Fimm sveitarfélög sektuð fyrir að nota Google skýjalausn í skólastarfi Lovísa Arnardóttir skrifar 6. desember 2023 15:52 Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, segir málið alvarlegt. Reykjavíkurborg er eitt þeirra sveitarfélaga sem var sektað en fær lægstu sektina. Samsett Fimm sveitarfélög hafa verið sektuð af persónuvernd fyrir að nota skýjalausn Google með röngum hætti í grunnskólastarfi. Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, segir málið alvarlegt og að margvíslega hafi verið brotið á persónuverndarlöggjöfinni. Sveitarfélögin hafa öll frest til 29. febrúar á næsta ári til að færa vinnsluna til samræmis við löggjöfina. Þá hefur þeim öllum verið gert að færa vinnslu persónuupplýsinga grunnskólanemenda í nemendakerfi Google, Google Workspace for Education, til samræmis við persónuverndarlöggjöfina. Að auki hafa verið lagðar stjórnvaldssektir á sveitarfélögin sem nema samanlagt 12,8 milljónum. Kópavogsbær var sektaður um þrjár milljónir, Hafnarfjörður um 2,8 milljónir, Reykjanesbær um 2,5 milljónir, Garðabær um 2,5 milljónir og Reykjavíkurborg um tvær milljónir. Persónuupplýsingar barna njóta sérstakrar verndar Ítarlega er fjallað um hverja sekt fyrir sig í aðskildri úrlausn á vef Persónuverndar. Tekið er fram í þeim öllum að persónuupplýsingar barna njóti sérstakrar verndar. Þegar upplýsingatæknikerfi sé notuð í grunnskólastarfi sé mikilvægt að huga að þeirri vernd og farið að kröfum persónuverndarlöggjafarinnar til hins ýtrasta. Þá segir að grunnskólar sveitarfélaganna hafi notað upplýsingatækni án þess að gæta að kröfum persónuverndarlöggjafar. Úttekt Persónuverndar á notkun kerfisins hafi leitt í ljós margvísleg brot sveitarfélaganna á löggjöfinni. Alls voru fimm úttektir gerðar sem voru þáttur í víðtækara verkefni sem unnið var að frumkvæði Evrópska persónuverndarráðsins. Úttektir Persónuverndar lutu að því hvernig persónuupplýsingar grunnskólanemenda sveitarfélaganna voru unnar í Google-nemendakerfinu. Meðal þeirra upplýsinga sem mátti finna í kerfinu voru nöfn nemenda, verkefni þeirra og samskipti kennara og nemenda. Úttektirnar hafi svo leitt í ljós að Google vinnur persónuupplýsingar grunnskólanemenda umfram fyrirmæli sveitarfélaganna og þótti ekki sýnt fram á að sú vinnsla rúmaðist innan þess tilgangs sem sveitarfélögin höfðu skilgreint fyrir vinnslu persónuupplýsinga í nemendakerfinu. Hrein einkamálefni barna í kerfinu Þá kemur fram að við ákvörðun um sekt hafi verið litið til þess að brotin vörðuðu persónuupplýsingar barna sem njóta sérstakrar verndar samkvæmt persónuverndarlöggjöfinni. „…upplýsingar um hrein einkamálefni barna voru skráðar í nemendakerfið og líkur þóttu á að skráðar væru í kerfið viðkvæmar persónuupplýsingar þeirra. Þá var horft til þess að áhætta fylgdi því að persónuupplýsingar væru fluttar til Bandaríkjanna og unnar þar án þess að gripið hefði verið til viðeigandi verndarráðstafana,“ segir í úrlausn Persónuverndar. Þá var einnig litið til þess að ekkert tjón virtist hafa orðið vegna brotanna og að sveitarfélögin hafi svarað erindum Persónuverndar við meðferð málanna með skýrum og greinargóðum hætti. „Þetta eru stór og þung mál og flókin lagalega. Það er gríðarlega mikill málarekstur að baki en í grunninn erum við að tala um að þarna eru íslensk sveitarfélög, misjafnlega stór, að semja við einn stærsta tæknirisa í heimi. Þau ákveða að leita ekki ráðgjafar hjá Persónuvernd,“ segir Helga og að um sé að ræða margvísleg brot á persónuverndarlögum. „Google voru í raun færðar persónuupplýsingar um grunnskólabörn á Íslandi á silfurfati. Það er ekki í boði í dag.“ Helga segir að málin séu svipuð þeim sem hafa komið upp í Reykjavík og Kópavogi er varða Seesaw-nemendakerfið. Kópavogsbær var fyrr á árinu sektaður um fjórar milljónir fyrir að miðla upplýsingum um grunnkólabörn í Seesaw kerfið og Reykjavík var sektuð um fimm milljónir í fyrra. Skóla - og menntamál Grunnskólar Réttindi barna Persónuvernd Reykjavík Hafnarfjörður Garðabær Kópavogur Reykjanesbær Tengdar fréttir Slær líka á putta Kópavogs vegna nemendakerfis Persónuvernd hefur gert Kópavogsbæ að greiða fjögurra milljóna króna stjórnvaldssekt vegna notkunar bæjarins á nemendakerfinu Seesaw. Reykjavíkurborg var gert að greiða fimm milljónakróna sekt vegna notkunar sama kerfis í fyrra. 12. maí 2023 13:32 Sektar borgina um fimm milljónir króna vegna Seesaw-nemendakerfisins Persónuvernd hefur lagt fyrir Reykjavíkurborg að greiða fimm milljónir króna stjórnvaldssekt á grundvelli fyrri ákvörðunar stofnunarinnar um notkun Seesaw-nemendakerfisins í grunnskólum borgarinnar. 9. maí 2022 08:02 Ákvörðun Persónuverndar hafi áhrif á skólastarf um land allt Reykjavíkurborg telur að ákvörðun Persónuverndar, sem varðar innleiðingu á upplýsingakerfinu Seesaw, muni hafa áhrif á skólastarf víða um land. Reykjavíkurborg leggur nú mat á réttarstöðu sína. 18. desember 2021 14:59 Mest lesið Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Fleiri fréttir Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Sjá meira
Sveitarfélögin hafa öll frest til 29. febrúar á næsta ári til að færa vinnsluna til samræmis við löggjöfina. Þá hefur þeim öllum verið gert að færa vinnslu persónuupplýsinga grunnskólanemenda í nemendakerfi Google, Google Workspace for Education, til samræmis við persónuverndarlöggjöfina. Að auki hafa verið lagðar stjórnvaldssektir á sveitarfélögin sem nema samanlagt 12,8 milljónum. Kópavogsbær var sektaður um þrjár milljónir, Hafnarfjörður um 2,8 milljónir, Reykjanesbær um 2,5 milljónir, Garðabær um 2,5 milljónir og Reykjavíkurborg um tvær milljónir. Persónuupplýsingar barna njóta sérstakrar verndar Ítarlega er fjallað um hverja sekt fyrir sig í aðskildri úrlausn á vef Persónuverndar. Tekið er fram í þeim öllum að persónuupplýsingar barna njóti sérstakrar verndar. Þegar upplýsingatæknikerfi sé notuð í grunnskólastarfi sé mikilvægt að huga að þeirri vernd og farið að kröfum persónuverndarlöggjafarinnar til hins ýtrasta. Þá segir að grunnskólar sveitarfélaganna hafi notað upplýsingatækni án þess að gæta að kröfum persónuverndarlöggjafar. Úttekt Persónuverndar á notkun kerfisins hafi leitt í ljós margvísleg brot sveitarfélaganna á löggjöfinni. Alls voru fimm úttektir gerðar sem voru þáttur í víðtækara verkefni sem unnið var að frumkvæði Evrópska persónuverndarráðsins. Úttektir Persónuverndar lutu að því hvernig persónuupplýsingar grunnskólanemenda sveitarfélaganna voru unnar í Google-nemendakerfinu. Meðal þeirra upplýsinga sem mátti finna í kerfinu voru nöfn nemenda, verkefni þeirra og samskipti kennara og nemenda. Úttektirnar hafi svo leitt í ljós að Google vinnur persónuupplýsingar grunnskólanemenda umfram fyrirmæli sveitarfélaganna og þótti ekki sýnt fram á að sú vinnsla rúmaðist innan þess tilgangs sem sveitarfélögin höfðu skilgreint fyrir vinnslu persónuupplýsinga í nemendakerfinu. Hrein einkamálefni barna í kerfinu Þá kemur fram að við ákvörðun um sekt hafi verið litið til þess að brotin vörðuðu persónuupplýsingar barna sem njóta sérstakrar verndar samkvæmt persónuverndarlöggjöfinni. „…upplýsingar um hrein einkamálefni barna voru skráðar í nemendakerfið og líkur þóttu á að skráðar væru í kerfið viðkvæmar persónuupplýsingar þeirra. Þá var horft til þess að áhætta fylgdi því að persónuupplýsingar væru fluttar til Bandaríkjanna og unnar þar án þess að gripið hefði verið til viðeigandi verndarráðstafana,“ segir í úrlausn Persónuverndar. Þá var einnig litið til þess að ekkert tjón virtist hafa orðið vegna brotanna og að sveitarfélögin hafi svarað erindum Persónuverndar við meðferð málanna með skýrum og greinargóðum hætti. „Þetta eru stór og þung mál og flókin lagalega. Það er gríðarlega mikill málarekstur að baki en í grunninn erum við að tala um að þarna eru íslensk sveitarfélög, misjafnlega stór, að semja við einn stærsta tæknirisa í heimi. Þau ákveða að leita ekki ráðgjafar hjá Persónuvernd,“ segir Helga og að um sé að ræða margvísleg brot á persónuverndarlögum. „Google voru í raun færðar persónuupplýsingar um grunnskólabörn á Íslandi á silfurfati. Það er ekki í boði í dag.“ Helga segir að málin séu svipuð þeim sem hafa komið upp í Reykjavík og Kópavogi er varða Seesaw-nemendakerfið. Kópavogsbær var fyrr á árinu sektaður um fjórar milljónir fyrir að miðla upplýsingum um grunnkólabörn í Seesaw kerfið og Reykjavík var sektuð um fimm milljónir í fyrra.
Skóla - og menntamál Grunnskólar Réttindi barna Persónuvernd Reykjavík Hafnarfjörður Garðabær Kópavogur Reykjanesbær Tengdar fréttir Slær líka á putta Kópavogs vegna nemendakerfis Persónuvernd hefur gert Kópavogsbæ að greiða fjögurra milljóna króna stjórnvaldssekt vegna notkunar bæjarins á nemendakerfinu Seesaw. Reykjavíkurborg var gert að greiða fimm milljónakróna sekt vegna notkunar sama kerfis í fyrra. 12. maí 2023 13:32 Sektar borgina um fimm milljónir króna vegna Seesaw-nemendakerfisins Persónuvernd hefur lagt fyrir Reykjavíkurborg að greiða fimm milljónir króna stjórnvaldssekt á grundvelli fyrri ákvörðunar stofnunarinnar um notkun Seesaw-nemendakerfisins í grunnskólum borgarinnar. 9. maí 2022 08:02 Ákvörðun Persónuverndar hafi áhrif á skólastarf um land allt Reykjavíkurborg telur að ákvörðun Persónuverndar, sem varðar innleiðingu á upplýsingakerfinu Seesaw, muni hafa áhrif á skólastarf víða um land. Reykjavíkurborg leggur nú mat á réttarstöðu sína. 18. desember 2021 14:59 Mest lesið Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Fleiri fréttir Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Sjá meira
Slær líka á putta Kópavogs vegna nemendakerfis Persónuvernd hefur gert Kópavogsbæ að greiða fjögurra milljóna króna stjórnvaldssekt vegna notkunar bæjarins á nemendakerfinu Seesaw. Reykjavíkurborg var gert að greiða fimm milljónakróna sekt vegna notkunar sama kerfis í fyrra. 12. maí 2023 13:32
Sektar borgina um fimm milljónir króna vegna Seesaw-nemendakerfisins Persónuvernd hefur lagt fyrir Reykjavíkurborg að greiða fimm milljónir króna stjórnvaldssekt á grundvelli fyrri ákvörðunar stofnunarinnar um notkun Seesaw-nemendakerfisins í grunnskólum borgarinnar. 9. maí 2022 08:02
Ákvörðun Persónuverndar hafi áhrif á skólastarf um land allt Reykjavíkurborg telur að ákvörðun Persónuverndar, sem varðar innleiðingu á upplýsingakerfinu Seesaw, muni hafa áhrif á skólastarf víða um land. Reykjavíkurborg leggur nú mat á réttarstöðu sína. 18. desember 2021 14:59