Enski boltinn

Spilar ekki meira með Liverpool á leiktíðinni

Sindri Sverrisson skrifar
Joel Matip meiddist í hægra hnénu í leiknum við Fulham á sunnudaginn.
Joel Matip meiddist í hægra hnénu í leiknum við Fulham á sunnudaginn. Getty/Peter Byrne

Miðvörðurinn Joel Matip missir að öllum líkindum af restinni af tímabilinu með Liverpool, eftir að hafa slitið krossband í hné á sunnudaginn.

Þetta staðfesti Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, eftir 2-0 sigur liðsins gegn Sheffield United í gærkvöld.

Matip meiddist í 4-3 sigrinum gegn Fulham á Anfield á sunnudaginn. Þessi 32 ára gamli Kamerúni verður því lengi frá keppni og spilar væntanlega ekki aftur fótbolta fyrr en næsta haust.

Matip er með samning við Liverpool sem rennur út næsta sumar og gæti því verið orðinn samningslaus þegar hann jafnar sig af meiðslunum.

Hann kom til Liverpool frá Schalke fyrir sjö árum og hefur spilað 201 leik fyrir liðið í öllum keppnum, og skorað 11 mörk.

„Þetta er því miður eins og mig grunaði frá upphafi. Þetta leit allan tímanns vona út. Þetta er mjög svekkjandi,“ sagði Klopp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×