Vilja reisa hótel, baðlón og tólf einbýlishús á eyju við Hellu Bjarki Sigurðsson skrifar 9. desember 2023 07:00 Ólafur Pálsson og fyrirtæki hans Þjótandi ehf. standa á bak við verkefnið. Eigendur Gaddstaðaeyjar við Hellu hafa óskað eftir breytingu á deiliskipulagi vegna uppbyggingar á eyjunni. Vilja þeir meðal annars reisa þar einbýlishús og baðlón. Þetta kemur fram í fundargerð skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra. Þar segir að eigandi eyjunnar hafi fengið heimild til að leggja fram tillögu um breytingu á deiliskipulagi í eyjunni. Í deiliskipulagsbreytingartillögunni er gert ráð fyrir byggingu brúar út í eyjuna sem þolir bæði bílaumferð og umferð gangandi fólks. Þá er fyrirhugað að reyst verið íbúðabyggð norðan til á eyjunni með allt að tólf einbýlishúsum. Sunnan til er gert ráð fyrir hóteli fyrir allt að tvö hundruð gesti, sem og baðlóni. Gaddstaðaey er staðsett rétt við Hellu.Vísir/Vilhelm Hótel og tólf einbýlishús Þá segir að á eyjunni séu engar skráðar minjar og hún er ekki á skilgreindu vásvæði. „Gerð verður breyting á uppdrætti og greinargerð aðalskipulags þar sem tíu hektara óbyggt land innan þéttbýlismarka verður breytt í íbúðarsvæði að hluta og hins vegar í verslunar- og þjónustusvæði. Heimild yrði fyrir allt að tólf einbýlishús í nýrri íbúðarbyggð og gert ráð fyrir að byggð verði á einni hæð,“ segir í tillögunni. Heimilað verður að byggja eins til tveggja hæða hótel með gistingu, veitingasölu og afþreyingu, sem sagt baðlón, fyrir allt að 200 gesti á þjónustusvæðinu. Gert verður ráð fyrir að byggð tengist veitukerfum sveitarfélagsins, þar á meðal varðandi fráveitumál. „Áætlað er að íbúðalóðir verða um 0,2 – 0,65 hektarar að stærð en hótellóð allt að þrír hektarar. Nánar verður gerð grein fyrir breytingunum í greinargerð aðalskipulagsbreytingarinnar,“ segir í tillögunni. Tillaga að mögulegu skipulagi mannvirkja á eyjunni.Efla Þýðir ekki að fara fram úr sér Eyjan er í eigu Þjótandi ehf. sem er í eigu hjónanna Steinunnar Birnu Svavarsdóttur og Ólafs Einarssonar. Um er að ræða verktakafyrirtæki sem hagnaðist um 588 milljónir króna á síðasta ári. Ólafur segir í samtali við fréttastofu að þau hjónin hafi fengið þessar hugmyndir fljótlega eftir að þau eignuðust landsvæðið. „Það þýðir ekkert að fara of langt fram úr sér, fyrst er að vita hvort þú komir þessum leyfismálum og þessu ferli í gegn. Þetta er eyja og þetta er ekkert einfalt þannig séð. En þetta er eyja innan þéttbýlis sem gerir málið auðveldara, þú mátt byggja nær árbökkum og þannig slíkt,“ segir Ólafur. Halda áfram að þróa verkefnið Hann telur verkefnið geta skilað góðri innspýtingu í atvinnulífið á Hellu og í Rangárþingi ytra. „Við vonum að lóðirnar verði eftirsóknarverðar, ég myndi halda að þær verði það að minnsta kosti. Það hafa nokkrir lýst áhuga á lóðunum, svona einhverjir sem við höfum hitt og sagt hvað við ætlum að gera. Þetta er gríðarlega fallegur staður og svona. Mjög fallegt þarna,“ segir Ólafur. Skipulags- og umferðarnefndin samþykkti að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og felur skipulagsfulltrúa að gera tillögu að breytingum á aðalskipulagi. Samhliða óskar nefndin eftir nánara samtali milli umsækjanda og sveitarfélagsins áður en tillaga verður lögð fram. Rangárþing ytra Skipulag Sundlaugar Hótel á Íslandi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Þetta kemur fram í fundargerð skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra. Þar segir að eigandi eyjunnar hafi fengið heimild til að leggja fram tillögu um breytingu á deiliskipulagi í eyjunni. Í deiliskipulagsbreytingartillögunni er gert ráð fyrir byggingu brúar út í eyjuna sem þolir bæði bílaumferð og umferð gangandi fólks. Þá er fyrirhugað að reyst verið íbúðabyggð norðan til á eyjunni með allt að tólf einbýlishúsum. Sunnan til er gert ráð fyrir hóteli fyrir allt að tvö hundruð gesti, sem og baðlóni. Gaddstaðaey er staðsett rétt við Hellu.Vísir/Vilhelm Hótel og tólf einbýlishús Þá segir að á eyjunni séu engar skráðar minjar og hún er ekki á skilgreindu vásvæði. „Gerð verður breyting á uppdrætti og greinargerð aðalskipulags þar sem tíu hektara óbyggt land innan þéttbýlismarka verður breytt í íbúðarsvæði að hluta og hins vegar í verslunar- og þjónustusvæði. Heimild yrði fyrir allt að tólf einbýlishús í nýrri íbúðarbyggð og gert ráð fyrir að byggð verði á einni hæð,“ segir í tillögunni. Heimilað verður að byggja eins til tveggja hæða hótel með gistingu, veitingasölu og afþreyingu, sem sagt baðlón, fyrir allt að 200 gesti á þjónustusvæðinu. Gert verður ráð fyrir að byggð tengist veitukerfum sveitarfélagsins, þar á meðal varðandi fráveitumál. „Áætlað er að íbúðalóðir verða um 0,2 – 0,65 hektarar að stærð en hótellóð allt að þrír hektarar. Nánar verður gerð grein fyrir breytingunum í greinargerð aðalskipulagsbreytingarinnar,“ segir í tillögunni. Tillaga að mögulegu skipulagi mannvirkja á eyjunni.Efla Þýðir ekki að fara fram úr sér Eyjan er í eigu Þjótandi ehf. sem er í eigu hjónanna Steinunnar Birnu Svavarsdóttur og Ólafs Einarssonar. Um er að ræða verktakafyrirtæki sem hagnaðist um 588 milljónir króna á síðasta ári. Ólafur segir í samtali við fréttastofu að þau hjónin hafi fengið þessar hugmyndir fljótlega eftir að þau eignuðust landsvæðið. „Það þýðir ekkert að fara of langt fram úr sér, fyrst er að vita hvort þú komir þessum leyfismálum og þessu ferli í gegn. Þetta er eyja og þetta er ekkert einfalt þannig séð. En þetta er eyja innan þéttbýlis sem gerir málið auðveldara, þú mátt byggja nær árbökkum og þannig slíkt,“ segir Ólafur. Halda áfram að þróa verkefnið Hann telur verkefnið geta skilað góðri innspýtingu í atvinnulífið á Hellu og í Rangárþingi ytra. „Við vonum að lóðirnar verði eftirsóknarverðar, ég myndi halda að þær verði það að minnsta kosti. Það hafa nokkrir lýst áhuga á lóðunum, svona einhverjir sem við höfum hitt og sagt hvað við ætlum að gera. Þetta er gríðarlega fallegur staður og svona. Mjög fallegt þarna,“ segir Ólafur. Skipulags- og umferðarnefndin samþykkti að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og felur skipulagsfulltrúa að gera tillögu að breytingum á aðalskipulagi. Samhliða óskar nefndin eftir nánara samtali milli umsækjanda og sveitarfélagsins áður en tillaga verður lögð fram.
Rangárþing ytra Skipulag Sundlaugar Hótel á Íslandi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira