„Ótrúlegt að menn horfist ekki í augu við þetta og axli ábyrgð“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 6. desember 2023 15:27 Jón Pétur aðstoðarskólastjóri segir að til að bæta frammistöðu í PISA könnuninni og lesskilning grunnskólabarna almennt þurfi að leggja góðan grunn á leikskólastiginu. Lausnir þurfi að vera fjölþættar til að árangur náist. Aðsend/Getty „Það molnar stanslaust undan okkur. Hversu miklum lífsgæðum þurfum við að fórna og hversu mörgum tækifærum nemenda okkar þurfum við að fórna þar til við grípum í taumana og vöknum?“ Jón Pétur Zimsen aðstoðarskólastjóri Réttarholtsskóla varpar þessari spurningu fram í ljósi hinnar alþjóðlegu PISA könnunar en niðurstöður voru birtar í gær. Þær sýna að 40% fimmtán ára barna búa ekki yfir grunnhæfni í lesskilningi sem er talsvert undir meðaltali OECD. Vert er að taka fram að íslenskar stúlkur koma töluvert betur út úr könnuninni en drengir en aðeins 53% fimmtán ára íslenskra drengja búa yfir grunnhæfni í lesskilningi samkvæmt PISA könnuninni. „Aðrar niðurstöður hefðu komið mér á óvart,“ segir Jón Pétur og bætir við að þróunin hafi verið niður á við síðustu ár. „Vonbrigðin eru fyrir hönd krakkanna en tækifæri þeirra til lífsgæða eru skert.“ Jóni Pétri þykir menntamálayfirvöld hafa gert of lítið úr vandanum í viðtölum við fjölmiðla í gær. „Það er í raun ótrúlegt að menn horfist ekki í augu við þetta og axli ábyrgð. Við verjum 200 milljörðum, tæpum, í þessi kerfi og eftir tíu ára skyldunám þá er þetta niðurstaðan og að menn svari svona, og það gerðu nánast allir sem bera ábyrgð og tjáðu sig, það er algjörlega óboðlegt.“ Jón Pétur telur að þörf sé á fjölbreyttum lausnum svo hægt sé að snúa þróuninni við. „Leiðin út úr þessu er að byrja strax í leikskólanum; að þar séu kennarar og starfsfólk sem allt tali íslensku allan daginn við öll börnin og þetta á náttúrulega sérstaklega við um börn sem standa höllum fæti í íslensku. Svo á fyrstu stigum grunnskóla þurfum við bara að tryggja það að allir nemendur nái að lesa nema það sé einver taugaröskun sem komi í veg fyrir það. Það er gert með því að fylgjast vel með, vera með próf, skoða hvernig árangurinn er og bara halda þessu að krökkunum og vera með mikla og góða eftirfylgni þannig að nánast allir séu læsir eftir sex ára bekkinn.“ Tæknin kemur ekki í staðinn fyrir þjálfun Minnka þurfi skjánotkun bæði heima fyrir og í skólanum. Hann tekur mið af orðræðunni um breytta tíma og að Google leysi málin á einu augabragði. Jón Pétur kveðst ekki sannfærður. „Þú „Googlar“ ekkert eða notar gervigreind nema þú sért með raungreind og hún byggir á djúpum orðaforða og hún byggir á því að þú getir tengt saman hugtök,“ bendir Jón Pétur á. Minni geta barna til lesskilnings geti haft í för með sér mikla erfiðleika. Jón Pétur segir málið mun alvarlegra en virðist í fyrstu. Börn með slakan lesskilning séu til að mynda berskjaldaðri gagnvart áróðri og falsfréttum. „Þetta tengist sjálfsmynd okkar sem manneskja. Ef okkur finnst við ekki geta talað íslensku og að við skiljum ekki það sem fer fram þá missum við áhuga. Við munum ekki setja okkur inn í nein mál, við vitum ekki hvað við eigum að kjósa, vitum ekki hvar hag okkar er best borgið. Þetta er svo alvarlegt.“ Það sé fyrir öllu að fólk líti í eigin barm. „Við sem skólakerfi getum ekki bara bent á foreldrana. Við erum hér með krakkana ákveðið marga klukkutíma á viku og daga á ári og við verðum bara að standa okkur betur. Það þýðir ekki að þetta sé allt skólunum að kenna en við verðum samt að horfa inn á við og aðeins breyta af þeirri stefnu sem við höfum verið á,“ segir Jón Pétur. PISA-könnun Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Grunnskólar Tengdar fréttir „Stórkostlegt áhyggjuefni“ Niðurstöður PISA-skýrslu, þar sem fram kemur að annar hver 15 ára drengur búi ekki yfir grunnfærni í lesskilningi, hafa vakið mikil viðbrögð. Íslenskuprófessor segir þróunina skuggalega og Andri Snær Magnason rithöfundur segir of litlu varið í þá sem búa til lesefni. 5. desember 2023 21:49 PISA sýnir aukna stéttaskiptingu á Íslandi: „Sitja ein uppi með vandamálin“ Annar hver 15 ára drengur á Íslandi býr ekki yfir grunnfærni í lesskilningi. Íslenskir nemendur er undir meðaltali OECD ríkjanna í öllum meginflokkum PISA könnunar. Börn með lakari félags- og efnahagslegan bakgrunn koma verr út í könnuninni. 5. desember 2023 19:41 Slök frammistaða í PISA: „Fær okkur til að velta fyrir okkur stöðu íslenskunnar“ Frammistaða íslenskra nemenda í PISA könnuninni 2022 er bæði lakari en í fyrri könnunum og undir meðaltali OECD ríkjanna í öllum þremur meginflokkunum sem undir eru. Lesskilningi hefur hrakað mest en forstjóri menntamálastofnunar segir stöðuna fá hana til að velta fyrir sér stöðu íslenskrar tungu. 5. desember 2023 13:42 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Fleiri fréttir Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sjá meira
Jón Pétur Zimsen aðstoðarskólastjóri Réttarholtsskóla varpar þessari spurningu fram í ljósi hinnar alþjóðlegu PISA könnunar en niðurstöður voru birtar í gær. Þær sýna að 40% fimmtán ára barna búa ekki yfir grunnhæfni í lesskilningi sem er talsvert undir meðaltali OECD. Vert er að taka fram að íslenskar stúlkur koma töluvert betur út úr könnuninni en drengir en aðeins 53% fimmtán ára íslenskra drengja búa yfir grunnhæfni í lesskilningi samkvæmt PISA könnuninni. „Aðrar niðurstöður hefðu komið mér á óvart,“ segir Jón Pétur og bætir við að þróunin hafi verið niður á við síðustu ár. „Vonbrigðin eru fyrir hönd krakkanna en tækifæri þeirra til lífsgæða eru skert.“ Jóni Pétri þykir menntamálayfirvöld hafa gert of lítið úr vandanum í viðtölum við fjölmiðla í gær. „Það er í raun ótrúlegt að menn horfist ekki í augu við þetta og axli ábyrgð. Við verjum 200 milljörðum, tæpum, í þessi kerfi og eftir tíu ára skyldunám þá er þetta niðurstaðan og að menn svari svona, og það gerðu nánast allir sem bera ábyrgð og tjáðu sig, það er algjörlega óboðlegt.“ Jón Pétur telur að þörf sé á fjölbreyttum lausnum svo hægt sé að snúa þróuninni við. „Leiðin út úr þessu er að byrja strax í leikskólanum; að þar séu kennarar og starfsfólk sem allt tali íslensku allan daginn við öll börnin og þetta á náttúrulega sérstaklega við um börn sem standa höllum fæti í íslensku. Svo á fyrstu stigum grunnskóla þurfum við bara að tryggja það að allir nemendur nái að lesa nema það sé einver taugaröskun sem komi í veg fyrir það. Það er gert með því að fylgjast vel með, vera með próf, skoða hvernig árangurinn er og bara halda þessu að krökkunum og vera með mikla og góða eftirfylgni þannig að nánast allir séu læsir eftir sex ára bekkinn.“ Tæknin kemur ekki í staðinn fyrir þjálfun Minnka þurfi skjánotkun bæði heima fyrir og í skólanum. Hann tekur mið af orðræðunni um breytta tíma og að Google leysi málin á einu augabragði. Jón Pétur kveðst ekki sannfærður. „Þú „Googlar“ ekkert eða notar gervigreind nema þú sért með raungreind og hún byggir á djúpum orðaforða og hún byggir á því að þú getir tengt saman hugtök,“ bendir Jón Pétur á. Minni geta barna til lesskilnings geti haft í för með sér mikla erfiðleika. Jón Pétur segir málið mun alvarlegra en virðist í fyrstu. Börn með slakan lesskilning séu til að mynda berskjaldaðri gagnvart áróðri og falsfréttum. „Þetta tengist sjálfsmynd okkar sem manneskja. Ef okkur finnst við ekki geta talað íslensku og að við skiljum ekki það sem fer fram þá missum við áhuga. Við munum ekki setja okkur inn í nein mál, við vitum ekki hvað við eigum að kjósa, vitum ekki hvar hag okkar er best borgið. Þetta er svo alvarlegt.“ Það sé fyrir öllu að fólk líti í eigin barm. „Við sem skólakerfi getum ekki bara bent á foreldrana. Við erum hér með krakkana ákveðið marga klukkutíma á viku og daga á ári og við verðum bara að standa okkur betur. Það þýðir ekki að þetta sé allt skólunum að kenna en við verðum samt að horfa inn á við og aðeins breyta af þeirri stefnu sem við höfum verið á,“ segir Jón Pétur.
PISA-könnun Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Grunnskólar Tengdar fréttir „Stórkostlegt áhyggjuefni“ Niðurstöður PISA-skýrslu, þar sem fram kemur að annar hver 15 ára drengur búi ekki yfir grunnfærni í lesskilningi, hafa vakið mikil viðbrögð. Íslenskuprófessor segir þróunina skuggalega og Andri Snær Magnason rithöfundur segir of litlu varið í þá sem búa til lesefni. 5. desember 2023 21:49 PISA sýnir aukna stéttaskiptingu á Íslandi: „Sitja ein uppi með vandamálin“ Annar hver 15 ára drengur á Íslandi býr ekki yfir grunnfærni í lesskilningi. Íslenskir nemendur er undir meðaltali OECD ríkjanna í öllum meginflokkum PISA könnunar. Börn með lakari félags- og efnahagslegan bakgrunn koma verr út í könnuninni. 5. desember 2023 19:41 Slök frammistaða í PISA: „Fær okkur til að velta fyrir okkur stöðu íslenskunnar“ Frammistaða íslenskra nemenda í PISA könnuninni 2022 er bæði lakari en í fyrri könnunum og undir meðaltali OECD ríkjanna í öllum þremur meginflokkunum sem undir eru. Lesskilningi hefur hrakað mest en forstjóri menntamálastofnunar segir stöðuna fá hana til að velta fyrir sér stöðu íslenskrar tungu. 5. desember 2023 13:42 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Fleiri fréttir Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sjá meira
„Stórkostlegt áhyggjuefni“ Niðurstöður PISA-skýrslu, þar sem fram kemur að annar hver 15 ára drengur búi ekki yfir grunnfærni í lesskilningi, hafa vakið mikil viðbrögð. Íslenskuprófessor segir þróunina skuggalega og Andri Snær Magnason rithöfundur segir of litlu varið í þá sem búa til lesefni. 5. desember 2023 21:49
PISA sýnir aukna stéttaskiptingu á Íslandi: „Sitja ein uppi með vandamálin“ Annar hver 15 ára drengur á Íslandi býr ekki yfir grunnfærni í lesskilningi. Íslenskir nemendur er undir meðaltali OECD ríkjanna í öllum meginflokkum PISA könnunar. Börn með lakari félags- og efnahagslegan bakgrunn koma verr út í könnuninni. 5. desember 2023 19:41
Slök frammistaða í PISA: „Fær okkur til að velta fyrir okkur stöðu íslenskunnar“ Frammistaða íslenskra nemenda í PISA könnuninni 2022 er bæði lakari en í fyrri könnunum og undir meðaltali OECD ríkjanna í öllum þremur meginflokkunum sem undir eru. Lesskilningi hefur hrakað mest en forstjóri menntamálastofnunar segir stöðuna fá hana til að velta fyrir sér stöðu íslenskrar tungu. 5. desember 2023 13:42