McTominay hetja United gegn Chelsea

Dagur Lárusson skrifar
Scott McTominay fagnar.
Scott McTominay fagnar. Vísir/getty

Scott McTominay skoraði tvö mörk í sigri Manchester United gegn Chelsea á Old Trafford í kvöld.

Fyrir leikinn var Manchester United í sjöunda sæti deildarinnar með 24 stig á meðan Chelsea var í tíunda sætinu með 19 stig.

Fyrsta alvöru atviks leiksins gerðist á 9. mínútu leiksins þegar United fékk vítaspyrnu sem Bruno Fernandes tók en lét Sanchez í marki Chelsea verja frá sér og staðan því enn 0-0.

United náði hins vegar forystunni aðeins tíu mínútum síðar með marki frá Scott McTominay. Allt stefndi í að United færi með forystuna í hálfleikinn en þá fékk Cole Palmer boltann frá Mudryk á 45. mínútu og náði hann að koma boltanum framhjá Onana í marki United. Staðan 1-1 í hálfleik.

Það var síðan aftur Scott McTominay sem skoraði fyrir United í seinni hálfleiknum þar sem hann lúrði á fjarstönginni og skallaði boltann í netið eftir frábæra fyrirgjöf inn á teig. Staðan orðin 2-1.

Leikmenn Chelsea reyndu hvað þeir gátu að jafna metin en inn vildi boltinn ekki og lokatölur því 2-1. Eftir leikinn er United í sjötta sæti deildarinnar með 27 stig en Chelsea er enn í tíunda sætinu með 19 stig.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira