Veldu óþægindi fram yfir gremju eða eftirsjá Ingrid Kuhlman skrifar 12. desember 2023 08:01 Við höfum oft tilhneigingu til að forðast óþægindi, t.d. með því að fresta erfiðu samtali, setja ekki mörk í samskiptum, veigra okkur við að biðja um aðstoð, ýta vandamáli á undan okkur eða leggja ekki á okkur aukavinnu til að komast skrefi nær því sem við viljum fá út úr lífinu. Það sem við gleymum er að með því að forðast skammtíma óþægindi eigum við á hættu að upplifa vanlíðan síðar, oftast í formi gremju í garð annarra eða eftirsjá. Þó að það geti verið krefjandi að takast á við óþægileg mál getur það leitt til hraðari úrlausnar, minna tilfinningalegs umróts og aukins persónulegs þroska. Að taka á málum opinskátt og heiðarlega getur auk þess leitt til heilbrigðari samskipta við vini, fjölskyldu og samstarfsmenn. Þetta snýst um að takast á við vandamál af ákveðni frekar en að leyfa neikvæðum tilfinningum að krauma og mögulega valda meiri skaða þegar til lengdar lætur. Gott er að spyrja sig eftirfarandi spurninga: Hvaða skammtíma óþægindi hef ég verið að forðast? Hef ég t.d. forðast að taka erfiða umræðu við samstarfsmann eða maka vegna ótta við átök eða óþægindi? Tjáði ég ekki raunverulegar tilfinningar mínar eða stóð ég ekki með sjálfum mér þegar einhver fór yfir mörk mín? Ákvað ég að fresta læknisheimsókn, sleppa æfingu eða því að borða hollari mat? Forðaðist ég að gera fjárhagsáætlun eða fylgjast með eyðslunni? Held ég mig of mikið í þægindarammanum? Var það þess virði? Á hvaða hátt olli það meiri óþægindum í framhaldinu? Leiddi það til misskilnings, gremju eða aukinnar streitu? Missti ég mögulega af tækifæri til að þroskast persónulega eða faglega? Leiddi ákvörðun mín um að forðast óþægindi til versnandi heilsufars eða fjárhagslegra vandræða? Hvernig væri líf mitt betra ef ég myndi velja skammtímaóþægindi NÚNA fram yfir gremju og eftirsjá síðar? Að taka á vandamálum þegar þau koma upp, jafnvel þó að það sé óþægilegt, getur leitt til traustari og opnari samskipti við fólkið í kringum okkur. Að takast á við áskoranir og stíga út fyrir þægindaramann stuðlar einnig að auknum persónulegum þroska. Í hvert skipti sem við stöndum frammi fyrir áskorun eða óþægindum og komumst í gegnum þau byggjum við upp sjálfsvirðingu og sjálfstraust. Auk þess styrkir það ákvörðunartökuhæfileikana að taka erfiðar og óþægilegar ákvarðanir þar sem við verðum betri í að meta valkosti og íhuga langtímaafleiðingar. Að stíga út fyrir þægindarammann og prófa eitthvað nýtt getur leitt til nýrrar upplifunar og auðugra lífs. Þú gætir uppgötvað ástríður og áhugamál sem þú vissir ekki að þú hefðir. Hvaða skref gæti ég tekið í dag til að horfast í augu við það sem ég hef verið að forðast? Til að gera jákvæðar breytingar er gott að byrja á því að hugsa um og skrifa niður hvað þú hefur verið að forðast. Það getur verið samtal, verkefni eða það að horfast í auga við ákveðinn ótta. Að skrifa það niður getur gert það áþreifanlegra og viðráðanlegra. Brjóttu það sem þú ert að forðast niður í smærri, viðráðanlegri verkefni. Taktu síðan eitt lítið skref í átt að markmiðinu á hverjum degi, t.d. með því að semja svar, mæta á stutta æfingu eða hringja símtal. Leitaðu aðstoðar hjá vini, fjölskyldumeðlimi eða sérfræðingi. Sjáðu fyrir þér árangurinn því jákvæð sjónmynd getur aukið sjálfstraustið. Gefðu þér hæfilegan frest til að klára verkefnið eða stíga stórt skref í áttina að því. Sýndu sveigjanleika og þolinmæði og vertu reiðubúin(n) að aðlaga nálgun þína ef þörf krefur. Minntu þig á þann árangur sem þú náðir í fortíðinni. Í meginatriðum getur það að horfast í augu við skammtíma óþægindi lagt grunninn að innihaldsríkara og farsælla lífi. Mundu að lykillinn er að byrja smátt. Hvert lítið skref er sigur og byggir upp skriðþunga í átt að þeim stærri. Með tímanum geta þessi skref leitt til verulegra breytinga og meiri stjórnar á eigin lífi. Höfundur er framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar og með meistaragráðu í hagnýtri jákvæðri sálfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingrid Kuhlman Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Við höfum oft tilhneigingu til að forðast óþægindi, t.d. með því að fresta erfiðu samtali, setja ekki mörk í samskiptum, veigra okkur við að biðja um aðstoð, ýta vandamáli á undan okkur eða leggja ekki á okkur aukavinnu til að komast skrefi nær því sem við viljum fá út úr lífinu. Það sem við gleymum er að með því að forðast skammtíma óþægindi eigum við á hættu að upplifa vanlíðan síðar, oftast í formi gremju í garð annarra eða eftirsjá. Þó að það geti verið krefjandi að takast á við óþægileg mál getur það leitt til hraðari úrlausnar, minna tilfinningalegs umróts og aukins persónulegs þroska. Að taka á málum opinskátt og heiðarlega getur auk þess leitt til heilbrigðari samskipta við vini, fjölskyldu og samstarfsmenn. Þetta snýst um að takast á við vandamál af ákveðni frekar en að leyfa neikvæðum tilfinningum að krauma og mögulega valda meiri skaða þegar til lengdar lætur. Gott er að spyrja sig eftirfarandi spurninga: Hvaða skammtíma óþægindi hef ég verið að forðast? Hef ég t.d. forðast að taka erfiða umræðu við samstarfsmann eða maka vegna ótta við átök eða óþægindi? Tjáði ég ekki raunverulegar tilfinningar mínar eða stóð ég ekki með sjálfum mér þegar einhver fór yfir mörk mín? Ákvað ég að fresta læknisheimsókn, sleppa æfingu eða því að borða hollari mat? Forðaðist ég að gera fjárhagsáætlun eða fylgjast með eyðslunni? Held ég mig of mikið í þægindarammanum? Var það þess virði? Á hvaða hátt olli það meiri óþægindum í framhaldinu? Leiddi það til misskilnings, gremju eða aukinnar streitu? Missti ég mögulega af tækifæri til að þroskast persónulega eða faglega? Leiddi ákvörðun mín um að forðast óþægindi til versnandi heilsufars eða fjárhagslegra vandræða? Hvernig væri líf mitt betra ef ég myndi velja skammtímaóþægindi NÚNA fram yfir gremju og eftirsjá síðar? Að taka á vandamálum þegar þau koma upp, jafnvel þó að það sé óþægilegt, getur leitt til traustari og opnari samskipti við fólkið í kringum okkur. Að takast á við áskoranir og stíga út fyrir þægindaramann stuðlar einnig að auknum persónulegum þroska. Í hvert skipti sem við stöndum frammi fyrir áskorun eða óþægindum og komumst í gegnum þau byggjum við upp sjálfsvirðingu og sjálfstraust. Auk þess styrkir það ákvörðunartökuhæfileikana að taka erfiðar og óþægilegar ákvarðanir þar sem við verðum betri í að meta valkosti og íhuga langtímaafleiðingar. Að stíga út fyrir þægindarammann og prófa eitthvað nýtt getur leitt til nýrrar upplifunar og auðugra lífs. Þú gætir uppgötvað ástríður og áhugamál sem þú vissir ekki að þú hefðir. Hvaða skref gæti ég tekið í dag til að horfast í augu við það sem ég hef verið að forðast? Til að gera jákvæðar breytingar er gott að byrja á því að hugsa um og skrifa niður hvað þú hefur verið að forðast. Það getur verið samtal, verkefni eða það að horfast í auga við ákveðinn ótta. Að skrifa það niður getur gert það áþreifanlegra og viðráðanlegra. Brjóttu það sem þú ert að forðast niður í smærri, viðráðanlegri verkefni. Taktu síðan eitt lítið skref í átt að markmiðinu á hverjum degi, t.d. með því að semja svar, mæta á stutta æfingu eða hringja símtal. Leitaðu aðstoðar hjá vini, fjölskyldumeðlimi eða sérfræðingi. Sjáðu fyrir þér árangurinn því jákvæð sjónmynd getur aukið sjálfstraustið. Gefðu þér hæfilegan frest til að klára verkefnið eða stíga stórt skref í áttina að því. Sýndu sveigjanleika og þolinmæði og vertu reiðubúin(n) að aðlaga nálgun þína ef þörf krefur. Minntu þig á þann árangur sem þú náðir í fortíðinni. Í meginatriðum getur það að horfast í augu við skammtíma óþægindi lagt grunninn að innihaldsríkara og farsælla lífi. Mundu að lykillinn er að byrja smátt. Hvert lítið skref er sigur og byggir upp skriðþunga í átt að þeim stærri. Með tímanum geta þessi skref leitt til verulegra breytinga og meiri stjórnar á eigin lífi. Höfundur er framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar og með meistaragráðu í hagnýtri jákvæðri sálfræði.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun