Örlög stjórnar Morawiecki ráðast í dag Atli Ísleifsson skrifar 11. desember 2023 06:58 Mateusz Morawiecki hefur gegnt embætti forsætisráðherra Póllands frá árinu 2017. AP Pólska þingið mun í dag greiða atkvæði um hvort Mateusz Morawiecki, starfandi forsætisráðherra, eigi að leiða næstu ríkisstjórn landsins í kjölfar þingkosninganna sem fram fóru í október. Morawiecki mun leggja fram tillögu um nýja ríkisstjórn í þinginu í dag en ólíklegt þykir að meirihluti muni leggja blessun sína yfir hana enda missti flokkur Morawiecki, Lög og réttur, og stuðningsflokkar hans þingmeirihluta sinn í kosningunum. Umræða um stjórn hins 55 ára Morawiecki mun fara fram á þinginu og er reiknað með að atkvæði verði svo greidd um hana. Verði tillagan um stjórn Morawiecki felld á þingi, líkt og fastlega er gert ráð fyrir, mun það opna á að Donald Tusk, formaður Borgaravettvangs og fyrrverandi forsætisráðherra, taki við sem forsætisráðherra á ný. Tusk, sem einnig er fyrrverandi forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, leiddi bandalag mið- og vinstriflokka í kosningunum sem saman tryggðu sér meirihluta í kosningunum. Lög og réttur, sem hefur stjórnað landinu síðustu átta ár, er þó áfram stærsti flokkurinn á þingi. Donald Tusk var forsætisráðherra Póllands á árunum 2007 til 2014 og svo forseti leiðtogaráðs Evrópusamnbandsins á árunum 2014 til 2019. AP Stærsti flokkurinn fékk umboðið Andrzej Duda, Póllandsforseti sem hefur notið stuðnings Laga og réttar, ákvað að veita Morawiecki fyrst umboð til stjórnarmyndunar eftir kosningarnar, en almennt hefur verið litið á þá ákvörðun sem leið til að tefja óumflýjanleg valdaskipti. Fyrir kosningarnar hafði Duda sagst munu veita stærsta flokknum umboðið. Ráðherrar í bráðabirgðastjórn Morawiecki hafa tæknilega séð nú þegar svarið embættiseið en samkvæmt pólskum reglum verður stjórnin að standa af sér vantrausttillögu á þinginu innan tveggja vikna og mun sú atkvæðagreiðsla fara fram í dag. Lög í Póllandi gera ráð fyrir að ef starfandi ríkisstjórn Morawiecki stenst ekki vantrausttillöguna þá verður það þingsins að tilnefna nýjan forsætisráðherra. Allar líkur eru á að það verði Tusk. Samningur þegar til staðar Borgaravettvangur Tusk og stuðningsflokkar skrifuðu í síðasta mánuði undir samning um stjórnarmyndun. Þar segir meðal annars að stefnt sé að því að bæta samskiptin við Evrópusambandsins, en samband ESB og Póllands hafa verið stirð síðustu ár, meðal annars vegna afskipta pólskra stjórnvalda af dómstólum í landinu, Tusk var forsætisráðherra Póllands á árunum 2007 til 2014 og svo forseti leiðtogaráðs Evrópusamnbandsins á árunum 2014 til 2019. Hann sneri aftur í pólsk stjórnmál árið 2021 þegar hann tók við formennsku í Borgaravettvangi. Kosningar í Póllandi Pólland Tengdar fréttir Skipar nýja stjórn undir forystu Morawiecki þrátt fyrir minnihluta Síðdegis í dag mun Andrzej Duda, forseti Póllands, skipa nýja ríkisstjórn undir forystu Mateuszar Morawiecki. Þetta gerir hann þrátt fyrir að Morawiecki hafi ekki meirihluta. 27. nóvember 2023 11:05 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
Morawiecki mun leggja fram tillögu um nýja ríkisstjórn í þinginu í dag en ólíklegt þykir að meirihluti muni leggja blessun sína yfir hana enda missti flokkur Morawiecki, Lög og réttur, og stuðningsflokkar hans þingmeirihluta sinn í kosningunum. Umræða um stjórn hins 55 ára Morawiecki mun fara fram á þinginu og er reiknað með að atkvæði verði svo greidd um hana. Verði tillagan um stjórn Morawiecki felld á þingi, líkt og fastlega er gert ráð fyrir, mun það opna á að Donald Tusk, formaður Borgaravettvangs og fyrrverandi forsætisráðherra, taki við sem forsætisráðherra á ný. Tusk, sem einnig er fyrrverandi forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, leiddi bandalag mið- og vinstriflokka í kosningunum sem saman tryggðu sér meirihluta í kosningunum. Lög og réttur, sem hefur stjórnað landinu síðustu átta ár, er þó áfram stærsti flokkurinn á þingi. Donald Tusk var forsætisráðherra Póllands á árunum 2007 til 2014 og svo forseti leiðtogaráðs Evrópusamnbandsins á árunum 2014 til 2019. AP Stærsti flokkurinn fékk umboðið Andrzej Duda, Póllandsforseti sem hefur notið stuðnings Laga og réttar, ákvað að veita Morawiecki fyrst umboð til stjórnarmyndunar eftir kosningarnar, en almennt hefur verið litið á þá ákvörðun sem leið til að tefja óumflýjanleg valdaskipti. Fyrir kosningarnar hafði Duda sagst munu veita stærsta flokknum umboðið. Ráðherrar í bráðabirgðastjórn Morawiecki hafa tæknilega séð nú þegar svarið embættiseið en samkvæmt pólskum reglum verður stjórnin að standa af sér vantrausttillögu á þinginu innan tveggja vikna og mun sú atkvæðagreiðsla fara fram í dag. Lög í Póllandi gera ráð fyrir að ef starfandi ríkisstjórn Morawiecki stenst ekki vantrausttillöguna þá verður það þingsins að tilnefna nýjan forsætisráðherra. Allar líkur eru á að það verði Tusk. Samningur þegar til staðar Borgaravettvangur Tusk og stuðningsflokkar skrifuðu í síðasta mánuði undir samning um stjórnarmyndun. Þar segir meðal annars að stefnt sé að því að bæta samskiptin við Evrópusambandsins, en samband ESB og Póllands hafa verið stirð síðustu ár, meðal annars vegna afskipta pólskra stjórnvalda af dómstólum í landinu, Tusk var forsætisráðherra Póllands á árunum 2007 til 2014 og svo forseti leiðtogaráðs Evrópusamnbandsins á árunum 2014 til 2019. Hann sneri aftur í pólsk stjórnmál árið 2021 þegar hann tók við formennsku í Borgaravettvangi.
Kosningar í Póllandi Pólland Tengdar fréttir Skipar nýja stjórn undir forystu Morawiecki þrátt fyrir minnihluta Síðdegis í dag mun Andrzej Duda, forseti Póllands, skipa nýja ríkisstjórn undir forystu Mateuszar Morawiecki. Þetta gerir hann þrátt fyrir að Morawiecki hafi ekki meirihluta. 27. nóvember 2023 11:05 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
Skipar nýja stjórn undir forystu Morawiecki þrátt fyrir minnihluta Síðdegis í dag mun Andrzej Duda, forseti Póllands, skipa nýja ríkisstjórn undir forystu Mateuszar Morawiecki. Þetta gerir hann þrátt fyrir að Morawiecki hafi ekki meirihluta. 27. nóvember 2023 11:05