Alþjóðadagur mannréttinda Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar 10. desember 2023 11:00 Hver er staða mannréttinda fatlaðs fólks Dagurinn í dag er helgaður mannréttindum í heiminum, einum mikilvirtustu réttindum sem við eigum óháð staðbundnum kringumstæðum eins og samfélagsgerð eða efnahag. Þessi mannréttindi eru skilgreind í lögum landa og alþjóðasamþykktum sem Ísland er til dæmis aðili að. Öll erum við persónur fyrir lögum, leitum í þau til að tryggja okkur fyrir réttinda missi og fáum sérfróða lögmenn eða aðra sérfræðinga til að aðstoða okkur að skilja þessi mikilvægu réttindi sem við eigum. Á degi sem þessum horfum við til mannréttinda þeirra sem höllum fæti standa gagnvart staðbundnum kringumstæðum, sérstaklega í stríðshrjáðum löndum og löndum þar sem mannréttindi eru ekki endilega eitthvað sem kemur fyrst í samskiptum við borgara, sérstaklega borgara sem standa höllum fæti í samfélögum og eru í viðkvæmri stöðu. En þurfum við að fara alla leið til útlanda til að geta talað um mannréttindabrot á fólki í viðkvæmri stöðu? Við skulum líta okkur nær og horfa til réttinda fatlaðs fólks, sem á Íslandi hafa þróast í áranna rás og færst nær því að gefa fötluðu fólki sambærilega stöðu á við ófatlaða borgara, en er það raunin þegar kemur að framkvæmd réttinda? Í fréttum hefur verið fjallað um mann sem til Íslands leitar til að tryggja sér öryggi frá þeim staðbundnu aðstæðum sem hann bjó við, en litið er fram hjá þeim skuldbindingum sem Ísand er aðili að með því að huga ekki að viðeigandi aðlögun og tryggja nauðsynlegar ráðstafanir í samræmi við skuldbindingar sem ættu að tryggja vernd og öryggi fatlaðs manns á flótta. Í þessu máli er auðvelt að segja að hann hefði geta orðið eftir og fengið þjónustu, en myndir einhver vilja vera einn án fjölskyldu sinnar í landi sem talar ekki málið þitt, nærumhverfi sem þekkir ekki þarfir þínar eða getur veitt ást og umhyggju? Hér eru mannréttindi sem við hefðum kannski átt að huga að þegar ekki er tekið tillit til hvað felst í viðeigandi aðlögun fyrir þennan unga mann. Í fréttum höfum við séð umfjöllun um aðgengi að rafrænum heimi sem nú vex, en fatlað fólk situr eftir og er að tapa aðgengi sínu að eignum í viðskiptabönkum og getur ekki endilega nálgast réttindi sín, þar sem umsóknir eru bara rafrænar. Í nýlegum úrskurði kærunefndar jafnréttismála er fyrirtæki í eigu ríkisins og aðal handhafi rafrænna skilríka á Íslandi sagst hafa mismunað fötluðum einstaklingi með ákvörðun um að synja honum um rafræn skilríki. Í úrskurðarorði er vísað til þess að fyrirtækið hafi neitað viðkomandi um viðeigandi aðlögun. Hvað myndir þú gera ef þú hefðir ekki aðgang að þínum fjármunum og gætir ekki borgað reikning. Hér eru líka mannréttindi fatlaðs fólks sem ekki er gert kleift að nýta sér nauðsynlega tækni. Í fréttum sjáum við líka að manni sé haldið á réttargeðdeild umfram það sem nauðsynlegt má teljast því ríki og sveitarfélög geta ekki komist að niðurstöðu um hvernig tryggja eigi þjónustu fyrir viðkomandi svo vel sé. Eru það ekki mannréttindi að njóta lögvarinna réttinda til frelsis? Í grein sem Eliona Gjecaj skrifaði á Vísi.is kemur fram áhyggjur hennar af ofbeldi gagnvart fötluðum konum sem eru í berskjaldaðri fyrir ofbeldi en ófatlaðar konu. Vísar hún í rannsókn þar sem segir að ofbeldi sé vaxandi gagnvart fötluðum konum í okkar samfélagi? Hvað þarf að gerast til að tryggja þennan viðkvæma hóp, hverjar eru forvarnirnar? Ljósin í myrkrinu Árið 2011 voru sett lög sem Guðbjartur Hannesson heitinn fylgdi úr hlaði með að setja á fót Réttindagæslu fatlaðs fólk. Með þessari einingu vildu stjórnvöld uppfylla ákvæði alþjóðasamnings sem í daglegu tali kallast samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Hafa síðan þá starfað sérfræðingar í Réttindagæslu fatlaðs fólks sem hafa einsett sér að tryggja stuðning og viðeigandi aðlögun fatlaðs fólks og tryggja að réttur þeirra séu hafður að leiðarljósi við hverskyns málmeðferð hins opinbera sem og einkaaðila. Fyrir liggja upplýsingar um störf réttindagæslumanna frá þeim árum sem þeir hafa starfað. Með fullkomnu og sértæku skráningakerfi má lesa, við hvað þætti fatlað fólk hefur þurft stuðning við og býr við. Því gæti slíkt kerfi verið mælaborð og stjórntæki fyrir stjórnvöld til leiðsagnar um hvað megi betur fara í nútímanum í málaflokki fatlaðs fólks, í stað þess að bregðast við 20-30 árum síðar, eins og nú tíðkast. Mikilvægt er því að sýna slíkri einingu ekki fálæti, eins og allt of oft er þegar fatlað fólk er annars vegar. Þegar lög um réttindagæslu voru sett, þurfti að finna réttindagæslunni stað í kerfinu. Ákveðið var að hún skyldi tengd við ráðuneyti félagsmála, sem þá var Velferðarráðuneytið. Öllum var þó ljós mótsögnin í því að þessi tegund starfsemi heyrði undir framkvæmdavaldið. Svipað því og að láta Ríkisendurskoðun lúta forræði Fjármálaráðuneytisins. Alltaf hefur því legið fyrir sú hætta að réttindagæslulögin myndu víkja þegar upp kæmu innbyggðar mótsagnir á milli ráðuneytis og réttindagæslu eða þegar skera þarf niður vegna ytri aðstæðna í samfélaginu. Þessu þurfum við að huga sérstaklega að þannig að ekki gerist sú staða að réttur fatlaðs fólks víki þegar upp koma ytri aðstæður sem breyta forsendum, þetta þurfum við að vernda sérstaklega. Málin sem ég taldi hér upp áðan eru brot af því sem við vitum að á sér stað í lífi fatlaðs fólks á Íslandi, og við vitum að málin hverfa ekki þó svo við þurfum að draga úr þjónustu vegna slæmrar afkomu ríkis og sveitarfélaga eða reynum að sannfæra okkur um að þau séu ekki til staðar, brotin munu dúkka upp í skýrslu eftir 20 til 30 ár. Líkt og kemur fram í grein Eliona Gjecaj þurfum við að gera meira, við þurfum að gera betur á öllum sviðum og við þurfum að viðhalda og hlúa að því sem við höfum gert vel síðastliðin 13 ár, en ekki draga úr. Ljósið í myrkrinu nú í skammdeginu er því frumvarp til laga um sjálfstæða Mannréttindastofnun sem liggur fyrir Alþingi. Jafnframt innleiðing til lögfestingar samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks sem ráðuneytin hafa sett fram til samráðs núna í haust. Vona ég innilega að aðilar sem nú halda á málinu keyri þau í gegn, og þá er hægt að grípa til líkingamáls sem stjórnmálamenn hafa oft brugðið fyrir sig - þá mun loksins fara saman hljóð og mynd í mannréttindum fatlaðs fólks. Höfundur er yfirmaður réttindagæslumanna fatlaðs fólks í veikindaleyfi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannréttindi Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Athugasemdir við eignaumsýslu Landsbanka Íslands Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Framúrskarandi þjónusta byggir upp traust á fyrirtækjum Ingibjörg Valdimarsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Hver er staða mannréttinda fatlaðs fólks Dagurinn í dag er helgaður mannréttindum í heiminum, einum mikilvirtustu réttindum sem við eigum óháð staðbundnum kringumstæðum eins og samfélagsgerð eða efnahag. Þessi mannréttindi eru skilgreind í lögum landa og alþjóðasamþykktum sem Ísland er til dæmis aðili að. Öll erum við persónur fyrir lögum, leitum í þau til að tryggja okkur fyrir réttinda missi og fáum sérfróða lögmenn eða aðra sérfræðinga til að aðstoða okkur að skilja þessi mikilvægu réttindi sem við eigum. Á degi sem þessum horfum við til mannréttinda þeirra sem höllum fæti standa gagnvart staðbundnum kringumstæðum, sérstaklega í stríðshrjáðum löndum og löndum þar sem mannréttindi eru ekki endilega eitthvað sem kemur fyrst í samskiptum við borgara, sérstaklega borgara sem standa höllum fæti í samfélögum og eru í viðkvæmri stöðu. En þurfum við að fara alla leið til útlanda til að geta talað um mannréttindabrot á fólki í viðkvæmri stöðu? Við skulum líta okkur nær og horfa til réttinda fatlaðs fólks, sem á Íslandi hafa þróast í áranna rás og færst nær því að gefa fötluðu fólki sambærilega stöðu á við ófatlaða borgara, en er það raunin þegar kemur að framkvæmd réttinda? Í fréttum hefur verið fjallað um mann sem til Íslands leitar til að tryggja sér öryggi frá þeim staðbundnu aðstæðum sem hann bjó við, en litið er fram hjá þeim skuldbindingum sem Ísand er aðili að með því að huga ekki að viðeigandi aðlögun og tryggja nauðsynlegar ráðstafanir í samræmi við skuldbindingar sem ættu að tryggja vernd og öryggi fatlaðs manns á flótta. Í þessu máli er auðvelt að segja að hann hefði geta orðið eftir og fengið þjónustu, en myndir einhver vilja vera einn án fjölskyldu sinnar í landi sem talar ekki málið þitt, nærumhverfi sem þekkir ekki þarfir þínar eða getur veitt ást og umhyggju? Hér eru mannréttindi sem við hefðum kannski átt að huga að þegar ekki er tekið tillit til hvað felst í viðeigandi aðlögun fyrir þennan unga mann. Í fréttum höfum við séð umfjöllun um aðgengi að rafrænum heimi sem nú vex, en fatlað fólk situr eftir og er að tapa aðgengi sínu að eignum í viðskiptabönkum og getur ekki endilega nálgast réttindi sín, þar sem umsóknir eru bara rafrænar. Í nýlegum úrskurði kærunefndar jafnréttismála er fyrirtæki í eigu ríkisins og aðal handhafi rafrænna skilríka á Íslandi sagst hafa mismunað fötluðum einstaklingi með ákvörðun um að synja honum um rafræn skilríki. Í úrskurðarorði er vísað til þess að fyrirtækið hafi neitað viðkomandi um viðeigandi aðlögun. Hvað myndir þú gera ef þú hefðir ekki aðgang að þínum fjármunum og gætir ekki borgað reikning. Hér eru líka mannréttindi fatlaðs fólks sem ekki er gert kleift að nýta sér nauðsynlega tækni. Í fréttum sjáum við líka að manni sé haldið á réttargeðdeild umfram það sem nauðsynlegt má teljast því ríki og sveitarfélög geta ekki komist að niðurstöðu um hvernig tryggja eigi þjónustu fyrir viðkomandi svo vel sé. Eru það ekki mannréttindi að njóta lögvarinna réttinda til frelsis? Í grein sem Eliona Gjecaj skrifaði á Vísi.is kemur fram áhyggjur hennar af ofbeldi gagnvart fötluðum konum sem eru í berskjaldaðri fyrir ofbeldi en ófatlaðar konu. Vísar hún í rannsókn þar sem segir að ofbeldi sé vaxandi gagnvart fötluðum konum í okkar samfélagi? Hvað þarf að gerast til að tryggja þennan viðkvæma hóp, hverjar eru forvarnirnar? Ljósin í myrkrinu Árið 2011 voru sett lög sem Guðbjartur Hannesson heitinn fylgdi úr hlaði með að setja á fót Réttindagæslu fatlaðs fólk. Með þessari einingu vildu stjórnvöld uppfylla ákvæði alþjóðasamnings sem í daglegu tali kallast samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Hafa síðan þá starfað sérfræðingar í Réttindagæslu fatlaðs fólks sem hafa einsett sér að tryggja stuðning og viðeigandi aðlögun fatlaðs fólks og tryggja að réttur þeirra séu hafður að leiðarljósi við hverskyns málmeðferð hins opinbera sem og einkaaðila. Fyrir liggja upplýsingar um störf réttindagæslumanna frá þeim árum sem þeir hafa starfað. Með fullkomnu og sértæku skráningakerfi má lesa, við hvað þætti fatlað fólk hefur þurft stuðning við og býr við. Því gæti slíkt kerfi verið mælaborð og stjórntæki fyrir stjórnvöld til leiðsagnar um hvað megi betur fara í nútímanum í málaflokki fatlaðs fólks, í stað þess að bregðast við 20-30 árum síðar, eins og nú tíðkast. Mikilvægt er því að sýna slíkri einingu ekki fálæti, eins og allt of oft er þegar fatlað fólk er annars vegar. Þegar lög um réttindagæslu voru sett, þurfti að finna réttindagæslunni stað í kerfinu. Ákveðið var að hún skyldi tengd við ráðuneyti félagsmála, sem þá var Velferðarráðuneytið. Öllum var þó ljós mótsögnin í því að þessi tegund starfsemi heyrði undir framkvæmdavaldið. Svipað því og að láta Ríkisendurskoðun lúta forræði Fjármálaráðuneytisins. Alltaf hefur því legið fyrir sú hætta að réttindagæslulögin myndu víkja þegar upp kæmu innbyggðar mótsagnir á milli ráðuneytis og réttindagæslu eða þegar skera þarf niður vegna ytri aðstæðna í samfélaginu. Þessu þurfum við að huga sérstaklega að þannig að ekki gerist sú staða að réttur fatlaðs fólks víki þegar upp koma ytri aðstæður sem breyta forsendum, þetta þurfum við að vernda sérstaklega. Málin sem ég taldi hér upp áðan eru brot af því sem við vitum að á sér stað í lífi fatlaðs fólks á Íslandi, og við vitum að málin hverfa ekki þó svo við þurfum að draga úr þjónustu vegna slæmrar afkomu ríkis og sveitarfélaga eða reynum að sannfæra okkur um að þau séu ekki til staðar, brotin munu dúkka upp í skýrslu eftir 20 til 30 ár. Líkt og kemur fram í grein Eliona Gjecaj þurfum við að gera meira, við þurfum að gera betur á öllum sviðum og við þurfum að viðhalda og hlúa að því sem við höfum gert vel síðastliðin 13 ár, en ekki draga úr. Ljósið í myrkrinu nú í skammdeginu er því frumvarp til laga um sjálfstæða Mannréttindastofnun sem liggur fyrir Alþingi. Jafnframt innleiðing til lögfestingar samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks sem ráðuneytin hafa sett fram til samráðs núna í haust. Vona ég innilega að aðilar sem nú halda á málinu keyri þau í gegn, og þá er hægt að grípa til líkingamáls sem stjórnmálamenn hafa oft brugðið fyrir sig - þá mun loksins fara saman hljóð og mynd í mannréttindum fatlaðs fólks. Höfundur er yfirmaður réttindagæslumanna fatlaðs fólks í veikindaleyfi.
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar