Hneig niður eftir að hafa drukkið gos með koffíni úr Krambúðinni Magnús Jochum Pálsson skrifar 10. desember 2023 22:43 Fjórtán ára Selfyssingur hneig niður eftir að hafa drukkið tvær flöskur af koffíni sem hann keypti í Krambúðinni. Krambúðin Fjórtán ára drengur hneig niður eftir að hafa drukkið tvo gosdrykki með háu koffínmagni. Drykkina keypti hann á sjálfsafgreiðslukassa í Krambúðinni á Selfossi og höfðu starfsmenn engin afskipti af honum. Drengurinn náði sjálfur að hringja á sjúkrabíl og er kominn aftur heim til sín eftir stutta sjúkrahúsdvöl. Selfyssingurinn Magga Stína birti færslu á Facebook-hópnum Íbúar á Selfossi í kvöld þar sem hún segir frá þessum leiðinlega atburði. Magga Stína segir vanta eftirlit á sjálfsafgreiðslukössnum.Facebook „Þessir blessuðu sjálfsafgreiðslukassar geta verið ágætir og sérstaklega í asanum á þessum árstíma en eitt sem mér finnst vera vandamál og það eru börnin sem geta verslað sjálf og þá hvað sem er eins og óæskilega drykki,“ skrifar hún í færslunni. „Sonur minn lenti upp á sjúkrahúsi með sjúkrabíl þar sem hann hafði verið að drekka orkudrykki en hann náði ekki að koma heim og hneig niður á miðri leið og hringdi sjálfur á sjúkrabíl,“ skrifar hún. „Þetta er bara ungt fólk sem er að fylgjast með þessum sjálfsafgreiðslukössum og pæla ekkert í þessu. En þetta getur verið varasamt og ætti að hafa strangara eftirlit með þessu svo svona lagað gerist ekki eins og sjálfsagður hlutur,“ skrifaði hún að lokum. Fann að það var eitthvað að og hringdi á sjúkrabíl Í samtali við Vísi sagðist Magga Stína aðallega hafa birt færsluna til að vekja athygli á eftirlitsleysi með sjálfsafgreiðslukössum. „Það er svo mikið af ungu fólki sem vinnur þarna og það geta börn labbað þarna í gegn með hvað sem er, eitthvað sem er ekki æskilegt fyrir börn,“ sagði hún. Sonur Möggu Stínu er fjórtán ára og segir hún að hann hafi drukkið tvær flöskur af Mountain Dew úr Krambúðinni áður en hann hneig niður á leiðinni heim. „Hann fann að það var eitthvað að og hringdi sjálfur í neyðarlínuna. Við kenndum honum að hringja í neyðarlínuna þegar hann var þriggja ára af því maður veit aldrei,“ segir Magga. Hvernig líður honum núna? „Hann er núna kominn heim og er bara stabíll þannig hann slapp vel,“ segir Magga. Gosdrykkur með miklu koffíni Mountain Dew er almennt skilgreindur sem gosdrykkur en er þó með óvenjuhátt koffínmagn eða 77 millígrömm í 500 millílítrum. Mountain Dew hefur lengi verið vinsæll drykkur hjá börnum og ungmennum enda mikill sykur og koffín í drykknum. Það er töluvert hærra magn en í drykkjum á borð við Pepsi og Coke sem eru með 50 millígrömm af koffíni. Þá er það aðeins lægra magn en í orkudrykkjum á borð við Nocco og Collab sem eru með 105 millígrömm af koffíni. Magga Stína segir að börn þoli svona drykki auðvitað mun verr en fullorðnir og það geti jafnvel verið lífshættulegt. Alltof auðvelt fyrir börn að kaupa orkudrykki Magga Stína segist hafa fengið ágætis viðbrögð við færslu sinni. Margir séu henni sammála um að það skorti eftirlit með sjálfsafgreiðslukössunum. Flestir sem hún hefur talað við telij þó að það sé ekki hægt að bæta kerfið. „Ég vildi líka benda foreldrum á að tala við börnin sín. Þetta er viðkvæmur aldur og þau vilja vera eins og hin fullorðnu,“ segir Magga. Þá segist Magga sjá alltof mikið af börnum með orkudrykki. „Það er eins og það sé ekkert mál að kaupa þetta. En svo tekur maður eftir því að þegar börn fara á kassa þá eru þau stoppuð,“ segir hún. Eftirlitið á sjálfsafgreiðslukössunum sé því að hennar sögn greinilega lítið sem ekkert. Gosdrykkir Orkudrykkir Árborg Börn og uppeldi Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fleiri fréttir Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sjá meira
Selfyssingurinn Magga Stína birti færslu á Facebook-hópnum Íbúar á Selfossi í kvöld þar sem hún segir frá þessum leiðinlega atburði. Magga Stína segir vanta eftirlit á sjálfsafgreiðslukössnum.Facebook „Þessir blessuðu sjálfsafgreiðslukassar geta verið ágætir og sérstaklega í asanum á þessum árstíma en eitt sem mér finnst vera vandamál og það eru börnin sem geta verslað sjálf og þá hvað sem er eins og óæskilega drykki,“ skrifar hún í færslunni. „Sonur minn lenti upp á sjúkrahúsi með sjúkrabíl þar sem hann hafði verið að drekka orkudrykki en hann náði ekki að koma heim og hneig niður á miðri leið og hringdi sjálfur á sjúkrabíl,“ skrifar hún. „Þetta er bara ungt fólk sem er að fylgjast með þessum sjálfsafgreiðslukössum og pæla ekkert í þessu. En þetta getur verið varasamt og ætti að hafa strangara eftirlit með þessu svo svona lagað gerist ekki eins og sjálfsagður hlutur,“ skrifaði hún að lokum. Fann að það var eitthvað að og hringdi á sjúkrabíl Í samtali við Vísi sagðist Magga Stína aðallega hafa birt færsluna til að vekja athygli á eftirlitsleysi með sjálfsafgreiðslukössum. „Það er svo mikið af ungu fólki sem vinnur þarna og það geta börn labbað þarna í gegn með hvað sem er, eitthvað sem er ekki æskilegt fyrir börn,“ sagði hún. Sonur Möggu Stínu er fjórtán ára og segir hún að hann hafi drukkið tvær flöskur af Mountain Dew úr Krambúðinni áður en hann hneig niður á leiðinni heim. „Hann fann að það var eitthvað að og hringdi sjálfur í neyðarlínuna. Við kenndum honum að hringja í neyðarlínuna þegar hann var þriggja ára af því maður veit aldrei,“ segir Magga. Hvernig líður honum núna? „Hann er núna kominn heim og er bara stabíll þannig hann slapp vel,“ segir Magga. Gosdrykkur með miklu koffíni Mountain Dew er almennt skilgreindur sem gosdrykkur en er þó með óvenjuhátt koffínmagn eða 77 millígrömm í 500 millílítrum. Mountain Dew hefur lengi verið vinsæll drykkur hjá börnum og ungmennum enda mikill sykur og koffín í drykknum. Það er töluvert hærra magn en í drykkjum á borð við Pepsi og Coke sem eru með 50 millígrömm af koffíni. Þá er það aðeins lægra magn en í orkudrykkjum á borð við Nocco og Collab sem eru með 105 millígrömm af koffíni. Magga Stína segir að börn þoli svona drykki auðvitað mun verr en fullorðnir og það geti jafnvel verið lífshættulegt. Alltof auðvelt fyrir börn að kaupa orkudrykki Magga Stína segist hafa fengið ágætis viðbrögð við færslu sinni. Margir séu henni sammála um að það skorti eftirlit með sjálfsafgreiðslukössunum. Flestir sem hún hefur talað við telij þó að það sé ekki hægt að bæta kerfið. „Ég vildi líka benda foreldrum á að tala við börnin sín. Þetta er viðkvæmur aldur og þau vilja vera eins og hin fullorðnu,“ segir Magga. Þá segist Magga sjá alltof mikið af börnum með orkudrykki. „Það er eins og það sé ekkert mál að kaupa þetta. En svo tekur maður eftir því að þegar börn fara á kassa þá eru þau stoppuð,“ segir hún. Eftirlitið á sjálfsafgreiðslukössunum sé því að hennar sögn greinilega lítið sem ekkert.
Gosdrykkir Orkudrykkir Árborg Börn og uppeldi Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fleiri fréttir Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sjá meira