Fyrirliðinn bannar T-orðið í klefanum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 10. desember 2023 11:00 John McGinn fagnar markinu sem tryggði Aston Villa sigur gegn Arsenal í gær. Catherine Ivill/Getty Images Unai Emery, þjálfari Aston Villa, og John McGinn, fyrirliði liðsins, segja það vera of snemmt að tala um titilbaráttu þrátt fyrir að liðið sé nú tveimur stigum frá toppnum eftir 1-0 sigur gegn Arsenal í gær. Með sigrinum sá Aston Villa til þess að Arsenal mistókst að endurheimta toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar frá Liverpool og Villa situr nú í þriðja sæti deildarinnar með 35 stig eftir 16 leiki, tveimur stigum minna en Liverpool í toppsætinu og einu stigi minna en Arsenal í öðru sæti. Aston Villa hefur komið flestum á óvart á tímabilinu með frammistöðu sinni og liðið hefur unni 11 af 16 leikjum sínum og aðeins tapað þremur. Í síðustu fjórum deildarleikjum sínum hefur liðið unnið lið á borð við Arsenal, Tottenham og Englandsmeistara Manchester City. This is football. 👌Emery Ball in full flow! 😍 pic.twitter.com/Cy18WxMQFg— Aston Villa (@AVFCOfficial) December 10, 2023 Liðið hefur þar með unnið liðin sem enduðu í fyrst og öðru sæti deildarinnar á síðasta tímabili og þetta er besta byrjun félagsins í deildinni frá því tímabilið 1980-1981, þegar Aston Villa vann síðast enska titilinn. Þjálfari liðsins, sem og fyrirliðinn, vilja þó ekki fara fram úr sér. „Ég mun tala um þetta þegar við erum búnir með 30 eða 32 leiki ef við erum enn í sömu stöðu,“ sagði Unai Emery, þjálfari liðsins. „Í upphafi móts erum við ekki í titilbaráttu. Það eru bara 16 leikir búnir. Við erum í Meistaradeildarsæti og þurfum að reyna að halda því.“ John McGinn, fyrirliði liðsins, skoraði eina mark leiksins í sigri Aston Villa gegn Arsenal í gær og hann tekur í sama streng. „Ég ætla að banna T-orðið,“ sagði McGinn og á þá við að banna það að tala um titilbaráttu. „Við erum bara búnir með 16 umferðir og það er nóg eftir. Við berum virðingu fyrir liðunum í kringum okkur sem hafa verið í þessari stöðu í mörg ár. Við erum bara byrjendur og við verðum bara að bíða og sjá hvort við getum haldið þessu áfram.“ John McGinn has revealed the one word BANNED in the Aston Villa changing room this season 👀 pic.twitter.com/JTLmijg1gP— SPORTbible (@sportbible) December 10, 2023 Enski boltinn Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Sjá meira
Með sigrinum sá Aston Villa til þess að Arsenal mistókst að endurheimta toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar frá Liverpool og Villa situr nú í þriðja sæti deildarinnar með 35 stig eftir 16 leiki, tveimur stigum minna en Liverpool í toppsætinu og einu stigi minna en Arsenal í öðru sæti. Aston Villa hefur komið flestum á óvart á tímabilinu með frammistöðu sinni og liðið hefur unni 11 af 16 leikjum sínum og aðeins tapað þremur. Í síðustu fjórum deildarleikjum sínum hefur liðið unnið lið á borð við Arsenal, Tottenham og Englandsmeistara Manchester City. This is football. 👌Emery Ball in full flow! 😍 pic.twitter.com/Cy18WxMQFg— Aston Villa (@AVFCOfficial) December 10, 2023 Liðið hefur þar með unnið liðin sem enduðu í fyrst og öðru sæti deildarinnar á síðasta tímabili og þetta er besta byrjun félagsins í deildinni frá því tímabilið 1980-1981, þegar Aston Villa vann síðast enska titilinn. Þjálfari liðsins, sem og fyrirliðinn, vilja þó ekki fara fram úr sér. „Ég mun tala um þetta þegar við erum búnir með 30 eða 32 leiki ef við erum enn í sömu stöðu,“ sagði Unai Emery, þjálfari liðsins. „Í upphafi móts erum við ekki í titilbaráttu. Það eru bara 16 leikir búnir. Við erum í Meistaradeildarsæti og þurfum að reyna að halda því.“ John McGinn, fyrirliði liðsins, skoraði eina mark leiksins í sigri Aston Villa gegn Arsenal í gær og hann tekur í sama streng. „Ég ætla að banna T-orðið,“ sagði McGinn og á þá við að banna það að tala um titilbaráttu. „Við erum bara búnir með 16 umferðir og það er nóg eftir. Við berum virðingu fyrir liðunum í kringum okkur sem hafa verið í þessari stöðu í mörg ár. Við erum bara byrjendur og við verðum bara að bíða og sjá hvort við getum haldið þessu áfram.“ John McGinn has revealed the one word BANNED in the Aston Villa changing room this season 👀 pic.twitter.com/JTLmijg1gP— SPORTbible (@sportbible) December 10, 2023
Enski boltinn Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Sjá meira