Kjarapakki Samfylkingar: Mildum höggið og vinnum gegn verðbólgu Kristrún Frostadóttir skrifar 6. desember 2023 16:02 Fjölmörg heimili á Íslandi hafa orðið fyrir þungu höggi vegna hárra vaxta og verðbólgu. Ríkisstjórnin tekur þennan vanda almennings ekki alvarlega. Og það gerir vont ástand verra. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum verður 5.000 heimilum hent úr vaxtabótakerfinu samkvæmt fjárlögum ríkisstjórnarinnar. Sömuleiðis lækka húsnæðisbætur til leigjenda. Á tímum sem þessum er ótrúlegt að ríkisstjórnin ætli að minnka stuðning við skuldsett heimili og leigjendur. Og í stað þess að grípa sjálf til aðgerða til að vinna bug á verðbólgunni hefur ríkisstjórnin sífellt bent á Seðlabankann. Þannig hefur ríkisstjórnin beinlínis kallað hærri vexti yfir heimilin. Samfylkingin leggur fram kjarapakka Samfylkingin vill fara aðra leið en ríkisstjórnin. Þess vegna höfum við kynnt kjarapakka Samfylkingar með afmörkuðum breytingum við fjárlög ríkisstjórnarinnar. Kjarapakkinn gengur út á að vinna bug á verðbólgunni með því að beita aðhaldi þar sem þenslan er í raun og veru. Og um leið að milda höggið fyrir heimilin. Fyrir hverja krónu í aukin útgjöld í kjarapakka Samfylkingar koma tvær krónur á móti í auknar tekjur. Það er til að vinna bug á verðbólgu og ná niður vöxtum. Í kjarapakkanum eru afmarkaðar tillögur sem við teljum að ríkisstjórnin ætti að geta fallist á núna í tengslum við fjárlög og kjarasamninga. Auðvitað myndi Samfylkingin stjórna með allt öðrum hætti en núverandi ríkisstjórn — til dæmis í mikilvægum málaflokkum eins og heilbrigðisþjónustu, kjörum öryrkja og aldraðra og svo framvegis. En til að ráðast í svo veigamiklar breytingar þyrfti kosningar og nýja ríkisstjórn. Mildum höggið fyrir heimilin Til að milda höggið fyrir heimilin vill Samfylkingin setja 6 milljarða í vaxta- og húsnæðisbætur og grípa til aðgerða til að auka húsnæðisöryggi fólks. Þannig mætti styðja 10.000 skuldsett heimili til viðbótar í stað þess að henda 5.000 heimilum út úr vaxtabótakerfinu og tryggja að húsnæðisbætur til leigjenda haldi verðgildi sínu. Þá leggur Samfylkingin til vaxtabætur til bænda. Það væri skilvirk leið til að styðja við bændur með þunga vaxtabyrði þar sem heimili bændafjölskyldna eru samofin búrekstrinum. Loks leggur Samfylkingin til aðgerðir sem mætti ráðast í til að auka strax húsnæðisöryggi fólks án mikils tilkostnaðar. Við viljum ná stjórn á Airbnb og skammtímaleigu íbúða, taka upp tímabundna leigubremsu að danskri fyrirmynd og veita skattaívilnun til uppbyggingar á almennum íbúðum. Vinnum bug á verðbólgunni Samhengið milli velferðar og verðbólgu er mikilvægt. Með markvissum aðgerðum til að milda höggið fyrir heimilin, þar sem þörfin er mest, er hægt að mæta kröfum verkalýðshreyfingarinnar án þess að það kalli á þeim muni meiri launahækkanir sem leggjast flatt yfir alla. Það er skilvirkasta leiðin til að stuðla að skynsamlegum kjarasamningum sem halda aftur af verðbólgu. Við höfum fordæmin fyrir þessari nálgun frá öðrum Norðurlöndum. En ef ríkið gerir ekkert til að styrkja velferðina þá bítur það í skottið á sér með meiri launahækkunum en ella sem lenda í fanginu á fyrirtækjum, sveitarfélögum og auðvitað ríkissjóði líka. Þar fyrir utan vill Samfylkingin vinna bug á verðbólgunni með því að beita aðhaldi þar sem þenslan er í raun og veru. Eftir metár í fjármagnstekjum, metarðsemi hjá stórúgerð og methagnað hjá bönkum. Því leggjum við til 24 milljarða aðhald á tekjuhlið ríkissjóðs: Fjármagnstekjuskattur hækki úr 22% í 25% sem fellur nær eingöngu á tekjuhæstu tíund landsmanna, skrúfað verði fyrir skattaglufu sem hefur verið kölluð „ehf.-gatið“, álag verði lagt á veiðigjöld stórútgerða og lækkun á bankaskatti verði afturkölluð. Þar af færu 6 milljarðar í að milda höggið fyrir heimilin, eins og áður segir, og aðrir 6 milljarðar yrðu teknir frá til að fjármagna aðgerðir vegna ástandsins í Grindavík. Á verðbólgutímum er mikilvægt að fjármagna öll fyrirséð útgjöld til að kynda ekki undir frekari verðbólgu. Það gildir auðvitað einnig um aðgerðir á borð við afkomutryggingu og leigustuðning fyrir Grindvíkinga — sem Samfylkingin hefur stutt en sem ríkisstjórnin hefur ekki getað komið sér saman um hvernig eigi að fjármagna. Samhljómur með ASÍ og almenningi Þegar áhrifin af kjarapakka Samfylkingarinnar eru tekin saman er ljóst að pakkinn myndi skila sér beint í bókhaldi venjulegra íslenskra heimila: Meiri velferð og minni verðbólga. Húsnæðisöryggi og hóflegar launahækkanir. Tvær krónur í tekjur fyrir hverja krónu í aukin útgjöld. Samfylkingin vill fara aðra leið en núverandi ríkisstjórn. Og það skiptir okkur máli að sýna fram á að það er hægt að stjórna með öðrum hætti en nú er gert — í þágu fólksins í landinu. Málflutningur Samfylkingarinnar hefur átt mikinn samhljóm með Alþýðusambandi Íslands og einnig almennum borgurum í umræðu og samtölum um efnahagsstjórn ríkisstjórnarinnar. Það skiptir okkur máli. Það bendir til þess að við í Samfylkingunni séum rétt stillt og að það sé vaxandi slagkraftur víða í samfélaginu til breytinga. Við vonum að stjórnarmeirihlutinn á Alþingi muni fallast á einhverjar af breytingartillögum okkar við fjárlögin. En ef ríkisstjórnin ætlar að halda áfram á sömu braut er ljóst að verkefni næstu ríkisstjórnar halda áfram að hrúgast upp. Hvernig sem það fer verður Samfylkingin reiðubúin að leiða breytingar að loknum næstu kosningum, fáum við til þess umboð hjá þjóðinni. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristrún Frostadóttir Samfylkingin Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Fjölmörg heimili á Íslandi hafa orðið fyrir þungu höggi vegna hárra vaxta og verðbólgu. Ríkisstjórnin tekur þennan vanda almennings ekki alvarlega. Og það gerir vont ástand verra. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum verður 5.000 heimilum hent úr vaxtabótakerfinu samkvæmt fjárlögum ríkisstjórnarinnar. Sömuleiðis lækka húsnæðisbætur til leigjenda. Á tímum sem þessum er ótrúlegt að ríkisstjórnin ætli að minnka stuðning við skuldsett heimili og leigjendur. Og í stað þess að grípa sjálf til aðgerða til að vinna bug á verðbólgunni hefur ríkisstjórnin sífellt bent á Seðlabankann. Þannig hefur ríkisstjórnin beinlínis kallað hærri vexti yfir heimilin. Samfylkingin leggur fram kjarapakka Samfylkingin vill fara aðra leið en ríkisstjórnin. Þess vegna höfum við kynnt kjarapakka Samfylkingar með afmörkuðum breytingum við fjárlög ríkisstjórnarinnar. Kjarapakkinn gengur út á að vinna bug á verðbólgunni með því að beita aðhaldi þar sem þenslan er í raun og veru. Og um leið að milda höggið fyrir heimilin. Fyrir hverja krónu í aukin útgjöld í kjarapakka Samfylkingar koma tvær krónur á móti í auknar tekjur. Það er til að vinna bug á verðbólgu og ná niður vöxtum. Í kjarapakkanum eru afmarkaðar tillögur sem við teljum að ríkisstjórnin ætti að geta fallist á núna í tengslum við fjárlög og kjarasamninga. Auðvitað myndi Samfylkingin stjórna með allt öðrum hætti en núverandi ríkisstjórn — til dæmis í mikilvægum málaflokkum eins og heilbrigðisþjónustu, kjörum öryrkja og aldraðra og svo framvegis. En til að ráðast í svo veigamiklar breytingar þyrfti kosningar og nýja ríkisstjórn. Mildum höggið fyrir heimilin Til að milda höggið fyrir heimilin vill Samfylkingin setja 6 milljarða í vaxta- og húsnæðisbætur og grípa til aðgerða til að auka húsnæðisöryggi fólks. Þannig mætti styðja 10.000 skuldsett heimili til viðbótar í stað þess að henda 5.000 heimilum út úr vaxtabótakerfinu og tryggja að húsnæðisbætur til leigjenda haldi verðgildi sínu. Þá leggur Samfylkingin til vaxtabætur til bænda. Það væri skilvirk leið til að styðja við bændur með þunga vaxtabyrði þar sem heimili bændafjölskyldna eru samofin búrekstrinum. Loks leggur Samfylkingin til aðgerðir sem mætti ráðast í til að auka strax húsnæðisöryggi fólks án mikils tilkostnaðar. Við viljum ná stjórn á Airbnb og skammtímaleigu íbúða, taka upp tímabundna leigubremsu að danskri fyrirmynd og veita skattaívilnun til uppbyggingar á almennum íbúðum. Vinnum bug á verðbólgunni Samhengið milli velferðar og verðbólgu er mikilvægt. Með markvissum aðgerðum til að milda höggið fyrir heimilin, þar sem þörfin er mest, er hægt að mæta kröfum verkalýðshreyfingarinnar án þess að það kalli á þeim muni meiri launahækkanir sem leggjast flatt yfir alla. Það er skilvirkasta leiðin til að stuðla að skynsamlegum kjarasamningum sem halda aftur af verðbólgu. Við höfum fordæmin fyrir þessari nálgun frá öðrum Norðurlöndum. En ef ríkið gerir ekkert til að styrkja velferðina þá bítur það í skottið á sér með meiri launahækkunum en ella sem lenda í fanginu á fyrirtækjum, sveitarfélögum og auðvitað ríkissjóði líka. Þar fyrir utan vill Samfylkingin vinna bug á verðbólgunni með því að beita aðhaldi þar sem þenslan er í raun og veru. Eftir metár í fjármagnstekjum, metarðsemi hjá stórúgerð og methagnað hjá bönkum. Því leggjum við til 24 milljarða aðhald á tekjuhlið ríkissjóðs: Fjármagnstekjuskattur hækki úr 22% í 25% sem fellur nær eingöngu á tekjuhæstu tíund landsmanna, skrúfað verði fyrir skattaglufu sem hefur verið kölluð „ehf.-gatið“, álag verði lagt á veiðigjöld stórútgerða og lækkun á bankaskatti verði afturkölluð. Þar af færu 6 milljarðar í að milda höggið fyrir heimilin, eins og áður segir, og aðrir 6 milljarðar yrðu teknir frá til að fjármagna aðgerðir vegna ástandsins í Grindavík. Á verðbólgutímum er mikilvægt að fjármagna öll fyrirséð útgjöld til að kynda ekki undir frekari verðbólgu. Það gildir auðvitað einnig um aðgerðir á borð við afkomutryggingu og leigustuðning fyrir Grindvíkinga — sem Samfylkingin hefur stutt en sem ríkisstjórnin hefur ekki getað komið sér saman um hvernig eigi að fjármagna. Samhljómur með ASÍ og almenningi Þegar áhrifin af kjarapakka Samfylkingarinnar eru tekin saman er ljóst að pakkinn myndi skila sér beint í bókhaldi venjulegra íslenskra heimila: Meiri velferð og minni verðbólga. Húsnæðisöryggi og hóflegar launahækkanir. Tvær krónur í tekjur fyrir hverja krónu í aukin útgjöld. Samfylkingin vill fara aðra leið en núverandi ríkisstjórn. Og það skiptir okkur máli að sýna fram á að það er hægt að stjórna með öðrum hætti en nú er gert — í þágu fólksins í landinu. Málflutningur Samfylkingarinnar hefur átt mikinn samhljóm með Alþýðusambandi Íslands og einnig almennum borgurum í umræðu og samtölum um efnahagsstjórn ríkisstjórnarinnar. Það skiptir okkur máli. Það bendir til þess að við í Samfylkingunni séum rétt stillt og að það sé vaxandi slagkraftur víða í samfélaginu til breytinga. Við vonum að stjórnarmeirihlutinn á Alþingi muni fallast á einhverjar af breytingartillögum okkar við fjárlögin. En ef ríkisstjórnin ætlar að halda áfram á sömu braut er ljóst að verkefni næstu ríkisstjórnar halda áfram að hrúgast upp. Hvernig sem það fer verður Samfylkingin reiðubúin að leiða breytingar að loknum næstu kosningum, fáum við til þess umboð hjá þjóðinni. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands.
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun