Saksóknari hótar heilbrigðisstarfsmönnum þvert á úrskurð dómara Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. desember 2023 12:10 Ekki er vitað hvort dómnum verður áfrýjað. Google Dómari í Texas í Bandaríkjunum hefur heimilað konu að gangast undir þungunarrof, jafnvel þótt lög ríkisins heimili það ekki. Talið er að um sé að ræða fyrsta þungunarrofið sem dómstóll leggur blessun sína eftir að Roe gegn Wade var snúið af Hæstarétti. Eftir að dómur féll í því máli er ríkjum nú í sjálfsvald sett hvernig þau haga aðgengi kvenna að þungunarrofi og hafa mörg þeirra takmarkað gengið á lagið og takmarkað mjög þennan áður óskoraðan rétt kvenna. Málið í Texas varðaði Kate Cox, 31 árs konu sem gengin er 20 vikur á leið. Fóstrið hefur verið greint með Edwards-heilkenni, einnig kallað þrístæðu 18, sem er afar sjaldgæft en leiðir oftast til fósturláts eða andvanafæðingar, eða þá að barnið deyr innan árs eftir fæðingu. Læknar Cox sögðu að lögum samkvæmt mættu þeir ekki framkvæma þungunarrof en hún ákvað þá að fara með málið fyrir dóm. Dómarinn komst að þeirri niðurstöðu að þungunarrofið myndi ekki aðeins vernda Cox frá hættulegri fæðingu heldur einnig varðveita frjósemi hennar, sem gæti annars verið í hættu. „Sú staðreynd að Cox langar sárlega að verða ólétt og að þessi löggjöf gæti raunverulega leitt til þess að hún fer á mis við þann möguleika er sláandi og væri raunverulegt óréttlæti,“ sagði dómarinn þegar hann greindi frá ákvörðun sinni. Cox sást þerra tár þegar hún heyrði niðurstöðuna en hún greindi frá því í fjölmiðlum að hún og eiginmaður hennar, sem eiga tvö börn fyrir, hefðu alltaf hugsað sér að eignast stóra fjölskyldu og að það hefði aldrei verið ætlun hennar að gangast undir þungunarrof. Viðbrögð ríkissaksóknarans í málinu hafa verið með nokkrum ólíkindum en eftir að dómurinn lá fyrir sendi hann erindi á heilbrigðisyfirvöld í Houston, þar sem læknir Cox, starfar og varaði þau við því að læknirinn og aðrir heilbrigðisstarfsmenn gætu átt yfir höfði sér saksókn ef þeir aðstoðuðu við þungunarrof. Þvert á niðurstöðu dómarans, sem bannaði yfirvöldum að koma í veg fyrir að Cox gengist undir þungunarrof, sagði saksókarinn að ákvörðun dómarans myndi ekki forða heilbrigðisstarfsfólkinu frá ákærum. Málið varðar ekki aðeins almennan rétt kvenna til þungunarrofs heldur hafa heilbrigðisstarfsmenn verið í nokkrum vanda vegna nýrra laga sem kveða á um takmarkaðan rétt til að veita þungunarrofsþjónustu ef um er að ræða tilvik þar sem líf og heilsa móður er í húfi. Engar frekari skýringar er að finna í lögunum og því lendir það á herðum heilbrigðisstarfsmanna að ákveða hvað þeir gera en þeir eiga þá á hættu að verða sóttir til saka ef þeir þykja hafa gengið of langt. Hér má finna umfjöllun New York Times um málið. Þungunarrof Jafnréttismál Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Eftir að dómur féll í því máli er ríkjum nú í sjálfsvald sett hvernig þau haga aðgengi kvenna að þungunarrofi og hafa mörg þeirra takmarkað gengið á lagið og takmarkað mjög þennan áður óskoraðan rétt kvenna. Málið í Texas varðaði Kate Cox, 31 árs konu sem gengin er 20 vikur á leið. Fóstrið hefur verið greint með Edwards-heilkenni, einnig kallað þrístæðu 18, sem er afar sjaldgæft en leiðir oftast til fósturláts eða andvanafæðingar, eða þá að barnið deyr innan árs eftir fæðingu. Læknar Cox sögðu að lögum samkvæmt mættu þeir ekki framkvæma þungunarrof en hún ákvað þá að fara með málið fyrir dóm. Dómarinn komst að þeirri niðurstöðu að þungunarrofið myndi ekki aðeins vernda Cox frá hættulegri fæðingu heldur einnig varðveita frjósemi hennar, sem gæti annars verið í hættu. „Sú staðreynd að Cox langar sárlega að verða ólétt og að þessi löggjöf gæti raunverulega leitt til þess að hún fer á mis við þann möguleika er sláandi og væri raunverulegt óréttlæti,“ sagði dómarinn þegar hann greindi frá ákvörðun sinni. Cox sást þerra tár þegar hún heyrði niðurstöðuna en hún greindi frá því í fjölmiðlum að hún og eiginmaður hennar, sem eiga tvö börn fyrir, hefðu alltaf hugsað sér að eignast stóra fjölskyldu og að það hefði aldrei verið ætlun hennar að gangast undir þungunarrof. Viðbrögð ríkissaksóknarans í málinu hafa verið með nokkrum ólíkindum en eftir að dómurinn lá fyrir sendi hann erindi á heilbrigðisyfirvöld í Houston, þar sem læknir Cox, starfar og varaði þau við því að læknirinn og aðrir heilbrigðisstarfsmenn gætu átt yfir höfði sér saksókn ef þeir aðstoðuðu við þungunarrof. Þvert á niðurstöðu dómarans, sem bannaði yfirvöldum að koma í veg fyrir að Cox gengist undir þungunarrof, sagði saksókarinn að ákvörðun dómarans myndi ekki forða heilbrigðisstarfsfólkinu frá ákærum. Málið varðar ekki aðeins almennan rétt kvenna til þungunarrofs heldur hafa heilbrigðisstarfsmenn verið í nokkrum vanda vegna nýrra laga sem kveða á um takmarkaðan rétt til að veita þungunarrofsþjónustu ef um er að ræða tilvik þar sem líf og heilsa móður er í húfi. Engar frekari skýringar er að finna í lögunum og því lendir það á herðum heilbrigðisstarfsmanna að ákveða hvað þeir gera en þeir eiga þá á hættu að verða sóttir til saka ef þeir þykja hafa gengið of langt. Hér má finna umfjöllun New York Times um málið.
Þungunarrof Jafnréttismál Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira