Enski boltinn

„Get ekki tekið neitt sem konur segja um karlaboltann al­var­lega“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Joey Barton er ekki allra.
Joey Barton er ekki allra. getty/Simon Galloway

Hinn mjög svo umdeildi Joey Barton fór hamförum á Twitter í gærkvöldi og birti hverja kvenfjandsamlegu færsluna á fætur annarri. Hann fékk bágt fyrir.

Fjölmargar konur komu að útsendingum Amazon Prime frá leikjum í ensku úrvalsdeildinni í gær. Það virtist fara í taugarnar á Barton sem deildi skoðunum sínum með fylgjendum sínum á Twitter.

„Konur ættu ekki að tala um karlaboltann af neinni alvöru,“ skrifaði Barton meðal annars.

„Þetta er allt annar leikur. Ef þú samþykkir það ekki. Við munum alltaf sjá hlutina öðruvísi. Kvennaboltinn er að blómstra sem er frábært. Ég get ekki tekið neitt sem þær segja um karlaboltann alvarlega.“

Barton var harðlega gagnrýndur fyrir þetta upphlaup sitt og kvenfjandsamlegar athugasemdir.

Barton var rekinn sem knattspyrnustjóri Bristol Rovers í október. Hann var áður stjóri Fleetwood Town.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×