Lífið

Nota súran brjóst­sykur til að koma í veg fyrir kvíða­kast

Bjarki Sigurðsson skrifar
Að borða súrt nammi getur hægt á kvíðatilfinningunni.
Að borða súrt nammi getur hægt á kvíðatilfinningunni. Getty

Nýlega fór myndband á mikið flug á samfélagsmiðlinum TikTok þar sem kona talar um hvernig hún kemur í veg fyrir að hún fái kvíðakast. Ef henni líður eins og hún sé að fá kvíðakast fær hún sér súran brjóstsykur. 

Hún segir ekkert hafa virkað jafn vel og að um leið og hún fari að hugsa um hversu súr brjóstsykurinn sé hverfi kvíðatilfinningin. 

Í samtali við USA Today segir geðheilbrigðisráðgjafinn Catherine Del Toro að það séu einhver vísindi á bak við þetta. Heilinn eigi erfitt með að bregðast við nokkrum tilvikum „neyðarástands“ á sama tíma. Súrt nammi og sterkur matur geti þannig truflað heilann.

„Þegar þú borðar eitthvað súrt eða sterkt ertu að stuðla að því heilinn einbeiti sér að því augnabliki sem er í gangi. Þú stöðvar hræðsluna og leyfir kvíðakastinu að dvína og hverfa að lokum,“ segir Del Toro.

Einnig var rætt við sálfræðinginn Stephanie Sarkis sem segir að svona aðferðir virki, að fá heilann til að einbeita sér að öðru, þegar kvíðakast er að hefjast. Hún bendir þó á að þegar svona truflanir verði að vana geti þær hætt að virka og því mikilvægt að skipta á milli truflana.

„Þegar við erum annars hugar, einbeitingin fer á annað, þá byrjum við að nota aðra hluta heilans. Þegar þú gerir eitthvað svona sem hefur mikil áhrif á einbeitinguna er líklegra að heilinn fari að hugsa um annað,“ segir Sarkis.  






Fleiri fréttir

Sjá meira


×