Leipzig hefur lyft sér upp töfluna að undanförnu eftir slæma byrjun á tímabilinu. Leikur kvöldsins var tilvalinn til að bæta við stigum á töfluna þar sem Eisenach er í næstneðsta sæti og hefur lítið sem ekkert getað.
Því miður tókst Leipzig ekki að sækja stig en heimamenn í Eisenach unnu eins nauman sigur og hægt er eftir að Leipzig hafði verið með yfirhöndina nærri allan leikinn.
Viggó Kristjánsson skoraði sex mörk og gaf tvær stoðsendingar í liði Leipzig. Andri Már Rúnarsson skoraði eitt mark og lagði upp annað. Þá er Rúnar Sigtryggsson þjálfari Leipzig.
Leipzig er í 9. sæti deildarinnar með 15 stig að loknum 16 leikjum.