Getur einkaaðili samið við ríkið um að hækka skatta á keppinautum sínum? Ólafur Stephensen skrifar 6. desember 2023 12:31 Félag atvinnurekenda hefur sent Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra erindi og krafizt aðildar að endurskoðun búvörusamninga hvað tollamál varðar. FA bendir á að láti ráðherra undan kröfum Bændasamtaka Íslands um að hækka tolla á innfluttum búvörum sé ráðherra að taka stjórnvaldsákvörðun sem væri íþyngjandi fyrir matvöruinnflytjendur, félagsmenn FA. Ráðherra væri þannig í raun að semja við einn einkaaðila, Bændasamtökin, um að hækka skatta á keppinautum hans, matvöruinnflytjendum, til að rýra samkeppnisstöðu þeirra. Endurskoða ber búvörusamninga ríkisins og Bændasamtakanna öðru sinni nú á árinu 2023. Fram hefur komið opinberlega að Bændasamtökin setji í viðræðum um endurskoðunina fram kröfur um hækkun tolla á innfluttum búvörum og er í erindi FA vísað í að sumir talsmenn ríkisstjórnarinnar hafi tekið undir slíkar hugmyndir. Þannig sagði Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins í Kastljósi RÚV 27. september síðastliðinn er rætt var um hækkun tolla að slíkt „kosti ekki ríkissjóð nokkra krónu en myndi hjálpa landbúnaðinum.“ Þetta er reyndar útúrsnúningur; eigendur ríkissjóðs eru skattgreiðendur, sem eru sama fólkið og neytendur. Engum vafa er undirorpið að hækkun tolla bitnar á buddu neytenda og skattgreiðenda, bara með minna sýnilegum hætti en þegar stuðningur við landbúnaðinn kemur beint úr ríkissjóði. Í Félagi atvinnurekenda eru margir af helztu matvöruinnflytjendum landsins. Hækkun tolla á innfluttum matvörum fæli í sér íþyngjandi aðgerðir gagnvart þeim fyrirtækjum og rekstri þeirra. Rétt er að rifja upp að í 30. grein búvörulaga, sem búvörusamningar byggjast á, er enga heimild að finna til handa ráðherra að semja við einkaaðila, Bændasamtökin, um að leggja skatta á aðra einkaaðila, innflytjendur matvöru, sem eru í samkeppni við þann fyrrnefnda, jafnvel þótt slíkt hafi verið gert með búvörusamningum sem voru undirritaðir árið 2016. Verður að telja það einsdæmi að ríkið semji sérstaklega um það við eina atvinnugrein að hækka skatta á keppinautum hennar og skaða þannig hagsmuni eins einkaaðila í samkeppni hans við annan. „Semji ráðherra við Bændasamtökin um að hann beiti sér fyrir hækkun tolla á innfluttum búvörum er hann að taka stjórnsýsluákvörðun sem hefur rík áhrif á starfsskilyrði og hagsmuni félagsmanna FA. Í því ljósi fer félagið fram á að fá stöðu aðila að endurskoðun búvörusamninganna hvað tollamál varðar, til samræmis við meginreglur um aðild að stjórnsýslumálum, enda hafa félagsmenn FA beinna, sérstakra, verulegra og lögvarinna hagsmuna að gæta af ákvörðuninni,“ segir í erindi FA til matvælaráðherra. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Landbúnaður Búvörusamningar Mest lesið Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Minning fórnarlamba helfararinnar svívirt Einar Ólafsson Skoðun Hvar stendur barnið mitt í námi? Helga Sigurrós Valgeirsdóttir Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Háskóli á heimsmælikvarða - Silju Báru í rektorinn! Erlingur Erlingsson Skoðun Er Inga Sæland Þjófur? Birgir Dýrfjörð Skoðun Er tantra einungis um kynlíf? Rajan Parrikar Skoðun Er samfélagslegt stórslys í uppsiglingu? Davíð Bergmann Skoðun Alþjóðlegir straumar í menntamálum: Valdeflum kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fjárfestum í vegakerfinu Stefán Broddi Guðjónsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Ísland og lausnir – I – stéttarfélög Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Skjánotkun foreldra - tímarnir breytast og tengslin með? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Til þjónustu reiðubúin í Garðabæ Almar Guðmundsson skrifar Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar Skoðun Tilvistarkreppa leikskólakennara? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nauðgunarmál, 2. grein. Upplýsingar fást ekki Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ekki láta aðra kjósa fyrir þig Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Er tantra einungis um kynlíf? Rajan Parrikar skrifar Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Alþjóðlegir straumar í menntamálum: Valdeflum kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Háskóli á heimsmælikvarða - Silju Báru í rektorinn! Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson skrifar Skoðun Hvar stendur barnið mitt í námi? Helga Sigurrós Valgeirsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Minning fórnarlamba helfararinnar svívirt Einar Ólafsson skrifar Skoðun Minna af þér og meira af öðrum Heiða Björk Sturludóttir skrifar Skoðun Að byggja upp öfluga og flotta leikskóla til framtíðar Ísabella Markan skrifar Skoðun Að koma skriðdreka á Snæfellsnes Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Ræstitækni ehf.: Fríríki atvinnurekandans Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Er samfélagslegt stórslys í uppsiglingu? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Skiptir hugarfarið máli? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum ekki að hafa alla með okkur í liði Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Verkfærakistan er alltaf opin Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Píratar til forystu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Beðið fyrir verðbólgu Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Minni pólitík, meiri fagmennska Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ný krydd í skuldasúpuna Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ferðasjóður ÍSÍ hefur rýrnað frá árinu 2019 Heimir Örn Árnason skrifar Sjá meira
Félag atvinnurekenda hefur sent Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra erindi og krafizt aðildar að endurskoðun búvörusamninga hvað tollamál varðar. FA bendir á að láti ráðherra undan kröfum Bændasamtaka Íslands um að hækka tolla á innfluttum búvörum sé ráðherra að taka stjórnvaldsákvörðun sem væri íþyngjandi fyrir matvöruinnflytjendur, félagsmenn FA. Ráðherra væri þannig í raun að semja við einn einkaaðila, Bændasamtökin, um að hækka skatta á keppinautum hans, matvöruinnflytjendum, til að rýra samkeppnisstöðu þeirra. Endurskoða ber búvörusamninga ríkisins og Bændasamtakanna öðru sinni nú á árinu 2023. Fram hefur komið opinberlega að Bændasamtökin setji í viðræðum um endurskoðunina fram kröfur um hækkun tolla á innfluttum búvörum og er í erindi FA vísað í að sumir talsmenn ríkisstjórnarinnar hafi tekið undir slíkar hugmyndir. Þannig sagði Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins í Kastljósi RÚV 27. september síðastliðinn er rætt var um hækkun tolla að slíkt „kosti ekki ríkissjóð nokkra krónu en myndi hjálpa landbúnaðinum.“ Þetta er reyndar útúrsnúningur; eigendur ríkissjóðs eru skattgreiðendur, sem eru sama fólkið og neytendur. Engum vafa er undirorpið að hækkun tolla bitnar á buddu neytenda og skattgreiðenda, bara með minna sýnilegum hætti en þegar stuðningur við landbúnaðinn kemur beint úr ríkissjóði. Í Félagi atvinnurekenda eru margir af helztu matvöruinnflytjendum landsins. Hækkun tolla á innfluttum matvörum fæli í sér íþyngjandi aðgerðir gagnvart þeim fyrirtækjum og rekstri þeirra. Rétt er að rifja upp að í 30. grein búvörulaga, sem búvörusamningar byggjast á, er enga heimild að finna til handa ráðherra að semja við einkaaðila, Bændasamtökin, um að leggja skatta á aðra einkaaðila, innflytjendur matvöru, sem eru í samkeppni við þann fyrrnefnda, jafnvel þótt slíkt hafi verið gert með búvörusamningum sem voru undirritaðir árið 2016. Verður að telja það einsdæmi að ríkið semji sérstaklega um það við eina atvinnugrein að hækka skatta á keppinautum hennar og skaða þannig hagsmuni eins einkaaðila í samkeppni hans við annan. „Semji ráðherra við Bændasamtökin um að hann beiti sér fyrir hækkun tolla á innfluttum búvörum er hann að taka stjórnsýsluákvörðun sem hefur rík áhrif á starfsskilyrði og hagsmuni félagsmanna FA. Í því ljósi fer félagið fram á að fá stöðu aðila að endurskoðun búvörusamninganna hvað tollamál varðar, til samræmis við meginreglur um aðild að stjórnsýslumálum, enda hafa félagsmenn FA beinna, sérstakra, verulegra og lögvarinna hagsmuna að gæta af ákvörðuninni,“ segir í erindi FA til matvælaráðherra. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.
Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun
Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar
Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar
Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun