði Matthew Miller, áðurnefndur talsmaður, á blaðamannafundi í dag, samkvæmt AP fréttaveitunni. Hann sagði að þó tilboðinu hefði verið hafnað, myndi ríkisstjórn Bandaríkjanna halda áfram að reyna að ná þeim Whelan og Gershkovich heim. Í júlí 2022 slepptu Bandaríkjamenn alræmdum rússneskum vopnasala úr fangelsi í skiptum fyrir íþróttakonuna Brittney Griner, sem hafði verið handtekinn á flugvellinum í Moskvu fyrr á árinu með smávægilegt magn af kannabis-olíu í farangri sínum. Hún var svo dæmd í níu ára fangelsi. Vopnasalinn sem sleppt var heitir Viktor Bout en hann gekk á árunum áður undir nafninu „Vopnasali dauðans“. Ráðamenn í Bandaríkjunum vonuðust þá einni að fá Whelan sleppt úr haldi með Griner en Rússar sögðu það ekki koma til greina. Fyrr árið 2022 skiptu ríkin á Trevor Reed, fyrrverandi hermanni, og Konstantin Yaroshenko, flugmanni sem dæmdur var í tuttugu ára fangelsi árið 2011 fyrir umfangsmikið fíkniefnasmygl til Bandaríkjanna. Sagðir vilja morðingja lausan Heimildarmenn CNN segja að ríkisstjórn Bandaríkjanna hafi boðist til að sleppa nokkrum grunuðum rússneskum njósnurum úr haldi í skiptum fyrir Whelan og Gershkovich. Þessir meintu njósnarar eru sagðir sitja í fangelsi í Bandaríkjunum og í Evrópu. Meðal þeirra ríkja þar sem Rússar grunaðir um njósnir hafa verið handteknir eru Noregur, Eistland, Pólland, Svíþjóð og Slóvenía. Heimildarmenn CNN segja Rússa ólma í að fá Vadim Krasikov, ofursta úr Leyniþjónustu Rússlands (FSB) frá Þýskalandi, þar sem hann situr í fangelsi fyrir morð. Sjá einnig: Rússi dæmdur fyrir morðið í Litla dýragarðinum í Berlín Fréttakona CNN ræddi við Whelan í síðustu viku og þá sagðist hann vonsvikinn yfir því að tvenn fangaskipti hefðu átt sér stað milli Bandaríkjanna og Rússlands, frá því hann var handtekinn. Hann undraðist að hann ráðamenn í Bandaríkjunum hefði ekki krafist þess að honum yrði einnig sleppt. Bandaríkin Rússland Tengdar fréttir Bandaríski blaðamaðurinn í rússnesku fangelsi út sumarið Dómstóll í Moskvu staðfesti áframhaldandi gæsluvarðhald yfir Evan Gershkovich, bandarískum blaðamanni sem er sakaður um njósnir, fram í seinni hluta ágúst. Fréttamenn fengu ekki að vera viðstaddir þegar úrskurðurinn var kveðinn upp. 22. júní 2023 14:26 Griner sleppt úr fangelsi í skiptum fyrir alræmdan vopnasala Bandarísku körfuboltakonunni Brittney Griner hefur verið sleppt úr fangelsi í Rússlandi. Það var gert í skiptum fyrir það vopnasalann alræmda Viktor Bout sem setið hefur í fangelsi í Bandaríkjunum yrði sleppt. 8. desember 2022 13:21 Sagðir hafa óskað óformlega eftir njósnara í stað Griner og Whelan Rússnesk yfirvöld eru sögð hafa beðið um njósnarann Vadim Krasikov auk vopnasalans Viktor Brut í skiptum fyrir Brittney Griner og Paul Whelan í óformlegum viðræðum um fangaskipti við bandarísk yfirvöld. 29. júlí 2022 23:49 Íslandsvinurinn Whelan dæmdur í sextán ára nauðungarvinnu í Rússlandi Dómstóll í Rússlandi dæmdi í dag Bandaríkjamanninn Paul Whelan til sextán ára nauðungarvinnu eftir að hann var sakfelldur fyrir njósnir. 15. júní 2020 08:44 Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Erlent Fleiri fréttir „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Sjá meira
Gershkovich er blaðamaður Wall Street Journal sem sakaður var um njósnir og handtekinn í mars. Hann hefur setið í fangelsi síðan þá en yfirvöld í Rússlandi hafa ekkert sagt um nákvæmlega hvað hann er sakaður um. Forsvarsmenn Wall Street Journal segja hann hafa verið við fréttastörf í borginni Yekaterinburg þegar hann var handtekinn. Whelan hefur setið í fangelsi í Rússlandi í rétt rúm fimm ár og var hann einnig sakaður um njósnir. Rússar segja að leynilegur nafnalisti hafi fundist á USB-drifi í fórum hans þegar hann var handtekinn í byrjun desember 2018. Hann var síðar dæmdur í sextán ára fangelsi. Yfirvöld Í Bandaríkjunum segja Rússa hafa handtekið Whelan og Gershkovich að ósekju og hafa krafist þess að þeim verði sleppt úr fangelsi. „Þeir hefðu aldrei átt að vera handteknir,“ sagði Matthew Miller, áðurnefndur talsmaður, á blaðamannafundi í dag, samkvæmt AP fréttaveitunni. Hann sagði að þó tilboðinu hefði verið hafnað, myndi ríkisstjórn Bandaríkjanna halda áfram að reyna að ná þeim Whelan og Gershkovich heim. Í júlí 2022 slepptu Bandaríkjamenn alræmdum rússneskum vopnasala úr fangelsi í skiptum fyrir íþróttakonuna Brittney Griner, sem hafði verið handtekinn á flugvellinum í Moskvu fyrr á árinu með smávægilegt magn af kannabis-olíu í farangri sínum. Hún var svo dæmd í níu ára fangelsi. Vopnasalinn sem sleppt var heitir Viktor Bout en hann gekk á árunum áður undir nafninu „Vopnasali dauðans“. Ráðamenn í Bandaríkjunum vonuðust þá einni að fá Whelan sleppt úr haldi með Griner en Rússar sögðu það ekki koma til greina. Fyrr árið 2022 skiptu ríkin á Trevor Reed, fyrrverandi hermanni, og Konstantin Yaroshenko, flugmanni sem dæmdur var í tuttugu ára fangelsi árið 2011 fyrir umfangsmikið fíkniefnasmygl til Bandaríkjanna. Sagðir vilja morðingja lausan Heimildarmenn CNN segja að ríkisstjórn Bandaríkjanna hafi boðist til að sleppa nokkrum grunuðum rússneskum njósnurum úr haldi í skiptum fyrir Whelan og Gershkovich. Þessir meintu njósnarar eru sagðir sitja í fangelsi í Bandaríkjunum og í Evrópu. Meðal þeirra ríkja þar sem Rússar grunaðir um njósnir hafa verið handteknir eru Noregur, Eistland, Pólland, Svíþjóð og Slóvenía. Heimildarmenn CNN segja Rússa ólma í að fá Vadim Krasikov, ofursta úr Leyniþjónustu Rússlands (FSB) frá Þýskalandi, þar sem hann situr í fangelsi fyrir morð. Sjá einnig: Rússi dæmdur fyrir morðið í Litla dýragarðinum í Berlín Fréttakona CNN ræddi við Whelan í síðustu viku og þá sagðist hann vonsvikinn yfir því að tvenn fangaskipti hefðu átt sér stað milli Bandaríkjanna og Rússlands, frá því hann var handtekinn. Hann undraðist að hann ráðamenn í Bandaríkjunum hefði ekki krafist þess að honum yrði einnig sleppt.
Bandaríkin Rússland Tengdar fréttir Bandaríski blaðamaðurinn í rússnesku fangelsi út sumarið Dómstóll í Moskvu staðfesti áframhaldandi gæsluvarðhald yfir Evan Gershkovich, bandarískum blaðamanni sem er sakaður um njósnir, fram í seinni hluta ágúst. Fréttamenn fengu ekki að vera viðstaddir þegar úrskurðurinn var kveðinn upp. 22. júní 2023 14:26 Griner sleppt úr fangelsi í skiptum fyrir alræmdan vopnasala Bandarísku körfuboltakonunni Brittney Griner hefur verið sleppt úr fangelsi í Rússlandi. Það var gert í skiptum fyrir það vopnasalann alræmda Viktor Bout sem setið hefur í fangelsi í Bandaríkjunum yrði sleppt. 8. desember 2022 13:21 Sagðir hafa óskað óformlega eftir njósnara í stað Griner og Whelan Rússnesk yfirvöld eru sögð hafa beðið um njósnarann Vadim Krasikov auk vopnasalans Viktor Brut í skiptum fyrir Brittney Griner og Paul Whelan í óformlegum viðræðum um fangaskipti við bandarísk yfirvöld. 29. júlí 2022 23:49 Íslandsvinurinn Whelan dæmdur í sextán ára nauðungarvinnu í Rússlandi Dómstóll í Rússlandi dæmdi í dag Bandaríkjamanninn Paul Whelan til sextán ára nauðungarvinnu eftir að hann var sakfelldur fyrir njósnir. 15. júní 2020 08:44 Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Erlent Fleiri fréttir „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Sjá meira
Bandaríski blaðamaðurinn í rússnesku fangelsi út sumarið Dómstóll í Moskvu staðfesti áframhaldandi gæsluvarðhald yfir Evan Gershkovich, bandarískum blaðamanni sem er sakaður um njósnir, fram í seinni hluta ágúst. Fréttamenn fengu ekki að vera viðstaddir þegar úrskurðurinn var kveðinn upp. 22. júní 2023 14:26
Griner sleppt úr fangelsi í skiptum fyrir alræmdan vopnasala Bandarísku körfuboltakonunni Brittney Griner hefur verið sleppt úr fangelsi í Rússlandi. Það var gert í skiptum fyrir það vopnasalann alræmda Viktor Bout sem setið hefur í fangelsi í Bandaríkjunum yrði sleppt. 8. desember 2022 13:21
Sagðir hafa óskað óformlega eftir njósnara í stað Griner og Whelan Rússnesk yfirvöld eru sögð hafa beðið um njósnarann Vadim Krasikov auk vopnasalans Viktor Brut í skiptum fyrir Brittney Griner og Paul Whelan í óformlegum viðræðum um fangaskipti við bandarísk yfirvöld. 29. júlí 2022 23:49
Íslandsvinurinn Whelan dæmdur í sextán ára nauðungarvinnu í Rússlandi Dómstóll í Rússlandi dæmdi í dag Bandaríkjamanninn Paul Whelan til sextán ára nauðungarvinnu eftir að hann var sakfelldur fyrir njósnir. 15. júní 2020 08:44