Tungumálainngilding fyrir okkur öll Grace Achieng skrifar 6. desember 2023 07:46 Mikið var hressandi að horfa á fréttirnar þann 29. nóv þar sem menningar- og viðskiptaráðherra var gestur Kastljóss. Rætt var að áætlað er að a.m.k. 1,4 milljörðum verði varið í áætlun stjórnvalda til að efla íslenska tungu og meðal annars er gert ráð fyrir að auknar kröfur verði gerðar um að innflytjendur læri íslensku, auk þess sem þeir fái fleiri hvata og aukið svigrúm á vinnutíma til að fara á íslenskunámskeið. Tungumálahindranir, tungumálafordómar og áhrif þeirra á vinnumarkaðinn voru saga mín og saga margra innflytjenda. Þess vegna er ég svo þakklát fyrir þetta nýja framtak ráðherra, fyrir að hafa vettvang þar sem ég get talað um það sem skiptir mig máli og hefur áhrif á innflytjendur og samfélag okkar og fyrir það að ég nýt fulls stuðnings stjórnarinnar og Andreu Róbertsdóttur, framkvæmdastjóra FKA. Í tilefni viku íslenskunnar hafði ég fyrir hönd FKA, Félags kvenna í atvinnulífinu, umsjón með málþingi í Eddu sem félagið stóðu fyrir, þar sem við kynntumst samstarf við Bara tala. Þar var fjallað um mikilvægi íslenskunnar fyrir okkur öll og hvernig tungumálið sé í raun valdatæki og lykillinn að samfélaginu. Atvinnurekendum var bent á aðferðir við að styðja starfsfólk sem þarf og vill tileinka sér íslensku. Vel var mætt á málþingið, m.a. komu aðilar frá tungumálaskólanum Mími, Háskóla Íslands, Árnastofnun, vestfirska átakinu Gefum íslensku séns, Félagi kvenna í atvinnulífinu, nýsköpunarfyrirtækinu Bara tala, sem er stafrænn íslenskukennari sem byggir á gervigreind og íslenskri máltækni og áhugasamt fólk um framtíð íslenskunnar. Meðal þeirra sem hélt erindi voru nýju íslendingarnir. „Munnurinn er vígvöllur mismunandi menningarheima“ var yfirskrift opnunarerindis míns, og Ester Ellen Nelson, foringi í Hjálpræðishernum í Reykjavík, og Sólveig Jan Jónasdóttir, meðeigandi Höfðabóns, fluttu einnig persónulegar reynslusögur um áskoranir og sigra undir yfirskriftinni „Íslenska með hreim er líka íslenska “ og „Af hverju skiptir nafnið mitt máli?“ Jón Gunnar Þórðarson, framkvæmdastjóri Bara tala, fjallaði um mikilvægi þess að Íslendingar temji sér í auknum mæli þolinmæði til að hlusta á fólk sem reynir að spreyta sig á íslensku með því að „bara hlusta“. Í erindi sínu „Borðum þennan fíl!“ fjallaði hann meðal annars um það lykilatriði í lærdómsferlinu að æfa sig og hvers vegna kennslulausn á borð við Bara tala er gríðarlega mikilvæg til þess að fólk öðlist sjálfstraust við að tala tungumálið. Bragi Valdimar Skúlason, tónlistarmaður, textasmiður og handhafi Verðlauna Jónasar Hallgrímssonar 2022, flutti erindið „Allskyns orð“ og tjáði sig um tungumálið og kynjaðan veruleika þess með einstökum hætti. Ég er svo ánægð með þetta samstarf og með möguleika þessa apps á að gera tungumálið aðgengilegt innflytjendum, flóttafólki og öðrum sem vilja komast inn í íslenskt samfélag og vinnumarkaðinn, auk þess að varðveita íslenska tungumálið, sérstaklega fyrir þau sem hafa ekki efni á tungumálakennslu. Eins og ég hef alltaf sagt stend ég fyrir fjölbreytileika, inngildingu og sjálfbærni. Fyrir mér stendur þetta app fyrir allt af þessu - þar sem innflytjendur þurfa ekki að taka strætó eftir vinnudag í fullri vinnu til þess að fara í íslenskutíma á kvöldin, auk þess sem þeir þurfa heldur ekki að greiða háar upphæðir af lágum launum sínum eða fórna vinnutíma sínum til þess að læra tungumálið. Eftir málþingið skrifuðu FKA og Bara tala undir samstarfssamning en í honum felst að þróa stafræn íslenskukennslunámskeið inni í Bara tala smáforritinu sem miða að því að ýta undir jafnrétti og að efla konur og kvár af erlendum uppruna á íslenskum vinnumarkaði. Mín von er sú að komið verði á innleiðingarstefnu á Íslandi þar sem innflytjendur fá þjálfun í íslenskri menningu og tungumáli á grundvelli menntunar sinnar og hæfileika sem gerir þeim kleift að aðlaga sig vinnumarkaðnum og samfélaginu eins og í öðrum norrænum löndum, deila hæfni sinni og reynslu og saman byggja upp óendanlega þekkingu og sterkt samfélag. Höfundur er stofnandi og framkvæmdastjóri Gracelandic og stjórnarkona FKA, Félagi kvenna í atvinnulífinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innflytjendamál Íslensk tunga Mest lesið Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Sjá meira
Mikið var hressandi að horfa á fréttirnar þann 29. nóv þar sem menningar- og viðskiptaráðherra var gestur Kastljóss. Rætt var að áætlað er að a.m.k. 1,4 milljörðum verði varið í áætlun stjórnvalda til að efla íslenska tungu og meðal annars er gert ráð fyrir að auknar kröfur verði gerðar um að innflytjendur læri íslensku, auk þess sem þeir fái fleiri hvata og aukið svigrúm á vinnutíma til að fara á íslenskunámskeið. Tungumálahindranir, tungumálafordómar og áhrif þeirra á vinnumarkaðinn voru saga mín og saga margra innflytjenda. Þess vegna er ég svo þakklát fyrir þetta nýja framtak ráðherra, fyrir að hafa vettvang þar sem ég get talað um það sem skiptir mig máli og hefur áhrif á innflytjendur og samfélag okkar og fyrir það að ég nýt fulls stuðnings stjórnarinnar og Andreu Róbertsdóttur, framkvæmdastjóra FKA. Í tilefni viku íslenskunnar hafði ég fyrir hönd FKA, Félags kvenna í atvinnulífinu, umsjón með málþingi í Eddu sem félagið stóðu fyrir, þar sem við kynntumst samstarf við Bara tala. Þar var fjallað um mikilvægi íslenskunnar fyrir okkur öll og hvernig tungumálið sé í raun valdatæki og lykillinn að samfélaginu. Atvinnurekendum var bent á aðferðir við að styðja starfsfólk sem þarf og vill tileinka sér íslensku. Vel var mætt á málþingið, m.a. komu aðilar frá tungumálaskólanum Mími, Háskóla Íslands, Árnastofnun, vestfirska átakinu Gefum íslensku séns, Félagi kvenna í atvinnulífinu, nýsköpunarfyrirtækinu Bara tala, sem er stafrænn íslenskukennari sem byggir á gervigreind og íslenskri máltækni og áhugasamt fólk um framtíð íslenskunnar. Meðal þeirra sem hélt erindi voru nýju íslendingarnir. „Munnurinn er vígvöllur mismunandi menningarheima“ var yfirskrift opnunarerindis míns, og Ester Ellen Nelson, foringi í Hjálpræðishernum í Reykjavík, og Sólveig Jan Jónasdóttir, meðeigandi Höfðabóns, fluttu einnig persónulegar reynslusögur um áskoranir og sigra undir yfirskriftinni „Íslenska með hreim er líka íslenska “ og „Af hverju skiptir nafnið mitt máli?“ Jón Gunnar Þórðarson, framkvæmdastjóri Bara tala, fjallaði um mikilvægi þess að Íslendingar temji sér í auknum mæli þolinmæði til að hlusta á fólk sem reynir að spreyta sig á íslensku með því að „bara hlusta“. Í erindi sínu „Borðum þennan fíl!“ fjallaði hann meðal annars um það lykilatriði í lærdómsferlinu að æfa sig og hvers vegna kennslulausn á borð við Bara tala er gríðarlega mikilvæg til þess að fólk öðlist sjálfstraust við að tala tungumálið. Bragi Valdimar Skúlason, tónlistarmaður, textasmiður og handhafi Verðlauna Jónasar Hallgrímssonar 2022, flutti erindið „Allskyns orð“ og tjáði sig um tungumálið og kynjaðan veruleika þess með einstökum hætti. Ég er svo ánægð með þetta samstarf og með möguleika þessa apps á að gera tungumálið aðgengilegt innflytjendum, flóttafólki og öðrum sem vilja komast inn í íslenskt samfélag og vinnumarkaðinn, auk þess að varðveita íslenska tungumálið, sérstaklega fyrir þau sem hafa ekki efni á tungumálakennslu. Eins og ég hef alltaf sagt stend ég fyrir fjölbreytileika, inngildingu og sjálfbærni. Fyrir mér stendur þetta app fyrir allt af þessu - þar sem innflytjendur þurfa ekki að taka strætó eftir vinnudag í fullri vinnu til þess að fara í íslenskutíma á kvöldin, auk þess sem þeir þurfa heldur ekki að greiða háar upphæðir af lágum launum sínum eða fórna vinnutíma sínum til þess að læra tungumálið. Eftir málþingið skrifuðu FKA og Bara tala undir samstarfssamning en í honum felst að þróa stafræn íslenskukennslunámskeið inni í Bara tala smáforritinu sem miða að því að ýta undir jafnrétti og að efla konur og kvár af erlendum uppruna á íslenskum vinnumarkaði. Mín von er sú að komið verði á innleiðingarstefnu á Íslandi þar sem innflytjendur fá þjálfun í íslenskri menningu og tungumáli á grundvelli menntunar sinnar og hæfileika sem gerir þeim kleift að aðlaga sig vinnumarkaðnum og samfélaginu eins og í öðrum norrænum löndum, deila hæfni sinni og reynslu og saman byggja upp óendanlega þekkingu og sterkt samfélag. Höfundur er stofnandi og framkvæmdastjóri Gracelandic og stjórnarkona FKA, Félagi kvenna í atvinnulífinu.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun