Musk býður Alex Jones velkominn á X Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 10. desember 2023 10:04 Samsæriskenningar Alex Jones um Sandy Hook árásina hafa kostað hann marga milljarða. EPA Elon Musk, auðjöfur og eigandi samfélagsmiðilsins X, hefur boðið bandaríska fjölmiðlamanninn og samsæriskenningasmiðinn Alex Jones velkominn á miðilinn í kjölfar kosningar sem Musk hélt á X-síðu sinni. Lokað var fyrir aðgang Jones á forritinu í september árið 2018, þegar það hét enn Twitter. Hann hafði þá brotið gegn reglum miðilsins um sæmandi hegðun. Samsæringurinn var í fyrra dæmdur til að greiða fjölskyldum barnanna sem voru myrt í Sandy Hook árásinni árið 2012 tæplega einn og hálfan milljarð dollara í skaðabætur í kjölfar samsæriskenninga hans um árásina. Jones hefur haldið því fram að börnin sem myrt voru í árásinni hafi ekki verið raunveruleg og að foreldrar þeirra séu leikarar. Áhorfendur hans hafa í kjölfarið áreitt foreldrana og ógnað þeim. Greint var frá því í september að Jones hefði enn ekki borgað fjölskyldunum krónu en lifi þrátt fyrir það dýrum lífsstíl. Musk blés til skoðanakannanar á X í gær þar sem hann spurði: „Opna fyrir Alex Jones á þessum miðli?“ Meiri hluti svarenda svöruðu játandi. „Fólkið hefur talað, og þannig mun það vera,“ skrifaði Musk í athugasemd undir færsluna.Skjáskot/X Í nóvember 2022 skrifaði Musk á X að þó hann væri að hlaupa öðrum umdeildum aðilum aftur inn á samfélagsmiðilinn, yrði Alex Jones aldrei hleypt þar inn aftur. „Frumburður minn lést í fangi mínu. Ég fann síðasta hjartslátt hans. Ég hef enga samúð með nokkrum sem notar dauða barna til að hagnast, til frama eða í pólitík,“ skrifaði Musk. My firstborn child died in my arms. I felt his last heartbeat. I have no mercy for anyone who would use the deaths of children for gain, politics or fame.— Elon Musk (@elonmusk) November 21, 2022 Samfélagsmiðlar X (Twitter) Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Bandaríkin Tengdar fréttir Bjóða Jones að borga tólf milljarða í stað tvö hundruð Foreldrar barna sem skotin voru til bana í árásinni í Sandy Hook á árum áður hafa boðið samsæriskenningasmiðnum Alex Jones samkomulag um skaðabætur. Hann hefur verið dæmdur til að greiða þeim einn og hálfan milljarð dala í skaðabætur fyrir að dreifa samsæriskenningum um þau og börnin. 28. nóvember 2023 11:02 Getur ekki bjargað sér með gjaldþroti Dómari í Texas Í Bandaríkjunum hefur gert samsæriskenningasmiðinum Alex Jones ljóst að hann muni ekki komast hjá því að greiða fórnarlömbum sínum skaðabætur, ef hann lýsir yfir gjaldþroti. Með ákvörðun sinni er dómarinn að tryggja að Jones mun líklega verja ævinni í að greiða skaðabæturnar, enda hefur hann verið dæmdur til að greiða foreldrum barna sem voru myrt í Sandy Hook á árum áður tæplega einn og hálfan milljarð dala. 20. október 2023 17:11 Borgar ekki fjölskyldunum sem hann hrellti en spreðar peningum Alex Jones, samsæringur, hefur ekki greitt fjölskyldum barna sem myrt voru í Sandy Hook árásinni árið 2012 krónu. Hann spreðar þó peningum sínum og eyddi til að mynda 93 þúsund dölum í júlí en það samsvarar um 12,8 milljónum króna. Jones var í fyrra dæmdur til að greiða fjölskyldunum tæplega einn og hálfan milljarð dala í skaðabætur. 14. september 2023 22:28 Mest lesið Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Innlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Fleiri fréttir Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Forseti Brasilíu á gjörgæslu eftir heilaaðgerð Ákærður fyrir morð í New York Netanjahú ber vitni í spillingarmáli sínu Nóbelsverðlaunahafar mótmæla útnefningu Kennedy Fær ekki að breyta skilmálum fjölskyldusjóðsins Erlend ríki keppast við að tryggja hagsmuni sína í Sýrlandi Þetta er maðurinn sem er grunaður um launmorðið Í skýrslutöku í tengslum við morðið í New York Norski hryðjuverkamaðurinn telur brotið á sér í fangelsi Sjá meira
Lokað var fyrir aðgang Jones á forritinu í september árið 2018, þegar það hét enn Twitter. Hann hafði þá brotið gegn reglum miðilsins um sæmandi hegðun. Samsæringurinn var í fyrra dæmdur til að greiða fjölskyldum barnanna sem voru myrt í Sandy Hook árásinni árið 2012 tæplega einn og hálfan milljarð dollara í skaðabætur í kjölfar samsæriskenninga hans um árásina. Jones hefur haldið því fram að börnin sem myrt voru í árásinni hafi ekki verið raunveruleg og að foreldrar þeirra séu leikarar. Áhorfendur hans hafa í kjölfarið áreitt foreldrana og ógnað þeim. Greint var frá því í september að Jones hefði enn ekki borgað fjölskyldunum krónu en lifi þrátt fyrir það dýrum lífsstíl. Musk blés til skoðanakannanar á X í gær þar sem hann spurði: „Opna fyrir Alex Jones á þessum miðli?“ Meiri hluti svarenda svöruðu játandi. „Fólkið hefur talað, og þannig mun það vera,“ skrifaði Musk í athugasemd undir færsluna.Skjáskot/X Í nóvember 2022 skrifaði Musk á X að þó hann væri að hlaupa öðrum umdeildum aðilum aftur inn á samfélagsmiðilinn, yrði Alex Jones aldrei hleypt þar inn aftur. „Frumburður minn lést í fangi mínu. Ég fann síðasta hjartslátt hans. Ég hef enga samúð með nokkrum sem notar dauða barna til að hagnast, til frama eða í pólitík,“ skrifaði Musk. My firstborn child died in my arms. I felt his last heartbeat. I have no mercy for anyone who would use the deaths of children for gain, politics or fame.— Elon Musk (@elonmusk) November 21, 2022
Samfélagsmiðlar X (Twitter) Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Bandaríkin Tengdar fréttir Bjóða Jones að borga tólf milljarða í stað tvö hundruð Foreldrar barna sem skotin voru til bana í árásinni í Sandy Hook á árum áður hafa boðið samsæriskenningasmiðnum Alex Jones samkomulag um skaðabætur. Hann hefur verið dæmdur til að greiða þeim einn og hálfan milljarð dala í skaðabætur fyrir að dreifa samsæriskenningum um þau og börnin. 28. nóvember 2023 11:02 Getur ekki bjargað sér með gjaldþroti Dómari í Texas Í Bandaríkjunum hefur gert samsæriskenningasmiðinum Alex Jones ljóst að hann muni ekki komast hjá því að greiða fórnarlömbum sínum skaðabætur, ef hann lýsir yfir gjaldþroti. Með ákvörðun sinni er dómarinn að tryggja að Jones mun líklega verja ævinni í að greiða skaðabæturnar, enda hefur hann verið dæmdur til að greiða foreldrum barna sem voru myrt í Sandy Hook á árum áður tæplega einn og hálfan milljarð dala. 20. október 2023 17:11 Borgar ekki fjölskyldunum sem hann hrellti en spreðar peningum Alex Jones, samsæringur, hefur ekki greitt fjölskyldum barna sem myrt voru í Sandy Hook árásinni árið 2012 krónu. Hann spreðar þó peningum sínum og eyddi til að mynda 93 þúsund dölum í júlí en það samsvarar um 12,8 milljónum króna. Jones var í fyrra dæmdur til að greiða fjölskyldunum tæplega einn og hálfan milljarð dala í skaðabætur. 14. september 2023 22:28 Mest lesið Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Innlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Fleiri fréttir Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Forseti Brasilíu á gjörgæslu eftir heilaaðgerð Ákærður fyrir morð í New York Netanjahú ber vitni í spillingarmáli sínu Nóbelsverðlaunahafar mótmæla útnefningu Kennedy Fær ekki að breyta skilmálum fjölskyldusjóðsins Erlend ríki keppast við að tryggja hagsmuni sína í Sýrlandi Þetta er maðurinn sem er grunaður um launmorðið Í skýrslutöku í tengslum við morðið í New York Norski hryðjuverkamaðurinn telur brotið á sér í fangelsi Sjá meira
Bjóða Jones að borga tólf milljarða í stað tvö hundruð Foreldrar barna sem skotin voru til bana í árásinni í Sandy Hook á árum áður hafa boðið samsæriskenningasmiðnum Alex Jones samkomulag um skaðabætur. Hann hefur verið dæmdur til að greiða þeim einn og hálfan milljarð dala í skaðabætur fyrir að dreifa samsæriskenningum um þau og börnin. 28. nóvember 2023 11:02
Getur ekki bjargað sér með gjaldþroti Dómari í Texas Í Bandaríkjunum hefur gert samsæriskenningasmiðinum Alex Jones ljóst að hann muni ekki komast hjá því að greiða fórnarlömbum sínum skaðabætur, ef hann lýsir yfir gjaldþroti. Með ákvörðun sinni er dómarinn að tryggja að Jones mun líklega verja ævinni í að greiða skaðabæturnar, enda hefur hann verið dæmdur til að greiða foreldrum barna sem voru myrt í Sandy Hook á árum áður tæplega einn og hálfan milljarð dala. 20. október 2023 17:11
Borgar ekki fjölskyldunum sem hann hrellti en spreðar peningum Alex Jones, samsæringur, hefur ekki greitt fjölskyldum barna sem myrt voru í Sandy Hook árásinni árið 2012 krónu. Hann spreðar þó peningum sínum og eyddi til að mynda 93 þúsund dölum í júlí en það samsvarar um 12,8 milljónum króna. Jones var í fyrra dæmdur til að greiða fjölskyldunum tæplega einn og hálfan milljarð dala í skaðabætur. 14. september 2023 22:28