Þörf á tafarlausu og varanlegu vopnahléi á Gaza Kristín S. Hjálmtýsdóttir skrifar 8. desember 2023 09:30 Árásirnar á Gaza eru fordæmalausar að umfangi og ákefð. Almennir borgarar á Gaza, þar á meðal börn, konur, aldraðir og einstaklingar með fötlun eiga hvergi öruggt skjól. Enginn er óhultur. Flest hafa þurft að flýja hvert sjúkrahúsið eða áningarstaðinn á fætur öðrum vegna endurtekinna sprengjuárása og vita ekki hvort þau lifi fram á næsta dag. Börn bera særð eða látin systkini eða vini á herðum sér í skjól. Enn önnur eru særð, í áfalli og foreldralaus. Þetta er eitthvað sem ekkert barn ætti að þurfa að upplifa. Við stöndum frammi fyrir ástandi sem verður ekki bætt með því einu saman að senda inn fleiri bíla hlaðna hjálpargögnum, þar sem öryggi til mannúðaraðstoðar er ekki til staðar. Íbúar Gaza þarfnast, fyrst og fremst, verndar. Fólk skortir lífsnauðsynjar Í dag er talið að fleiri en 16 þúsund almennir borgarar hafi látið lífið á Gaza frá því átökin hófust. Konur eru um 30% þeirra sem hafa látist og yfir 40% eru börn. Fleiri en 43 þúsund hafa særst og um 1,9 milljón íbúa Gaza eru á vergangi, sem er hátt í 85%. Áætlað er að meira en 60% heimila séu eyðilögð eða skemmd. Algjört rafmagnsleysi er á svæðinu. Stór hluti sjúkrahúsa er óstarfhæfur, á meðan önnur sjúkrahús geta aðeins veitt takmarkaða þjónustu. Vegna lyfjaskorts eru neyðarkeisaraskurðir og aflimanir á særðu fólki, þar á meðal börnum, framkvæmdar án svæfinga og nýburar láta lífið vegna þess að ekki er hægt að veita þeim læknisaðstoð. Yfir 50% skólabygginga á Gaza hafa orðið fyrir sprengjuárásum og ekkert barn á skólaaldri getur stundað nám. Gríðarlegur skortur er á mat, hreinu vatni, lyfjum og öðrum nauðsynjavörum. Íbúar Gaza eru innilokaðir, einungis landamæri Rafah við Egyptaland eru opin að hluta. Þúsundir fjölskyldna og einstaklinga hafast við á lóðum sjúkrahúsa eða skóla í þeirri von að njóta skjóls og aðstoðar. Smitsjúkdómar eru farnir að gera vart við sig, meðal annars, vegna skorts á hreinlæti. Starfsfólk og sjálfboðaliðar hjálparsamtaka geta ekki sinnt starfi sínu, þar sem aðstæður leyfa það ekki. Alþjóðasamfélagið er að bregðast íbúum Gaza Ekkert réttlætir þá skelfilegu árás sem almennir borgarar í Ísrael urðu fyrir þann 7. október síðastliðinn. En þær réttlæta ekki takmarkalausar árásir gegn almennum borgurum á Gaza. Enginn er öruggur á Gaza í dag. Með hverri árás eru almennir borgarar verr settir. Heil kynslóð ungmenna á Gaza þekkir ekkert annað en lokuð landamæri, áföll tengd átökum og sársaukafulla arfleifð þeirra. Um helmingur íbúa Gaza er yngri en 18 ára og hefur upplifað endurteknar hernaðaraðgerðir frá fæðingu. Þau þurfa von um raunverulega framtíð. Rauði krossinn er verndari alþjóðlegra mannúðarlaga, sem aðilum vopnaðra átaka ber að virða öllum stundum. Hlutverk laganna er meðal annars að vernda almenna borgara og heimili þeirra, sjúkrahús og skóla, sem og að setja þeim hernaðaraðferðum sem notaðar eru takmörk. Aðilum átaka ber að beita ýtrustu varúð og sjá til þess að umfang skemmda verði ekki óhóflegt miðað við það hernaðarlega markmið sem stefnt er að. Gíslataka er óheimil og vert er að taka fram að konur og börn njóta sérstakrar verndar samkvæmt alþjóðlegum mannúðarlögum og börn má ekki aðskilja frá foreldrum sínum. Aðilum átaka ber einnig að tryggja fæðuöryggi almennings. Að koma í veg fyrir aðgang almennings að matvælum er bannað samkvæmt alþjóðlegum mannúðarlögum. Brot á því getur talist stríðsglæpur. Nauðsynjar ómissandi almenningi til lífs eins og matvæli, landbúnaðarsvæði, uppskera, búfé, neysluvatnsbúnaður og birgðir njóta sérstakrar verndar í vopnuðum átökum. Við getum ekki litið fram hjá þeirri staðreynd að alþjóðasamfélaginu hefur ekki tekist að vernda og standa vörð um réttindi íbúa Gaza eins og alþjóðleg mannúðarlög kveða á um. Mannúðaraðstoð er ekki eina lausnin á þjáningum almennra borgara á Gaza. Pólitísk skref eru nauðsynleg og liður í því að leysa þá hringrás ofbeldis sem á sér stað. Það er siðferðisleg skylda okkar að tala máli almennra borgara á Gaza og þrýsta á um að líf þeirra njóti verndar. Það er brýnt að alþjóðasamfélagið beiti sér enn frekar fyrir vernd almennra borgara á Gaza og að tafarlausu og varanlegu vopnahléi verði komið á. Ef alþjóðleg mannúðarlög eru endurtekið virt að vettugi verður erfiðara að finna pólitíska lausn til að binda enda á þær hörmungar sem almennir borgarar á Gaza eru að upplifa. Höfundur er framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín S. Hjálmtýsdóttir Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Sjá meira
Árásirnar á Gaza eru fordæmalausar að umfangi og ákefð. Almennir borgarar á Gaza, þar á meðal börn, konur, aldraðir og einstaklingar með fötlun eiga hvergi öruggt skjól. Enginn er óhultur. Flest hafa þurft að flýja hvert sjúkrahúsið eða áningarstaðinn á fætur öðrum vegna endurtekinna sprengjuárása og vita ekki hvort þau lifi fram á næsta dag. Börn bera særð eða látin systkini eða vini á herðum sér í skjól. Enn önnur eru særð, í áfalli og foreldralaus. Þetta er eitthvað sem ekkert barn ætti að þurfa að upplifa. Við stöndum frammi fyrir ástandi sem verður ekki bætt með því einu saman að senda inn fleiri bíla hlaðna hjálpargögnum, þar sem öryggi til mannúðaraðstoðar er ekki til staðar. Íbúar Gaza þarfnast, fyrst og fremst, verndar. Fólk skortir lífsnauðsynjar Í dag er talið að fleiri en 16 þúsund almennir borgarar hafi látið lífið á Gaza frá því átökin hófust. Konur eru um 30% þeirra sem hafa látist og yfir 40% eru börn. Fleiri en 43 þúsund hafa særst og um 1,9 milljón íbúa Gaza eru á vergangi, sem er hátt í 85%. Áætlað er að meira en 60% heimila séu eyðilögð eða skemmd. Algjört rafmagnsleysi er á svæðinu. Stór hluti sjúkrahúsa er óstarfhæfur, á meðan önnur sjúkrahús geta aðeins veitt takmarkaða þjónustu. Vegna lyfjaskorts eru neyðarkeisaraskurðir og aflimanir á særðu fólki, þar á meðal börnum, framkvæmdar án svæfinga og nýburar láta lífið vegna þess að ekki er hægt að veita þeim læknisaðstoð. Yfir 50% skólabygginga á Gaza hafa orðið fyrir sprengjuárásum og ekkert barn á skólaaldri getur stundað nám. Gríðarlegur skortur er á mat, hreinu vatni, lyfjum og öðrum nauðsynjavörum. Íbúar Gaza eru innilokaðir, einungis landamæri Rafah við Egyptaland eru opin að hluta. Þúsundir fjölskyldna og einstaklinga hafast við á lóðum sjúkrahúsa eða skóla í þeirri von að njóta skjóls og aðstoðar. Smitsjúkdómar eru farnir að gera vart við sig, meðal annars, vegna skorts á hreinlæti. Starfsfólk og sjálfboðaliðar hjálparsamtaka geta ekki sinnt starfi sínu, þar sem aðstæður leyfa það ekki. Alþjóðasamfélagið er að bregðast íbúum Gaza Ekkert réttlætir þá skelfilegu árás sem almennir borgarar í Ísrael urðu fyrir þann 7. október síðastliðinn. En þær réttlæta ekki takmarkalausar árásir gegn almennum borgurum á Gaza. Enginn er öruggur á Gaza í dag. Með hverri árás eru almennir borgarar verr settir. Heil kynslóð ungmenna á Gaza þekkir ekkert annað en lokuð landamæri, áföll tengd átökum og sársaukafulla arfleifð þeirra. Um helmingur íbúa Gaza er yngri en 18 ára og hefur upplifað endurteknar hernaðaraðgerðir frá fæðingu. Þau þurfa von um raunverulega framtíð. Rauði krossinn er verndari alþjóðlegra mannúðarlaga, sem aðilum vopnaðra átaka ber að virða öllum stundum. Hlutverk laganna er meðal annars að vernda almenna borgara og heimili þeirra, sjúkrahús og skóla, sem og að setja þeim hernaðaraðferðum sem notaðar eru takmörk. Aðilum átaka ber að beita ýtrustu varúð og sjá til þess að umfang skemmda verði ekki óhóflegt miðað við það hernaðarlega markmið sem stefnt er að. Gíslataka er óheimil og vert er að taka fram að konur og börn njóta sérstakrar verndar samkvæmt alþjóðlegum mannúðarlögum og börn má ekki aðskilja frá foreldrum sínum. Aðilum átaka ber einnig að tryggja fæðuöryggi almennings. Að koma í veg fyrir aðgang almennings að matvælum er bannað samkvæmt alþjóðlegum mannúðarlögum. Brot á því getur talist stríðsglæpur. Nauðsynjar ómissandi almenningi til lífs eins og matvæli, landbúnaðarsvæði, uppskera, búfé, neysluvatnsbúnaður og birgðir njóta sérstakrar verndar í vopnuðum átökum. Við getum ekki litið fram hjá þeirri staðreynd að alþjóðasamfélaginu hefur ekki tekist að vernda og standa vörð um réttindi íbúa Gaza eins og alþjóðleg mannúðarlög kveða á um. Mannúðaraðstoð er ekki eina lausnin á þjáningum almennra borgara á Gaza. Pólitísk skref eru nauðsynleg og liður í því að leysa þá hringrás ofbeldis sem á sér stað. Það er siðferðisleg skylda okkar að tala máli almennra borgara á Gaza og þrýsta á um að líf þeirra njóti verndar. Það er brýnt að alþjóðasamfélagið beiti sér enn frekar fyrir vernd almennra borgara á Gaza og að tafarlausu og varanlegu vopnahléi verði komið á. Ef alþjóðleg mannúðarlög eru endurtekið virt að vettugi verður erfiðara að finna pólitíska lausn til að binda enda á þær hörmungar sem almennir borgarar á Gaza eru að upplifa. Höfundur er framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun