Passar upp á að vera meðvitaður um forréttindi sín Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 7. desember 2023 14:32 Emmsjé Gauti segist fíla jólin meira með hverju árinu sem líður. Tónlistarmaðurinn Gauti Þeyr, þekktur sem Emmsjé Gauti, segir spilakvöld áralanga hefð innan fjölskyldunnar á aðventunni þar sem keppnisskapið gerir vart við sig. Til að viðhalda spennunni og bæta í gleðina fyrir jólin ákvað hann og Arnar „no face“, vinur hans og meðstjórnandi hlaðvarpsins Podkastalinn, að gefa út nýtt spil. „Það er eiginlega ógeðslega skrítið að við fjölskyldan ákveðum að hittast í árlegt spilakvöld þar sem keppnisskapið er svo rosalegt. Það verða allir svo reiðir. Við erum að tala um jólin sem Risk eyðilagði nánast fjölskylduna,“ segir Gauti og hlær. Að sögn Gauta kom nýja spilið til Arnars í draumi fyrir um tveimur árum. Spilið ber heitið Læti og segir Gauti spilið næstum því vera eins og Actionary. „Hann dreymdi að hann væri að spila actionary en mátti ekki leika, sem er náttúrulega fáránlegt. Hann hugsaði því nafnið soundinary, sem er acitonary nema þú mátt aðeins gefa frá þér hljóð, úr varð Læti,“ segir Gauti hlæjandi. Hann tekur fram að hann mæli ekki með því að spila spilið í flugvél. Jólin mega vera klisja Að sögn Gauta var hann sannkallaður Trölli þegar hann var unglingur. Honum þótti heimurinn ósanngjarn og hugmyndin um heilög jól því fjarstæðukennd. „Ég flutti snemma að heiman og aftengist því sem skiptir verulega máli í smá stund en svo þegar ég varð 25 ára og fór að stofna fjölskyldu kom þetta aftur. Ég er alinn upp á góðu heimili og jólin voru alltaf frábær,“ segir Gauti á einlægum nótum. „Í dag get ég sagt mér að ég geti átt gott líf þó svo að aðrir hafi það slæmt, á meðan ég passa upp á það að vera meðvitaður um forréttindi mín og gleyma mér í einhverri geðveiki,“ segir hann. Gauti segir fjölskylduna spila mikið saman. Farinn að sjá fegurðina í hversdagsleikanum Að sögn Gauta færist áherslan að því sem verulega skiptir máli með hverju árinu sem líður. „Þegar maður fer að eldast fer maður að sjá fegurðina í hversdagsleikanum og meta litlu hlutina. Við Jovana, konan mín, kennum börnunum okkar að jólin snúast samveru og að borða góðan mat saman, og að við gefum ekki öllum gjafir,“ segir Gauti. Samveran skipti öllu. „Þetta hljómar kannski kaldhæðnislega og eins og einhver neysluhyggja nú þegar ég er bæði að gefa út spil og halda árlegu jólatónleikana mín, en þetta er samt raunverulega það sem mér finnst gaman að gera.“ Útgáfupartý í Spilavinum Í tilefni útgáfu spilsins býður Gauti í teiti í Spilavinum þar sem hann treður upp fyrir gesti og áritar spilin. „Ég valdi þennan stað þar sem ég elska að koma þarna með börnin mín. Þetta er svona staður sem hin fullkomna amma innréttaði. Starfsmenn spila við börnin og kenna þeim. Á meðan geta foreldrar setið og notið kaffibollans,“ segir Gauti. Jól Tónlist Borðspil Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
„Það er eiginlega ógeðslega skrítið að við fjölskyldan ákveðum að hittast í árlegt spilakvöld þar sem keppnisskapið er svo rosalegt. Það verða allir svo reiðir. Við erum að tala um jólin sem Risk eyðilagði nánast fjölskylduna,“ segir Gauti og hlær. Að sögn Gauta kom nýja spilið til Arnars í draumi fyrir um tveimur árum. Spilið ber heitið Læti og segir Gauti spilið næstum því vera eins og Actionary. „Hann dreymdi að hann væri að spila actionary en mátti ekki leika, sem er náttúrulega fáránlegt. Hann hugsaði því nafnið soundinary, sem er acitonary nema þú mátt aðeins gefa frá þér hljóð, úr varð Læti,“ segir Gauti hlæjandi. Hann tekur fram að hann mæli ekki með því að spila spilið í flugvél. Jólin mega vera klisja Að sögn Gauta var hann sannkallaður Trölli þegar hann var unglingur. Honum þótti heimurinn ósanngjarn og hugmyndin um heilög jól því fjarstæðukennd. „Ég flutti snemma að heiman og aftengist því sem skiptir verulega máli í smá stund en svo þegar ég varð 25 ára og fór að stofna fjölskyldu kom þetta aftur. Ég er alinn upp á góðu heimili og jólin voru alltaf frábær,“ segir Gauti á einlægum nótum. „Í dag get ég sagt mér að ég geti átt gott líf þó svo að aðrir hafi það slæmt, á meðan ég passa upp á það að vera meðvitaður um forréttindi mín og gleyma mér í einhverri geðveiki,“ segir hann. Gauti segir fjölskylduna spila mikið saman. Farinn að sjá fegurðina í hversdagsleikanum Að sögn Gauta færist áherslan að því sem verulega skiptir máli með hverju árinu sem líður. „Þegar maður fer að eldast fer maður að sjá fegurðina í hversdagsleikanum og meta litlu hlutina. Við Jovana, konan mín, kennum börnunum okkar að jólin snúast samveru og að borða góðan mat saman, og að við gefum ekki öllum gjafir,“ segir Gauti. Samveran skipti öllu. „Þetta hljómar kannski kaldhæðnislega og eins og einhver neysluhyggja nú þegar ég er bæði að gefa út spil og halda árlegu jólatónleikana mín, en þetta er samt raunverulega það sem mér finnst gaman að gera.“ Útgáfupartý í Spilavinum Í tilefni útgáfu spilsins býður Gauti í teiti í Spilavinum þar sem hann treður upp fyrir gesti og áritar spilin. „Ég valdi þennan stað þar sem ég elska að koma þarna með börnin mín. Þetta er svona staður sem hin fullkomna amma innréttaði. Starfsmenn spila við börnin og kenna þeim. Á meðan geta foreldrar setið og notið kaffibollans,“ segir Gauti.
Jól Tónlist Borðspil Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira