Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir, Hjörtur Hjartarson, Katrín Oddsdóttir, Kjartan Jónsson, Kristín Erna Arnardóttir, Sigríður Ólafsdóttir og Þórir Baldursson skrifa 11. desember 2023 08:01 Opið bréf til útvarpsstjóra Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Ágæti útvarpsstjóri, Stefán Eiríksson. Alvarlega og grófa staðreyndavillu um sögu Íslands er að finna í síðari hluta heimildarþáttar sem framleiddur var fyrir Ríkisútvarpið í tilefni 100 ára fullveldis landsins og sendur út 3. desember síðastliðinn. Hér með er óskað eftir svörum við því hvernig Ríkisútvarpið ætlar að bregðast við og leiðrétta villuna gagnvart almenningi. Í dagskrá RÚV er heiti þáttarins sem um ræðir Fullveldi 1918. Þar er ranglega staðhæft að þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur að nýrri stjórnarskrá sem urðu til eftir hrunið 2008 hafi aldrei farið fram. Nánar tiltekið, með þessum orðum: „Þjóðaratkvæðagreiðslan sem átti að halda var aldrei haldin.“ Ekki er hægt að láta þessa röngu fullyrðingu um grundvallaratriði og stórviðburð í sögu landsins standa óhreyfða í heimildarþætti sem almannaútvarpið sendir út og ber ábyrgð á. Stjórnarskrárfélagið óskar eftir að útvarpsstjóri svari því opinberlega hvernig þetta verði leiðrétt og hinu rétta í málinu komið á framfæri. Hið rétta er, að Alþingi boðaði til þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur að nýrri stjórnarskrá sem var haldin 20. október 2012. Tillögurnar voru niðurstaða lýðræðislegs ferlis sem vakti heimsathygli, „eitt víðtækasta og lýðræðislegasta stjórnarskrárferli sem vitað er um“, svo notuð séu orð Vigdísar Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands. Í Þjóðaratkvæðagreiðslunni samþykktu yfir 2/3 hlutar kjósenda (66,9%) að tillögurnar sem fyrir þá voru lagðar skyldu verða grundvöllur nýrrar stjórnarskrár Íslands. Í lýðræðisríkjum eru úrslit kosninga virt. Alltaf og afdráttarlaust. Úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar hafa þó ekki enn verið virt og framganga margra í málinu og vanvirðing gagnvart lýðræðislegum grundvallargildum lofar ekki góðu. Við lifum viðsjárverða tíma falsfrétta og þöggunar og það er ótækt að því sé haldið fram í Ríkisútvarpinu að þjóðaratkvæðagreiðslan 2012 um nýja stjórnarskrá hafi aldrei verið haldin. Þá sögufölsun verður að leiðrétta með afgerandi hætti, hvort sem hún var vísvitandi gerð eða ekki. — Við væntum skjótra svara. Með kveðju, f. h. Stjórnarskrárfélagsins, Jóna Benediktsdóttir, formaður, Hjörtur Hjartarson, Katrín Oddsdóttir, Kjartan Jónsson, Kristín Erna Arnardóttir, Sigríður Ólafsdóttir og Þórir Baldursson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stjórnarskrá Ríkisútvarpið Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Kjósum Vinstri græn til áhrifa Svandísi Svavarsdóttur Skoðun Skoðun Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Iðkum nægjusemi, nýtum náttúruna Borghildur Gunnarsdóttir,Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hægt með krónunni? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál á Íslandi er langtímaverkefni Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við erum rétt að byrja! Jónína Guðmundsdóttir skrifar Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson skrifar Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Kjósum Vinstri græn til áhrifa Svandísi Svavarsdóttur skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar Kári Jónsson skrifar Skoðun Að vera stjórntækur að mati Viðreisnar Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Skilningsleysi xD og xM á hælisleitendakerfinu Kári Allansson skrifar Skoðun Börn á Íslandi, best í heimi! Sigríður Gísladóttir skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir vindorkuverum Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Börn með ADHD mega bara bíða Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Sjá meira
Opið bréf til útvarpsstjóra Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Ágæti útvarpsstjóri, Stefán Eiríksson. Alvarlega og grófa staðreyndavillu um sögu Íslands er að finna í síðari hluta heimildarþáttar sem framleiddur var fyrir Ríkisútvarpið í tilefni 100 ára fullveldis landsins og sendur út 3. desember síðastliðinn. Hér með er óskað eftir svörum við því hvernig Ríkisútvarpið ætlar að bregðast við og leiðrétta villuna gagnvart almenningi. Í dagskrá RÚV er heiti þáttarins sem um ræðir Fullveldi 1918. Þar er ranglega staðhæft að þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur að nýrri stjórnarskrá sem urðu til eftir hrunið 2008 hafi aldrei farið fram. Nánar tiltekið, með þessum orðum: „Þjóðaratkvæðagreiðslan sem átti að halda var aldrei haldin.“ Ekki er hægt að láta þessa röngu fullyrðingu um grundvallaratriði og stórviðburð í sögu landsins standa óhreyfða í heimildarþætti sem almannaútvarpið sendir út og ber ábyrgð á. Stjórnarskrárfélagið óskar eftir að útvarpsstjóri svari því opinberlega hvernig þetta verði leiðrétt og hinu rétta í málinu komið á framfæri. Hið rétta er, að Alþingi boðaði til þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur að nýrri stjórnarskrá sem var haldin 20. október 2012. Tillögurnar voru niðurstaða lýðræðislegs ferlis sem vakti heimsathygli, „eitt víðtækasta og lýðræðislegasta stjórnarskrárferli sem vitað er um“, svo notuð séu orð Vigdísar Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands. Í Þjóðaratkvæðagreiðslunni samþykktu yfir 2/3 hlutar kjósenda (66,9%) að tillögurnar sem fyrir þá voru lagðar skyldu verða grundvöllur nýrrar stjórnarskrár Íslands. Í lýðræðisríkjum eru úrslit kosninga virt. Alltaf og afdráttarlaust. Úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar hafa þó ekki enn verið virt og framganga margra í málinu og vanvirðing gagnvart lýðræðislegum grundvallargildum lofar ekki góðu. Við lifum viðsjárverða tíma falsfrétta og þöggunar og það er ótækt að því sé haldið fram í Ríkisútvarpinu að þjóðaratkvæðagreiðslan 2012 um nýja stjórnarskrá hafi aldrei verið haldin. Þá sögufölsun verður að leiðrétta með afgerandi hætti, hvort sem hún var vísvitandi gerð eða ekki. — Við væntum skjótra svara. Með kveðju, f. h. Stjórnarskrárfélagsins, Jóna Benediktsdóttir, formaður, Hjörtur Hjartarson, Katrín Oddsdóttir, Kjartan Jónsson, Kristín Erna Arnardóttir, Sigríður Ólafsdóttir og Þórir Baldursson
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun