Fótbolti

Taylor Swift gæti haft á­hrif á fallbaráttuna í Frakk­landi

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Áhrifa Taylors Swift gætir víða.
Áhrifa Taylors Swift gætir víða. vísir/getty

Taylor Swift er ein vinsælasta og áhrifamesta tónlistarkona heims. Hún gæti meðal annars haft áhrif á botnbaráttuna í frönsku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Sjöfaldir Frakklandsmeistarar Lyon hafa byrjað tímabilið skelfilega, hafa rekið tvo knattspyrnustjóra og eru á botni frönsku úrvalsdeildarinnar með einungis sjö stig eftir þrettán leiki.

Tvö neðstu lið frönsku úrvalsdeildarinnar falla niður í B-deild en liðið í þriðja neðsta sæti fer í umspil við liðið sem vinnur umspilið í B-deildinni.

Seinni leikurinn í umspilinu sem fer fram mánudaginn 3. júní 2024. Sama dag, og reyndar daginn á undan, er Swift með tónleika á Groupama leikvanginum í Lyon. Ef Lyon endar í 16. sæti frönsku úrvalsdeildarinnar leikur liðið seinni umspilsleikinn á heimavelli 3. júní en sá leikur gæti þurft að fara fram á hlutlausum velli. Úrvalsdeildarliðið á alltaf seinni leikinn í umspilinu á heimavelli. 

Uppselt er á báða tónleika Swift eins og á alla tónleika hennar á risa tónleikaferðalagi sem hefur slegið fjölmörg met. Í dag var greint frá því að TIME hefði valið Swift sem manneskju ársins 2023.

Pierre Sage var ráðinn stjóri Lyon til bráðabirgða. Næsti leikur liðsins er gegn Toulouse á sunnudaginn kemur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×